Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Tog

400 Nm

Hröðun 

4,3 sek.

úr 0 í 100 km/klst.

Afl

225 kW

Hápunktar bílsins


Fer með þig lengra en nokkru sinni fyrr.

Upplifðu frelsið á þínum forsendum og láttu ekkert halda aftur af þér. Því nýi Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC kemur þér alltaf á leiðarenda – jafnvel þar sem veginum sleppir. Við þetta bætist síðan ómótstæðilega sterkur svipur sem gefur skýrt til kynna að hér er á ferðinni tryllitæki frá AMG.

Hápunktar bílsins


Fer með þig lengra en nokkru sinni fyrr.

Upplifðu frelsið á þínum forsendum og láttu ekkert halda aftur af þér. Því nýi Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC kemur þér alltaf á leiðarenda – jafnvel þar sem veginum sleppir. Við þetta bætist síðan ómótstæðilega sterkur svipur sem gefur skýrt til kynna að hér er á ferðinni tryllitæki frá AMG.

Myndin sýnir hönnun ytra byrðis nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Ytra byrði

Myndin sýnir hönnun innanrýmis í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Innanrými

Myndin sýnir afköst nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Afköst

Hönnun ytra byrðis


Vekur virðingu hvert sem hann fer.

Öðruvísi og áhrifamikill: Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC er skref inn í heim „AMG Driving Performance“ og sýnir ástríðuna fyrir kappakstri líka með útlitinu: Sjálfsörugg hönnun ytra byrðisins er skýr yfirlýsing og sýnir strax svo ekki verður um villst að hann er hluti af AMG-fjölskyldunni.

Hönnun ytra byrðis


Vekur virðingu hvert sem hann fer.

Öðruvísi og áhrifamikill: Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC er skref inn í heim „AMG Driving Performance“ og sýnir ástríðuna fyrir kappakstri líka með útlitinu: Sjálfsörugg hönnun ytra byrðisins er skýr yfirlýsing og sýnir strax svo ekki verður um villst að hann er hluti af AMG-fjölskyldunni.

Myndin sýnir hönnun ytra byrðis nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

AMG-grill

Myndin sýnir grillið á nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Áberandi AMG-grill með lóðréttum rimlum og einkennandi AMG-framsvunta með loftkljúf og hliðarraufum með silfurkrómuðu skrauti undirstrika voldugt yfirbragð nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC strax við fyrstu sýn. Og það er bara byrjunin.

AMG-aftursvunta og AMG-vindskeið

Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Skiptu endilega um sjónarhorn – tilfinningin verður sú sama. Því afturhlutinn á Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC er einnig svipsterkur með AMG-aftursvuntu með tveimur hringlaga púströrum og AMG-vindskeið á þaki. En það er ekki endirinn.

AMG-álfelgur

Myndin sýnir álfelgu á nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Því þú færð seint nóg af því að sjá kraftmikið yfirbragð nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC. Við getum vel skilið það. Hvað er þá meira við hæfi en AMG-álfelgur sem auka þessi áhrif enn frekar? Veldu úr fjölbreyttri og innblásinni hönnun frá 48,3 cm (19") til 53,3 cm (21").

Hönnun innanrýmis


Miklu meira en bara vinnustaður.

Heldur stjórnrými sem ber nafn með rentu. Allt frá sérstökum AMG-mælum og skjám til sportsæta og sportstýrisins með aðgerðahnöppum sem er flatt að neðan, klætt Nappa-leðri og með skiptihandföngum úr áli. Þannig hefur þú alltaf góða stjórn á bílnum, hvert sem leiðin liggur.

Hönnun innanrýmis


Miklu meira en bara vinnustaður.

Heldur stjórnrými sem ber nafn með rentu. Allt frá sérstökum AMG-mælum og skjám til sportsæta og sportstýrisins með aðgerðahnöppum sem er flatt að neðan, klætt Nappa-leðri og með skiptihandföngum úr áli. Þannig hefur þú alltaf góða stjórn á bílnum, hvert sem leiðin liggur.

Myndin sýnir innanrýmið í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

AMG-stjórnrými

Myndin sýnir stjórnrýmið í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

MBUX-margmiðlunarkerfið með mælaborði ásamt AMG-valmynd sem og margmiðlunarskjá veitir sportlegar viðbótarupplýsingar og hönnun vísanna hefur einkennandi AMG-útlit. Einnig miðstokkurinn er eins og gerður fyrir afköst með sérstöku AMG-handfangi og AMG DRIVE UNIT, þar er að finna innbyggða hnappa sem stjórna stillingum fyrir beinskiptinguna, þriggja þrepa ESP® og valfrjálsa AMG RIDE CONTROL-undirvagninn.

Sportlegt AMG-aðgerðastýri klætt Nappa-leðri

Myndin sýnir stýrið í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Þriggja arma AMG Performance-stýrið sem er flatt að neðan með Touch-Control-hnöppum og gírskiptiflipum úr áli er hægt að fá í þremur útfærslum. Hárnákvæm aksturstilfinning er ávallt innifalin. Með valfrjálsum AMG-stýrishnöppum nær kappaksturstilfinningin hæstu hæðum.

Sportsæti og designo-öryggisbelti

Myndin sýnir innanrými hins nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

Rauðar áherslur prýða innanrýmið ásamt sportsætum staðalútfærslunnar. Áklæðin eru úr svörtu ARTICO leðurlíki/DINAMICA örtrefjaefni og undirstrika þau tjáningarríkan karakter með andstæðum sem fást í gegnum rauðan, tvöfaldan skrautsaum og designo-öryggisbelti. Finndu afköstin á eigin skinni.

AMG-útbúnaður


Gefðu hugarflugi þínu lausan tauminn.

AMG-útbúnaður


Gefðu hugarflugi þínu lausan tauminn.

  AMG-næturpakki

  Myndin sýnir ytra byrði nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-næturpakka.

  Áberandi hönnunaratriði í svörtum og háglansandi svörtum lit undirstrika sterkan svip bílsins. Til dæmis eru áhrifin af loftkljúfnum að framan, sem er í lakkaður í viðeigandi lit, og svörtum krómuðum púströrunum sérstaklega mikil. Auk þess bjóða myrkvaðar og hitaeinangrandi rúðurnar frá og með miðdyrastafnum upp á mikla kosti.

  AMG-loftmótstöðupakki*

  Myndin sýnir nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-loftmótstöðupakka.

  AMG-loftmótstöðupakkinn, sem var þróaður í vindgöngum, bætir aksturseiginleika á miklum hraða og leggur þannig grunninn að skemmtilegri akstri. Þessi aukabúnaður eykur niðurkraftinn sem verkar á bílinn. Áföst AMG-vindskeiðin að aftan er skýr yfirlýsing um afköst án málamiðlana.

  AMG Performance-sætapakki

  Myndin sýnir nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG Performance-sætapakka.

  AMG Performance-sætin fyrir ökumann og farþega í framsæti falla fullkomlega að stjórnrýminu og bjóða upp á framúrskarandi hliðarstuðning. Hliðar sætisbakanna og sessanna falla beint að líkamanum. Þannig upplifir þú lipran akstur með sannkallaðri sportbílatilfinningu. Þegar á þarf að halda sér innbyggð sætishitunin fyrir notalegum yl.

  Upplýstir AMG-listar í hurðarfölsum með "AMG"-áletrun

  Myndin sýnir upplýsta AMG-lista í hurðarfölsum með „AMG“-áletrun í Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

  AMG-listarnir í hurðarfölsunum leggja sportlegar og fágaðar áherslur. Listar úr burstuðu ryðfríu stáli í hurðarfölsum við fyrstu sætaröð eru hrífandi með sínu hvíta ljósi sem lýsir upp „AMG“-áletrunina og gerir hvert augnablik sérstakt þegar farið er í eða úr bílnum. Hagnýtir: Sterkbyggðir listarnir úr ryðfríu stáli eru ekki bara fallegir, heldur verja þeir einnig gegn skemmdum.

  AMG-stýrishnappar

  Myndin sýnir AMG-stýrishnappana í stjórnrými Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

  Með AMG-stýrishnöppunum verður stýrið einstaklega sportlegt: Með þeim er hægt að stjórna tilteknum aksturseiginleikum bílsins á fljótlegan og markvissan hátt. Fyrir aksturstilfinningu með áherslu á einbeitingu og afköst – og ósvikið kappakstursyfirbragð í stjórnrýminu.

  Myndin sýnir framhlið nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir framhlið nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir framhlið nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-loftmótstöðupakka að framan.
  Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-loftmótstöðupakka að aftan.
  Myndin sýnir framhlið nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir framhlið nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir framhlið nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-loftmótstöðupakka að framan.
  Myndin sýnir afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC með AMG-loftmótstöðupakka að aftan.
  • Framhlið
  • Afturhluti

  Þetta val er ekki í boði.

  Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir framhlið eða afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

  • Staðalbúnaður
  • AMG-næturpakki
  • AMG-loftmótstöðupakki*

  Þetta val er ekki í boði.

  Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir framhlið eða afturhluta nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

  • Staðalbúnaður
  • AMG-næturpakki
  • AMG-loftmótstöðupakki*

  Smelltu á og dragðu

  Veldu tvær útbúnaðarútfærslur og færðu svo sleðann til að bera þær saman.

  Breyta útbúnaðarútfærslu
  Velja útbúnaðarútfærslu

  Veldu tvær útbúnaðarútfærslur til að bera þær saman.

  • Staðalbúnaður
  • AMG-næturpakki
  • AMG-loftmótstöðupakki*
  • Staðalbúnaður
  • AMG-næturpakki
  • AMG-loftmótstöðupakki*
  *Aðeins með AMG-næturpakka.

  Afköst


  Kick-off.

  Upplifðu fullkomið samspil afkasta, vinnslu og akstursgetu - gefðu bara í.

  Afköst


  Kick-off.

  Upplifðu fullkomið samspil afkasta, vinnslu og akstursgetu - gefðu bara í.

  AMG 2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu

  Hjartað í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC er 2,0 lítra fjögurra strokka AMG-vél með 225 kW (306 hö.). Twinscroll-afgasþjappan skilar snöggum viðbrögðum þegar snert er við eldsneytisgjöfinni.

  Auk þess státar drifið af miklum togkrafti (400 Nm) og óvenjumiklum snúningskrafti. Það sameinar frábær viðbrögð á lágum snúningshraða og mikla aflaukningu við mikinn snúning og stuðlar þannig að skemmtilegum akstri við allar aðstæður.

  AMG SPEEDSHIFT DCT 8G
  Þessi gírkassi með tvöfaldri kúplingu umbreytir snerpu AMG-forþjöppuvélarinnar í tæra akstursánægju og býður upp á skiptingar líkt og í kappakstursbíl, en hann getur einnig lagt áherslu á þægilegar skiptingar.

  Með RACE START-eiginleikanum verður hröðun úr kyrrstöðu eins og best verður á kosið. Kveikjurof að hluta þegar sett er í hærri gír og sjálfvirk eldsneytisgjöf á milli skiptinga þegar sett er í lægri gír bjóða upp á magnaða hljóðupplifun, sérstaklega í aksturskerfinu S+. Þannig færðu það besta úr tveimur heimum.

  AMG Performance 4MATIC
  Viðbragðsgott AMG Performance 4MATIC-fjórhjóladrifið með breytilegri afldreifingu umbreytir framúrskarandi afköstum vélarinnar í sem best hlutföll afls, togs og skilvirkni.

  Fjöldiskakúpling og sérhönnuð raf- og vélknúin AMG-gangstilling gera kleift að notast við síbreytilega dreifingu á snúningsvægi til drifhjóla miðað við akstursaðstæður. Útkoman er samspil framúrskarandi daglegs notagildis, skemmtilegra aksturseiginleika á götunni og jafnrar torfærugetu.

  AMG RIDE CONTROL-fjöðrun
  AMG RIDE CONTROL-fjöðrunin er aukabúnaður sem eykur akstursgetu bílsins enn frekar og leggur grunninn að gríðarlegum afköstum. Stillanleg fjöðrunin býður upp á breitt svið milli þægilegs og sportlegs aksturs.

  Ökumaður velur á milli „Comfort“, „Sport“ eða „Sport+“ með einum hnappi og eiginleikar undirvagnsins breytast þá á svipstundu. Með „Comfort“ fæst gott jafnvægi fjöðrunareiginleika á meðan „Sport“ og „Sport+“ gera fjöðrunina stífari í sportlegum akstri. Þitt er valið!

   Rafræn þriggja þrepa stöðugleikastýring (ESP®)

   Myndin sýnir rafrænu þriggja þrepa stöðugleikastýringuna (ESP®).

   Þriggja þrepa stöðugleikastýringin ESP® veitir bæði öryggi og ánægju í akstri, því hægt er að stilla aksturseiginleikana. Bílstjórinn notar ESP®-hnappinn til að velja á milli þriggja einstaklingssniðinna kerfa sem stjórna hegðun og inngripum ESP®-kerfisins: „ESP® ON” gefur mikið öryggi, „ESP® SPORT HANDLING MODE” fyrir sportlegt aksturslag með auknu snúningsvægi á afturási og „ESP® OFF” þegar ekið er á lokuðum brautum. Í AMG-mælaborðinu sést hvaða kerfi er virkt á hverjum tíma.

   Öflugur AMG-hemlabúnaður

   Á myndinni er öflugur AMG-hemlabúnaður.

   Hver sem eykur hraðann hratt vill einnig jafn snöggt hægja á sér. Öflugur AMG-hemlabúnaðurinn með silfurlituðum hemlaklöfum og svartri AMG-áletrun að framan passar fullkomlega við aflmikið drifið. Hann hemlar af mikilli nákvæmni og þolir mikið álag.

   AMG DYNAMIC SELECT-aksturskerfi

   Myndin sýnir AMG DYNAMIC SELECT-aksturskerfi.

   Með aksturskerfum AMG DYNAMIC SELECT ertu með þinn eigin persónulega kappakstursverkfræðing um borð í bílnum. Allt eftir aðstæðum eða stemningu eykurðu sportlega eiginleika bílsins. Auk fyrirfram skilgreindra stillinga er einnig hægt að búa til sína eigin samsetningu – til dæmis kraftmikla stillingu drifs ásamt þægindamiðuðu stýri. Öll aksturskerfin eru einn sett fram á sjónrænan hátt. Allt eftir því hvaða aksturskerfi er í gangi birtist sérstakt tákn á AMG-mælaborðinu. Auk þess birtist sprettigluggi á margmiðlunarskjánum þegar skipt erum um aksturskerfi.

   AMG TRACK PACE

   Á myndinni er AMG TRACK PACE í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

   AMG TRACK PACE, sem er fáanlegt sem aukabúnaður, virkar eins og persónulegur akstursþjálfari. Virknin er innbyggð í MBUX-kerfið og greinir getu bílstjórans í því skyni að bæta hana markvisst. Ef bíllinn er búinn MBUX-viðbótarveruleika, sem er aukabúnaður, er til dæmis hægt að sýna bestu línuna á myndinni af kappakstursbrautinni.

   Samanburður á vélargerðum


   Hjartað í AMG-drifinu er vélin.

   Samanburður á vélargerðum


   Hjartað í AMG-drifinu er vélin.

   Myndin sýnir vélina í nýja Mercedes-AMG GLA 35 4MATIC.

   Velja vél

   • Beinskipting
   • Sjálfskipting

   Dísel

   Bensín (Super, Super Plus)

   Annað val

   Dísel

   Bensín (Super, Super Plus)

   Annað val

   Bera saman

   • Beinskipting
   • Sjálfskipting

   Dísel

   Bensín (Super, Super Plus)

   Annað val

   Dísel

   Bensín (Super, Super Plus)

   Annað val

   Berðu saman mismunandi vélargerðir Mercedes-Benz GLA.
   Loka

   Berðu saman vélargerðir.

   Veldu tvær vélargerðir til að bera tæknilegar upplýsingar þeirra saman með beinum hætti.

   Velja vél
   Bera saman
   Bera saman

   Velja