Miklihvellurinn í borginni.

Miklihvellurinn í borginni.

Vegurinn bráðnar. Eða er þetta leiftrandi yfirborð gosbrunnsins? Nýja Mercedes-AMG G 63 gæti ekki verið meira sama. Hann heillar með svipsterkri hönnun ytra byrðis. Útlit sem segir: Hér er það ég sem gef tóninn. Dæmigerð AMG-vatnskassaklæðningin, valkvæðar 22 tommu felgur sem og áberandi AMG Performance-útblásturskerfið með tveimur tvöföldum púströrum á hliðum gefa goðsögninni áberandi yfirbragð. Auk þess gerir Mercedes-AMG G 63 ekki greinarmun á hrauni og malbiki. Aksturseiginleikarnir eru frábærir. Utan vega hefur hann alltaf skarað fram úr. Innanbæjar vekur torfærutröllið einnig hrifningu með yfirburðar aksturseiginleikum. Það gerir hann að konungi einnig utan óbyggða: í stórborgarfrumskóginum.

Upptök styrkleikans.

Myndin sýnir framhluta nýja Mercedes-AMG G 63.
Myndin sýnir tæknileg smáatriði í nýja Mercedes-AMG G 63.

Upptök styrkleikans.

Fíngerð tækni mætir óhefluðu hljóði: Nýi Mercedes-AMG G 63 með AMG 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu. Stillanlega AMG Performance-útblásturskerfið fær loftið til að titra. Með því getur ökumaðurinn sjálfur ákveðið hvernig bíllinn á að hljóma: allt frá látlausu hljóði fyrir langferðir til grófs, dramatísks hljóðs. AMG RIDE CONTROL býður ökumanninum upp á að aðlaga undirvagninn með einum smelli. Þannig er hægt að laga nýja Mercedes-AMG G 63 að sérhverjum vega- eða utanvegaaðstæðum sem og óskum ökumanns hverju sinni.