Hleðsla og þjónusta.

Kynntu þér bestu eiginleika rafbílsins.

Hleðsla


Einföld, þægileg og áreiðanleg

Með einföldum hætti getur þú hlaðið rafbílinn.

Hleðsla


Einföld, þægileg og áreiðanleg

Með einföldum hætti getur þú hlaðið rafbílinn.

Spila aftur

Hlaðið heima


Það er einfalt og þægilegt að hlaða heima.

Þú getur hlaðið rafbílinn á einfaldan og þægilegan hátt heima hjá þér. Með Mercedes-Benz vegghleðlsustöð eða venjulegri heimilisinnstungu.

Hlaðið heima


Það er einfalt og þægilegt að hlaða heima.

Þú getur hlaðið rafbílinn á einfaldan og þægilegan hátt heima hjá þér. Með Mercedes-Benz vegghleðlsustöð eða venjulegri heimilisinnstungu.

Hleðsla með Mercedes-Benz Wallbox Home

Mercedes-Benz Wallbox Home býður upp á sérlega hraðvirka, örugga og þægilega hleðslu.

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC sem er tengdur við Mercedes-Benz Wallbox Home.

Spurningar og svör


Spurningar og svör.

Rafknúinn akstur er ferðamáti framtíðarinnar. Stigið er risastórt skref með nýrri tækni og fjölmargar spurningar vakna.

Spurningar og svör


Spurningar og svör.

Rafknúinn akstur er ferðamáti framtíðarinnar. Stigið er risastórt skref með nýrri tækni og fjölmargar spurningar vakna.

  • Hvernig verður endursöluverð rafbílsins míns?

   Hvernig verður endursöluverð rafbílsins míns?

   Hvernig mun endursöluvirði rafbílsins míns þróast? 

   Rafhlöðuvottorðið frá Mercedes-Benz tryggir afkastagetu lithium-rafhlöðunnar, bæði í rafbílum og tengiltvinnbílum, sem hækkar endursöluverð bílsins. Við ábyrgjumst að rafhlaðan endist án vandræða í sex ár eða 100.000 kílómetra - hvort sem kemur á undan.

  • Samanlögð umhverfisáhrif bíla

   Samanlögð umhverfisáhrif bíla

   Hafa samanlögð umhverfisáhrif bílanna verið metin? Ég er ekki viss um hvort ég ek á umhverfisvænni hátt á rafbíl eða tvinnbíl heldur en á t.d. dísilbíl.

   Það hversu umhverfisvæn notkun bílsins er fer að miklu leyti eftir því hvernig honum er ekið og hvernig hann er hlaðinn. Ef tengiltvinnbíll er til dæmis hlaðinn reglulega eftir stuttar vegalengdir (minna en 30 km) er honum ekið með umhverfisvænni hætti. Einnig hefur það áhrif með hvers konar rafmagni bíllinn er hlaðinn, þ.e.a.s. hvort það er „grænt“ rafmagn eða rafmagn af mismunandi uppruna.

   Almennar hleðslustöðvar fá yfirleitt rafmagn úr grænum orkugjöfum og heimili geta oft gengið frá samningi um kaup á grænni raforku með einföldum hætti á netinu.

  • Læsing á hleðslusnúru

   Læsing á hleðslusnúru

   Ég hleð bílinn minn á bílastæði utandyra. Hvernig get ég tryggt að enginn geti tekið bílinn úr sambandi á nóttunni?

   Á Mercedes-Benz Wallbox Home-vegghleðslustöðinni er hleðslusnúran áfest. Klónni er síðan læst í hleðslutenginu á bílnum.

  • Kostnaður

   Kostnaður

   Hver er kostnaðurinn fyrir mismunandi orkugjafa hjá sambærilegum gerðum ökutækja?

   Sá sem kaupir rafbíl getur reiknað með að verkstæðiskostnaður bílsins verði umtalsvert minni en þegar um bensín- eða dísilbíl er að ræða. Þegar tekin er ákvörðun um kaup má heldur ekki gleyma því að allt eftir raforkuverði getur kostað umtalsvert minna að „fylla á tankinn“ með rafmagni. Í mörgum löndum bætast auk þess við niðurgreiðslur og skattaívilnanir eða að aksturstakmarkanir eða veggjöld falla niður.