Þægindi.

Gerir öll svæði að þægindasvæðum.

Myndin sýnir hönnun innanrýmis í nýja Mercedes-Benz GLA með stemningslýsingu.

Kynntu þér hápunkta GLA af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir ytra byrði nýja Mercedes-Benz GLA.

Langar þig til að kynnast GLA betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Hápunktar þæginda


Gerir öll svæði að þægindasvæðum.

Nýi GLA er útbúinn öllu sem getur gert aksturinn enn þægilegri. Í innanrýminu koma saman mikil rýmistilfinning, sportlegheit og efni í hæsta gæðaflokki. Þessi nýi sportjeppi er nú notadrýgri en nokkru sinni fyrr og lagar sig ávallt að þínum þörfum.

Hápunktar þæginda


Gerir öll svæði að þægindasvæðum.

Nýi GLA er útbúinn öllu sem getur gert aksturinn enn þægilegri. Í innanrýminu koma saman mikil rýmistilfinning, sportlegheit og efni í hæsta gæðaflokki. Þessi nýi sportjeppi er nú notadrýgri en nokkru sinni fyrr og lagar sig ávallt að þínum þörfum.

Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLA.

Einstaklega rúmgóður.

Einstaklega rúmgóður.

Þú þarft pláss fyrir líf þitt. Nýi GLA er úthugsaður niður í minnstu smáatriði og býður nú upp á enn meira notagildi fyrir allt sem þú tekur þér fyrir hendur.

    Myndin sýnir nýja Mercedes-Benz GLA með opnu farangursrými.

    EASY-PACK með HANDS-FREE ACCESS

    Með EASY-PACK-afturhleranum geturðu opnað og lokað farangursrýminu rafdrifið: með aðeins einum hnappi. Með HANDS-FREE ACCESS (fæst aðeins með KEYLESS-GO-þægindapakkanum) opnast og lokast afturhlerinn meira að segja án snertingar. Því skynjari greinir fótahreyfingar þínar og opnar afturhlerann sjálfkrafa.

    Myndin sýnir framsæti Mercedes-Benz GLA með loftræstingu.

    Loftræsting í sæti

    Þægindi með einum hnappi. Loftræsting í sæti gerir hverja ferð umtalsvert ljúfari. Á köldum dögum hitar sætishitunin upp sætisfletina, en á heitum dögum kælir loftræsting sætanna þau niður og minnkar um leið raka.

    Myndin sýnir nýja Mercedes-Benz GLA með opna fremri farþegahurð.

    Þægilegt að setjast inn

    Þægindin hefjast þegar verið er að setjast inn. Stórt og vítt hurðaropið í GLA auðveldar manni að setjast inn í bílinn og gerir ferðina þægilega frá fyrsta augnabliki.

    Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLA.
    Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLA.
    Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLA.

    Færa má aðra sætaröðina fram og aftur

    Færa má aðra sætaröðina fram og aftur

    Stækkar í takt við þínar þarfir: Færa má aðra sætaröðina fram og aftur.

    MBUX


    Gaman að kynnast þér.

    Það má alltaf tala við MBUX: Þetta stjórnkerfi frá Mercedes-Benz notast við margmiðlun og er framsækið, gagnvirkt og snjallt. Og tengir þig við stafræna veröld þína.

    MBUX


    Gaman að kynnast þér.

    Það má alltaf tala við MBUX: Þetta stjórnkerfi frá Mercedes-Benz notast við margmiðlun og er framsækið, gagnvirkt og snjallt. Og tengir þig við stafræna veröld þína.

    Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLA.
      Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLA.

      Snertistjórnun

      Í nýja GLA er MBUX-kerfinu stjórnað á einfaldan og aðgengilegan hátt. Þú ákveður hvernig er þægilegast að stjórna: með snertifletinum í miðstokknum, með snertihnöppunum á stýrinu eða með snertiskjánum. Allir innsláttarmöguleikarnir eru samtengdir á hugvitsamlegan hátt, svo þú nýtur ávallt sveigjanleika.

      Myndin sýnir skjá nýja Mercedes-Benz GLA.

      LINGUATRONIC-raddstýring

      Hlýðir gjarnan á þig: Virkjaðu LINGUATRONIC-raddstýringuna með raddhnappinum á stýrinu eða með því einfaldlega að segja „Hey Mercedes“. Þannig geturðu nýtt þér marga möguleika MBUX án þess að taka hendur af stýri. Þetta er bæði öruggara og þægilegra.

      Myndin sýnir margmiðlunarskjá nýja Mercedes-Benz GLA.

      MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi

      Rataðu enn betur í umferðinni. MBUX-viðbótarveruleiki lætur myndræna leiðsögn blandast saman við lifandi myndir. Þannig ertu fljótari að fá yfirsýn yfir umhverfið í kring.

      Myndin sýnir margmiðlunarskjá nýja Mercedes-Benz GLA.

      MBUX-innanrýmisaðstoð

      Njóttu snertilausrar stjórnunar: Þetta nýstárlega kerfi greinir og les úr hreyfingum handa og handleggja. Þannig er hægt að framkvæma tilteknar aðgerðir bókstaflega með einu handtaki. Kerfið greinir á milli ökumanns og farþega – svo tryggt sé að hver og einn stjórni réttum valmyndum.

      Tengimöguleikar


      Allt tengist.

      Nýi GLA-bíllinn tengist stafrænni veröld þinni.

      Tengimöguleikar


      Allt tengist.

      Nýi GLA-bíllinn tengist stafrænni veröld þinni.

        Myndin sýnir virkni þráðlausrar hleðslu og tengingar í nýja Mercedes-Benz GLA.

        Þráðlaus hleðsla og tenging

        Snjallsíminn er innan seilingar á sínum stað í miðstokknum þar sem hann er hlaðinn þráðlaust. Óháð gerð og tegund símans. Þannig verður aksturstími að hleðslutíma.

        Myndin sýnir tengingu fyrir snjallsíma í nýja Mercedes-Benz GLA.

        Tenging fyrir snjallsíma

        Tengingin fyrir snjallsíma tengir farsímann við margmiðlunarkerfið í gegnum Apple® CarPlay® og Android Auto®. Þannig færðu þægilegan aðgang að helstu forritum snjallsímans þíns. Þú getur einnig notað forrit frá völdum þriðju aðilum á fljótlegan og einfaldan hátt.

        Þráðlaus hleðsla með Qi-staðli fyrir samhæfa farsíma.

        Þægindabúnaðarpakkar


        Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

        Þægindabúnaðarpakkar


        Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

        ENERGIZING Plus-pakkinn

        Fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit.

        ENERGIZING-pakkinn

        Nýi GLA getur endurnært þig og þannig gert ferðina einstaklega þægilega.

        Multicontour-sætapakki

        Multicontour-sætið býður upp á framúrskarandi þægindi.

        MBUX Innovation-pakkinn

        MBUX Innovation-pakkinn aðstoðar þig með þægilegu og aðgengilegu viðmóti.

        Farangursrýmispakki

        Farangursrýmispakkinn býður upp á enn meira pláss, skipulag og öryggi.

        Þægindaaukabúnaður


        Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

        Þægindaaukabúnaður


        Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

          Multicontour-sætapakki

          Myndin sýnir nýja Mercedes-Benz GLA með Multicontour-sætapakka.

          Multicontour-sætapakkinn lagar sætið að þér með því að dæla lofti í eða úr sætishliðum. Séu sætishliðar færðar sérlega þétt saman eykur það hliðarstuðning fyrir sportlegan akstur. Uppblásanlegir hlutar sætisins virka á hinn bóginn eins og nudd fyrir mjóbakið. Bakinu á þér er sýnd sú virðing sem það á skilið.

          Sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC

          Myndin sýnir virkni sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfisins THERMOTRONIC í nýja Mercedes-Benz GLA.

          THERMOTRONIC stjórnar hitastiginu á tveimur svæðum. Þannig geta ökumaður og farþegi í framsæti stillt á það hitastig sem hentar hvorum fyrir sig. Ekki þarf að aðlaga stillinguna því næmir skynjarar greina breyttar aðstæður, eins og sólskin.

          Stýrishitun

          Myndin sýnir aðgerðastýri með stýrishitun í nýja Mercedes-Benz GLA.

          Fyrir ótrúleg þægindi undir stýri – upphitað aðgerðastýrið dekrar við þig með þægilegum yl á köldum dögum. Hendur þínar hlýna hratt og vel þar sem upphitunin í stýrinu er óháð kyndingu bílsins.