EQC.

Verðlisti.

Hápunktar


Ímyndaðu þér að þú gætir byrjað alveg upp á nýtt.

Við erum komin aftur á þann stað þar sem við vorum þegar við fundum upp bílinn fyrir meira en 130 árum. Upphafi einhvers stórfenglegs. Þannig er tilfinningin í fyrstu ferðinni í EQC. Án eins einasta bensíndropa, án útblásturs og án nokkurrar áreynslu. Farðu með okkur inn í framtíðina.

Hápunktar


Ímyndaðu þér að þú gætir byrjað alveg upp á nýtt.

Við erum komin aftur á þann stað þar sem við vorum þegar við fundum upp bílinn fyrir meira en 130 árum. Upphafi einhvers stórfenglegs. Þannig er tilfinningin í fyrstu ferðinni í EQC. Án eins einasta bensíndropa, án útblásturs og án nokkurrar áreynslu. Farðu með okkur inn í framtíðina.

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC skáhallt að ofan.

Drægi allt að

417 km

Hröðun (úr 0-100 km/klst)

5,1 sek.

Hleðslumöguleikar


Þú getur hlaðið EQC á jafn einfaldan hátt og snjallsímann þinn.

Hentugustu innviðir fyrir rafbíla eru sniðnir sem best að þörfum hvers og eins. Þess vegna býður Mercedes-Benz upp á hámarkssveigjanleika. Þægilegt og fljótlegt heima með vegghleðslustöðinni og áalmennum hleðslustöðvum á ferðinni. 

Hleðslumöguleikar


Þú getur hlaðið EQC á jafn einfaldan hátt og snjallsímann þinn.

Hentugustu innviðir fyrir rafbíla eru sniðnir sem best að þörfum hvers og eins. Þess vegna býður Mercedes-Benz upp á hámarkssveigjanleika. Þægilegt og fljótlegt heima með vegghleðslustöðinni og áalmennum hleðslustöðvum á ferðinni. 

Heimahleðsla með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð.

Þú getur haft það notalegt í sófanum þínum á meðan EQC hleður sig að fullu – með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð fyrir heimilið.

Myndin sýnir hvernig Mercedes-Benz EQC er hlaðinn með Mercedes-Benz Wallbox Home.

Heimahleðsla með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð.

Þú getur haft það notalegt í sófanum þínum á meðan EQC hleður sig að fullu – með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð fyrir heimilið.

Með Mercedes-Benz Wallbox Home getur þú hlaðið nýja EQC allt að þrisvar sinnum hraðar en í venjulegri heimilisinnstungu. Í nýju Mercedes-Benz Wallbox-vegghleðslustöðvunum Advanced og Twin er hægt að nota snjallsímann til að stilla hleðslustýringu, hafa umsjón með notendum, skoða hleðslutölur og lágmarka kostnað við hleðslu.

Snjöll orkustjórnun


Við hugsuðum þetta lengra svo þú gætir ekið lengra.

Snjöll orkustjórnun


Við hugsuðum þetta lengra svo þú gætir ekið lengra.

Hjartað í nýja EQC er framsækin lithium rafhlaða. Skilvirk og hugvitssamleg notkun rafhlöðunnar er alveg jafn mikilvæg og sjálf orkuframleiðslan.

Nýr EQC býður upp á mesta mögulega öruggi í áætlanagerð. Hægt er að tengja saman ýmis konar upplýsingar, eins og fljótlegustu leiðina, drægi á rafmagni, aðstæður á akstursleið, raforkunotkun hverju sinni sem og hleðslustöðvar á leiðinni. Síðan er stungið upp á bestu og skjótustu leiðinni, með hleðslustoppum gerist þess þörf. EQ-leiðsögubestun tekur tillit til hefðbundinna hleðslustöðva en lætur hraðhleðslustöðvar vera í forgangi þannig að þú komist sem fyrst á áfangastað.

Fyrirhyggja í akstri getur dregið umtalsvert úr raforkunotkun og aukið þannig drægið. Þannig gefur ECO-aðstoð ökumanninum merki snemma um að taka fótinn af inngjöfinni. Til dæmis ef fram undan er hraðatakmörkun, vegamót eða halli niður í móti. Frekari virkni eins og að láta bílinn renna eða markviss stýring á endurnýtingu eykur nýtnina enn meira.

Svo þú sért alltaf með hleðslustöðuna á hreinu geturðu fengið margs konar upplýsingar bæði í bílnum og í snjallsímanum. Ef þú vilt geturðu fengið sjálfvirk skilaboð um stöðu rafhlöðunnar við upphaf og endi hleðslu. Þannig geturðu gert sem bestar áætlanir og fellt nýja EQC enn betur að lífi þínu.

Í nýja EQC geturðu stillt akstursupplifunina eftir þínum þörfum og þegar þér hentar. Með mismunandi aksturskerfum er hægt að gera aksturinn kraftmeiri, þægilegri eða sparneytnari.

Nýi EQC nýtir sér alla mögulega orkugjafa. Þegar bíllinn er látinn renna eða hemlum er beitt breytir rafmótorinn hreyfiorku í raforku og getur þannig hlaðið háspennurafhlöðu EQC á ferðinni. Hægt er að stilla afköst endurnýtingarinnar handvirkt með skiptiflipunum.

ECO-aðstoðin hjálpar ökumanni að bregðast á besta mögulega hátt við aðstæðum í akstri, að draga tímanlega úr hraða og styðja þannig við hagkvæma endurnýtingu.

Þægilegt hitastig þegar þú sest inn í bílinn: Til þess sér forhitunar- og kælingarvirknin. Hita má innanrýmið upp eða kæla það niður eftir þörfum, eingöngu með rafmagni úr háspennurafhlöðunni. Meðan á hleðslu stendur og án þess að það komi niður á drægi. Heima eða á ferðinni er hægt að færa inn brottfarartíma með snjallsímanum og láta forhitunina eða -kælinguna fara eftir því.

Ytra byrði


Ef þú spyrð okkur hvernig bílar framtíðarinnar líta út: Gagntakandi.

Hreinleiki, ró og nútímaleiki rafdrifsins fer ekki framhjá neinum. Það gera hreinu formin, látlausar línurnar og framsækin hönnunin sem einkenna Mercedes-Benz.

Ytra byrði


Ef þú spyrð okkur hvernig bílar framtíðarinnar líta út: Gagntakandi.

Hreinleiki, ró og nútímaleiki rafdrifsins fer ekki framhjá neinum. Það gera hreinu formin, látlausar línurnar og framsækin hönnunin sem einkenna Mercedes-Benz.

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC að framan.

Einstök EQ-framhlið

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC frá hlið.

Hliðarsýn

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC frá hlið.

Kraftmikil aflíðandi þaklína

Myndin sýnir hjól á felgu Mercedes-Benz EQC.

EQ-felguhönnun

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC með AMG Line skáhallt að ofan.

AMG Line

Innanrými


Að hlaða batteríin. Er hið einfaldasta mál í nýja EQC.

Hljóðlaus rafmótorinn gerir aksturinn afslappaðri svo um munar. Það er stóra þægindaloforð nýja EQC. Bíllinn státar af efni og eiginleikum í samsetningu sem þú finnur eingöngu hjá Mercedes-Benz.

Innanrými


Að hlaða batteríin. Er hið einfaldasta mál í nýja EQC.

Hljóðlaus rafmótorinn gerir aksturinn afslappaðri svo um munar. Það er stóra þægindaloforð nýja EQC. Bíllinn státar af efni og eiginleikum í samsetningu sem þú finnur eingöngu hjá Mercedes-Benz.

Áklæði og efni

Þú upplifir hrífandi rafvæðinguna á eigin skinni í innanrýminu. Fyrir EQC var sérstaklega þróað sætisáklæði sem er lítillega sanserað og geislar af nútímaleika EQC í öllu sínu veldi.

Ásamt áklæði úr svörtu ARTICO-leðurlíki/bláu Sunnyvale-tauefni leggja rósargyllt atriði í stjórnrýminu áherslu á framsækinn lúxus.

Widescreen-stjórnrými

Mælaborðsskjárinn og margmiðlunarskjárinn eru sameinaðir í eitt Widescreen-stjórnrými undir vönduðu gleri.

Einstaklega nútímaleg hughrif og gæði. Upplýsingarnar birtast í hárri upplausn og í lit með vönduðum hreyfimyndum. Innihaldinu má raða upp eftir óskum og stjórna bæði með snertingu og raddstýringu.

Stemningslýsing

Í nýja EQC geturðu upplifað þína eigin litlu sólarupprás í hverri ferð.

Marga staði innanrýmisins er hægt að lýsa upp á stílhreinan hátt sé þess óskað. Hægt er að velja úr 64 einstökum litum og mörgum litasamsetningum og litaáhrifum.

MBUX


Framtíðin tilheyrir rafdrifinu og mannlegu hyggjuviti.

Uppgötvaðu alveg nýja upplifun við stjórnun. Skilningsríka, lærdómsfúsa og snertinæma sem aldrei fyrr.

MBUX


Framtíðin tilheyrir rafdrifinu og mannlegu hyggjuviti.

Uppgötvaðu alveg nýja upplifun við stjórnun. Skilningsríka, lærdómsfúsa og snertinæma sem aldrei fyrr.

 • Gervigreind

  Myndin sýnir Widescreen-stjórnrýmið í Mercedes-Benz EQC.

  MBUX-gervigreindin felur í sér eitthvað mjög mannlegt. Næstum því skilyrðislausan skilning á ökumanninum og því sem honum líkar best. Kerfið kynnist þér betur með hverri ferð og getur til dæmis stillt útvarpið, leið í leiðsögukerfinu eða hitastigið eftir þínum þörfum.

 • Notendaviðmótið

  Myndin sýnir hönnun innanrýmis í Mercedes-Benz EQC með áherslu á Widescreen-stjórnrýmið.

  MBUX gefur þér mesta frelsið til að stjórna fjölmörgum eiginleikum á þann hátt sem þér finnst þægilegast. Til dæmis með einfaldri snertingu. Í nýja EQC er hægt að fá margmiðlunarskjáinn sem snertiskjá og í miðstokkinum er snertiflötur sem bregst við skipunum með einum eða fleiri fingrum sem og handskrift. Þar að auki er hægt að stjórna skjánum með snertihnöppunum í stýrinu.

 • Raddstýring

  Myndin sýnir hönnun innanrýmis í Mercedes-Benz EQC með áherslu á Widescreen-stjórnrýmið.

  „Hey Mercedes.“ Með þessum tveimur upphafsorðum kveikirðu á náttúrulega og aðgengilega raddstýringarkerfinu. Það hlustar á næstum hvert einasta orð. Kerfið vinnur meira að segja úr óbeinum skipunum – miðstöðin bregst til dæmis við „Mér er kalt“ og stillir á hærra hitastig. Raddstýringin getur einnig lært nýja hluti. Hún stillir sig inn á þína rödd og skilur líka betur þá sem eru ekki að tala eigið móðurmál.