Einföld og þægileg hleðsla – með Mercedes-Benz Wallbox Home

Myndin sýnir Mercedes-Benz Wallbox Home.

Einföld og þægileg hleðsla – með Mercedes-Benz Wallbox Home

Með Mercedes-Benz Wallbox Home tekur enga stund að hlaða bílinn og þú hefur alltaf góða yfirsýn. Tengdu rafknúna bílinn þinn frá Mercedes-Benz (rafbíl eða tengiltvinnbíl) einfaldlega við Mercedes-Benz Wallbox Home. Notadrjúg: Fasttengda hleðslusnúran (af gerð 2) hentar einnig fyrir bíla frá öðrum framleiðendum með hleðslutengi af gerð 2.

 

 • Hraðvirk: Mercedes-Benz Wallbox Home er hleðslustöð með fasttengdri hleðslusnúru og hleðsluafli upp á allt að 22 kW. Með henni hleður þú margfalt hraðar en með venjulegri heimilisinnstungu.
 • Þægileg: Með forhitun og -kælingu sérðu til þess að hitastigið í bílnum sé þægilegt þegar þú leggur af stað.
 • Örugg: Marglitt díóðuljós á vegghleðslustöðinni sýnir stöðu hleðslunnar hverju sinni. Meðan á hleðslu stendur er hleðslusnúran læst þannig að ekki er hægt að taka hana úr sambandi. Aðgangsstýring með lykilrofa kemur auk þess í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti notað hleðslustöðina.

Mercedes-Benz Wallbox Home er fáanleg hjá öllum söluaðilum Mercedes-Benz og í netverslun samstarfsaðila okkar XXX.
Samstarfsaðilar okkar bjóða jafnframt upp á ráðgjöf um hleðslulausnir fyrir heimili og uppsetningu á vegghleðslustöðvum.

Nettengda vegghleðslustöðin innogy eBox professional

Myndin sýnir innogy eBox professional.

Nettengda vegghleðslustöðin innogy eBox professional

Með allt að 22 kW hleðsluafli býður innogy eBox professional einnig upp á margfalt fljótvirkari hleðslu en í venjulegri heimilisinnstungu. Hún er einnig tilvalin fyrir þá sem vilja geta stjórnað vegghleðslustöðinni og haldið utan um hleðslugögn hennar á þægilegan hátt með appi.

 • Með appi í snjallsímanum getur þú opnað fyrir hleðslu á þægilegan hátt hvar sem er. Þú getur líka alltaf fylgst með því hvernig hleðslunni vindur fram.
 • Með appinu er einnig hægt að hafa umsjón með notendum, úthluta RFID-kortum eða takmarka hleðsluafl.
 • Í lok hvers mánaðar er hægt að skoða hleðsluyfirlit og sjá hversu mikill hleðslukostnaðurinn er.
 • Með nettengingunni er hugbúnaður hleðslustöðvarinnar uppfærður reglulega í nýjustu útgáfu.

Hægt er að kaupa innogy eBox professional hjá samstarfsaðila okkar fyrir hleðslulausnir.
Samstarfsaðilar okkar á sviði hleðslulausna bjóða upp á ráðgjöf varðandi heimahleðslu sem og uppsetningu á vegghleðslustöðinni.
Uppsetningaraðilinn fyrir vegghleðslustöðina aðstoðar þig gjarnan við að útfæra hleðslulausn. Hafðu endilega samband við samstarfsaðila okkar fyrir uppsetningu, XXX.

Þjónusta fyrir uppsetningu á vegghleðslustöð.

Myndin sýnir Mercedes-Benz með opna ökumannshurð og starfsmann uppsetningarþjónustu.

Þjónusta fyrir uppsetningu á vegghleðslustöð.

Hjá uppsetningarþjónustu samstarfsaðila okkar í hverju landi færðu faglega aðstoð við að setja upp hleðslulausn fyrir heimili þitt. Þeir kanna hvort hægt er að setja upp vegghleðslustöð heima hjá þér og hvaða ráðstafanir þarf að gera. Hafðu samband við samstarfsaðila okkar fyrir uppsetningu og fáðu ráðgjöf.

Með forathuguninni fyrir Mercedes-Benz-vegghleðslustöð getur þú kannað strax hversu vel þú ert búin(n) undir að hlaða bílinn heima hjá þér.

Alltaf rétt samband

Myndin sýnir hleðslusnúru fyrir heimilisinnstungu (Mode 2-snúru).

Alltaf rétt samband

Ef þú ert ekki með vegghleðslustöð geturðu einfaldlega notað venjulega heimilisinnstungu til þess að hlaða rafknúna Mercedes-Benz-bílinn þinn. Til þess þarftu aðeins hleðslusnúru fyrir heimilisinnstunguna (Mode 2-snúru) sem annaðhvort fylgdi með bílnum eða er fáanleg sem aukabúnaður hjá söluaðila. Þar sem hleðslan tekur mun lengri tíma er hins vegar ekki mælt með því að þessi aðferð sé notuð á hverjum degi.
Athugaðu að láta verður rafvirkja yfirfara tenginguna áður en byrjað er að nota hana.

Ertu með frekari spurningar? Við eigum svör við þeim!

 • Hvernig get ég komið í veg fyrir að Mercedes-Benz Wallbox Home eða innogy eBox professional sé notuð í leyfileysi?

   

  Með Mercedes-Benz Wallbox Home fylgir lykill fyrir lykilrofann sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti notað hleðslustöðina. Ef þess er óskað er hægt að nota app til að opna fyrir hleðslu með innogy eBox professional.

   

 • Hvað þarf ég að hafa í huga sem leigjandi eða aðili að húsfélagi?

   

  Það kemur til greina að setja upp vegghleðslustöð eða hleðslusúlu hjá bílastæði í sameiginlegri bílageymslu.
  Tilkynna verður leigusala eða húsfélagi um það og fá samþykki fyrir uppsetningunni. Samþykkið þarf að vera á skriflegu formi.

   

 • Hvað tekur heimahleðslan langan tíma?


  Með reiknivélinni okkar fyrir hleðslutíma getur þú reiknað út hvað það tekur langan tíma að hlaða bílinn þinn.

   

   

 • Get ég hlaðið fleiri en einn bíl í einu með Mercedes-Benz Wallbox Home eða innogy eBox professional?

   

  Með Mercedes-Benz Wallbox Home og innogy eBox professional er hægt að hlaða bíla frá mismunandi framleiðendum, en bara einn bíl í einu.

   

   

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.