GLA.

Mátaðu þig við framtíðina.

Hápunktar ökutækisins


Hápunktar ökutækisins.

Uppgötvaðu heillandi eiginleika.

Hápunktar ökutækisins


Hápunktar ökutækisins.

Uppgötvaðu heillandi eiginleika.

Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-Benz GLA á bryggjusporði við hafið.
Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-Benz GLA á bryggjusporði við hafið.

Því meira sem er horft, því meiri karakter.

GLA einkennist af forvitni og ævintýraþrá. Með áberandi grilli og svipsterkum stuðara geislar hann nú af enn meiri krafti.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA á ferð í landslagi sem líkist eyðimörk.

Á ferðinni utan alfaraleiðar.

Meira grip, meiri stöðugleiki og enn fleiri möguleikar á malbiki og utan þess: ið 4MATIC er til í hvaða ævintýri sem er – og fæst með mörgum vélargerðum.

Ásýnd ökumannsrýmis í Mercedes-Benz GLA horft inn í stjórnrýmið.

Slepptu takinu. Og vertu í fullkomnu sambandi.

Njóttu einverunnar og deildu henni um leið með öllum. Í GLA er hægt að tengja snjallsímann fullkomlega við bílinn. Hægt er að stjórna eiginleikum og forritum í símanum eins og best verður á kosið.

Ásýnd opins farangursrýmis í Mercedes-Benz GLA á bryggjusporði við hafið.

Mikið kemst fyrir. Og uppgötva má enn meira.

Frá stórinnkaupum til lengra ferðalags – GLA er til í hvaða ævintýri sem er. Opnaðu farangursrýmið með hnappi eða jafnvel með því að spyrna við með fætinum.

Mercedes-Benz GLA: ekta utanvegabíll með yfirbragð sportbíls. Passar fullkomlega inn í þitt líf.

Eykur þægindin um 360°.

Hvort sem lagt er í stæði eða bíllinn færður til – fjórar innbyrðis tengdar myndavélar gefa manni raunverulega sýn á allt umhverfið. Fyrir minni áhyggjur og meiri hughrif.

Ytra byrði


Hönnun.

Sportlegasta torfærubifreiðin í sínum flokki.

Ytra byrði


Hönnun.

Sportlegasta torfærubifreiðin í sínum flokki.

 • Ytra byrði

  Dýrmætt innanrými nýs GLA.

  Myndin sýnir hliðarsvip Mercedes-Benz GLA.
  Mercedes-Benz GLA á bryggjusporði sýndur frá hlið.
  Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA að framan með næturpakka í stúdíói.
  Myndin sýnir afturhlið Mercedes-Benz GLA með næturpakka.
  Myndin sýnir framhlið Mercedes-Benz GLA með næturpakka í nærmynd.

  Dýrmætt innanrými nýs GLA.

  Fyrir þá sem þrá víðáttuna: Vertu velkomin/n í nýjan GLA. Það er ekki annað hægt en að dást að honum. Nýr GLA passar fullkomlega inn í líf þitt.

  Einstakir hápunktar í hönnun hins nýja GLA eru til dæmis varnarhlíf á undirvagni með upphleyptum tönnum, Powerdomes á vélarhlífinni og lakkið canyon beige. Það hljómar strax spennandi og lítur enn betur út. Þrjár hönnunarlínur eru í boði, Style, Urban og AMG.Þar að auki er hinn áberandi næturpakki í boði. Gefðu hugmyndum þínum einfaldlega lausan tauminn.

 • Innanrými

  Innanrými GLA.

  Ökumannsrými Mercedes-Benz GLA séð frá hlið.
  Myndin sýnir stjórnrými Mercedes-Benz GLA með Exclusive-þægindapakka.
  Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLA með Exclusive-þægindapakka.
  Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLA með Exclusive-þægindapakka.
  Nærmynd af stýrinu í Mercedes-Benz GLA.
  Nærmynd af skrauteiningum í Mercedes-Benz GLA.
  Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLA frá sjónarhorni ökumanns.

  Innanrými GLA.

  Fyrir alla sem þrá stundum víðáttuna: Velkomin/n í nýja GLA. Taktu krók framhjá umferðarteppum með leiðsögu í rauntíma og leyfðu nútíma akstursaðstoðarkerfum að létta undir með þér svo um munar.

  Njóttu einverunnar og deildu henni um leið með öllum – það er alveg hægt: nútíma samskiptaþjónusta og sjálfstætt þróuð öpp tengja þig við allan heiminn, ef þú vilt. Sé þess óskað sjá tveir Exclusive pakkar um að þér líði vel. Þú getur valið um glæsilega aukahluti og sportsæti eða þægindasæti í svörtu buffaló leðri. Þú stígur inn, en stígur helst aldrei aftur út.

  Útbúnaður er tiltækur samkvæmt vélargerð og valinni samsetningu. Upplýsingarnar er að finna í viðkomandi upplýsingum um útbúnað.

Mercedes-Benz Intelligent Drive


Afkastaaukandi þægindi og fyrirmyndaröryggi.

Mercedes-Benz Intelligent Drive


Afkastaaukandi þægindi og fyrirmyndaröryggi.

Nýr GLA léttir undir með þér svo um munar á ferðinni á álagstímum, á löngum næturakstri eða á vegum sem þú þekkir ekki. Á bak við þetta er tækni sem lætur hverja ferð í Mercedes-Benz vera örugga og einstaka. Þessi tækni kallast Mercedes-Benz Intelligent Drive. Tíminn sem þú notar undir stýri, er þinn tími. Tími til að slappa af. Tími til að fylla á tankinn. Með Mercedes-Benz Intelligent Drive verður ferðin afslöppuð og þú kemst örugglega á áfangastað.

Myndin sýnir LED High Performanceí Mercedes-Benz GLA.
Myndin sýnir LED High Performanceí Mercedes-Benz GLA.

Meira öryggi

Samhliða flottri ásýnd fylgir LED High Performance unum meira öryggi að nóttu til með víðri ljósdreifingu, sem er lík dagsljósi og lágri orkunotkun.

Myndin sýnir skjáinn í Mercedes-Benz GLA með mynd frá 360° myndavélinni.

Nú hefur maður allt í augsýn.

Leggðu bílnum áhyggjulaus. Bílastæðaaðstoðin og 360° myndavélin aðstoða þig við að finna bílastæði, fara í og úr stæði og færa bílinn til. 

Þú munt kunna að meta að sjá allan hringinn með 360°-myndavélinni auk þess að fá tölvugerða yfirsýn yfir bílinn og umhverfi hans ofan frá.

Myndin sýnir mælaborðið í Mercedes-Benz GLA.

Of lítið bil á milli ökutækja er helsta orsök alvarlegra óhappa.

Virk hemlunaraðstoð er stöðugt á verði fyrir þig og getur aðstoðað við að koma í veg fyrir alvarleg óhöpp vegna of lítillar fjarlægðar eða vegna skorts á athygli.

Kerfið varar þá sjónrænt og hljóðrænt við yfirvofandi árekstri. Ef þú beitir hemlunum ekki af nægum krafti í kjölfarið, getur kerfið aukið hemlunaraðstoðina ef aðstæður réttlæta slíkt.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA á ská aftan frá.

PRE-SAFE® varnarkerfi

PRE-SAFE® varnarkerfið hagnýtir sér tímann rétt á undan yfirvofandi slysi. Hið framsækna PRE-SAFE® Sound framkallar suð úr hátölurunum og setur af stað varnarviðbrögð: 

heyrn þín aftengir sig stutta stund og ver sig þannig fyrir skaðlegum hávaða frá árekstrinum.PRE-SAFE® getur strekkt á framsætabílbeltunum á rafrænan hátt til að minnka slaka sem er til staðar í beltinu. Þannig er hægt að lágmarka hreyfingu farþegans fram á við þegar bremsað er, eða þegar bíllinn slengist til, áður en yfirvofandi óhapp á sér stað. Í vissum tilfellum lokast hliðarrúður eða sóllúgan sjálfkrafa. Þar að auki getur farþegasætið færst í hentugri stöðu fyrir óhappið. Í heild getur búnaður PRE-SAFE® kerfisins dregið umtalsvert úr hættu á meiðslum.

Ásýnd margmiðlunarskjásins í Mercedes-Benz GLA með tengipakka fyrir snjallsíma.

Mælaborðið og síminn verða eitt.

Nýr GLA býður upp á margvíslega tengimöguleika við snjallsíma. Þar má nefna Apple CarPlay og Android Auto valbúnaðinn, en með því er auðvelt að fá viðmót og smáforrit símans upp á stóran margmiðlunarskjá bílsins.  

Mikilvægustu forritin eru studd sem og valin öpp, þar á meðal leiðsögukerfi.

Tækni með skilningsgáfu


Mercedes-Benz Intelligent Drive – Tæknin í nærmynd.

Afkastaaukandi þægindi og fyrirmyndaröryggi.

Tækni með skilningsgáfu


Mercedes-Benz Intelligent Drive – Tæknin í nærmynd.

Afkastaaukandi þægindi og fyrirmyndaröryggi.

Myndin sýnir mælaborð Mercedes-Benz GLA.

Árekstravörn

PRE-SAFE® kerfi

Fylgist með veginum fyrir þig.

Myndin sýnir DISTRONIC nálgunarvarann í Mercedes-Benz GLA.

DISTRONIC sjálfvirkur hraðastillir

ATTENTION ASSIST-athyglisvarinn

Veit hvenær er kominn tími á pásu.

Akreinavari

Varar þig við ef þú ferð óvart út af akreininni.

Blindsvæðisvari

Varar við ökutækjum í blinda blettinum.

Myndin sýnir virkni bílastæðaaðstoðar Mercedes-Benz.

Bílastæðaaðstoð

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Leikur einn að leggja.

Myndin sýnir mynd bakkmyndavélarinnar í Mercedes-Benz GLA.

Bakkmyndavél

Myndin sýnir tengipakka fyrir snjallsíma í Mercedes-Benz GLA.

Tengipakki fyrir snjallsíma

Myndin sýnir LED High Performanceí Mercedes-Benz GLA.

LED High Performance-

Vari sem lagar sig að aðstæðum

Meira öryggi í myrkri.

Aksturseiginleikar


Aksturseiginleikar.

Undirvagn – Margir valkostir fyrir alveg persónulega upplifun þína af GLA.

Nýr GLA brunar frelsinu feginn í gegnum beygjur, þyrlar upp ryki og er ávallt reiðubúinn í nýjar ævintýraferðir. Hann hefur margar hliðar og þú getur skerpt á þeim með einum hnappi.

Aksturseiginleikar


Aksturseiginleikar.

Undirvagn – Margir valkostir fyrir alveg persónulega upplifun þína af GLA.

Nýr GLA brunar frelsinu feginn í gegnum beygjur, þyrlar upp ryki og er ávallt reiðubúinn í nýjar ævintýraferðir. Hann hefur margar hliðar og þú getur skerpt á þeim með einum hnappi.

Þægindaundirvagn

Fyrir enn meiri þægindi.

Myndin sýnir DYNAMIC SELECT-hnapp á efra stjórnborði Mercedes-Benz GLA.

DYNAMIC SELECT

Undirvagn með aðlögunar

Fyrir valið á milli þæginda og .

Myndin sýnir undirvagn Mercedes-Benz GLA með 15 millimetra lækkun.

Undirvagn sem má lækka um 15 millimetra

Myndin sýnir stýringu Mercedes-Benz GLA.

Offroad-þægindaundirvagn

30 millímetrum hærri og því öflugri utan vega.

Sportlega lipur og þægilegur.


Nánar um útbúnað GLA:


Nánar um útbúnað GLA:

Tvær gerðir gírskiptingar – sem uppfylla allar kröfur.

Myndin sýnir nærmynd af gírstönginni í Mercedes-Benz GLA.

Tvær gerðir gírskiptingar – sem uppfylla allar kröfur.

GLA býr yfir sex gíra beinskiptingu sem staðalbúnað. Stuttar færslulengdir og gott viðbragð í stýri auka skemmtunina undir stýri og gefa beina og magnaða akstursupplifun. Þú finnur umtalsvert meiri þægindi í akstri ef þú óskar eftir sjálfskiptri 7G-DCT tví-kúplinga gírskiptingu. Skiptingin skiptir án sprengihlés í toginu og næstum því höggfrítt, en með sportlegum skiptiflipum í stýri geturðu ávallt stillt á handvirka gírskiptingu.

Útbúnaður er tiltækur samkvæmt vélargerð og valinni samsetningu. Upplýsingarnar er að finna í viðkomandi upplýsingum um útbúnað.

 • Sex gíra beinskipting

  Stuttar og beinar færslulengdir gera skiptingar snöggar og þægilegar í sex gíra beinskiptingunni. Kúplingshús úr áli leggur sitt af mörkum til að létta bílinn.

  • Innbyggð ECO start-stop virkni

  • Nett og mjög stuttbyggð

  • Stuttar og beinar færslulengdir og minni verkun krafta frá skiptingu

 • Sjö gíra sjálfskipting (valkvætt)

  Tví-kúplinga gírskiptingin sameinar þægindi sjö gíra sjálfskiptingar og akstursdýnamík handskiptingar. Hún er með snöggar og mjúkar skiptingar án sprengihlés í togi. Hægt er að stilla eiginleika skiptingar frá bensínsparnaði til sportlegs.

  • Þrjú aksturskerfi „Economy“, „Sport“ og „Manual“

  • DIRECT SELECT skiptiflipar

  • ECO start-stop virkni

four-wheel-drive


Heillandi grip 4MATIC fjórhjóladrifsins.

four-wheel-drive


Heillandi grip 4MATIC fjórhjóladrifsins.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA á ferð frá hlið.

Fjórhjóladrifið 4MATIC í Mercedes-Benz GLA keyrir ekki aðeins öll fjögur hjólin áfram eftir aðstæðum, heldur einnig ökumann hins nýja GLA til nýrra áfangastaða, fjarlægra staða og yfirgefinna fjarða. Fjórhjóladrifið fæst fyrir margar vélargerðir og gerir aksturinn öruggari og dýnamískari, ekki bara á malarvegum.

Yfirlit yfir heillandi grip:

 • Fjórhjóladrif 4MATIC

 • Spyrnustýring (ASR)®

 • Rafdrifið stöðugleikakerfi ESP®

.

Mercedes-AMG


Hreinræktuð hrifning.

Mercedes-AMG


Hreinræktuð hrifning.

Afköst í akstri. Raunsönn aksturs þökk sé dæmigerðu AMG DNA. Mercedes-AMG þróar ekki aðeins Performance-bíla og sportbíla, með Mercedes-AMG fylgir loforð: Loforð um að vera alltaf skrefinu á undan við að nýta tæknilega möguleika á hátt sem enginn leikur eftir. Svo til verði óviðjafnanlegir bílar fyrir óviðjafnanlega einstaklinga. Velkominn í veröld Mercedes-AMG.

Myndin sýnir AMG Performance-bíl GLA þar sem hann ekur undir flugvélarvæng.

Fyrir GLA er hægt að fá gerðina Mercedes-AMG GLA 45 4MATIC.

Mercedes-AMG GLA 45 4MATIC: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 8,5 l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: 193-193 g/km

Myndir og myndbönd


Myndir og myndbönd af GLA.

Myndir og myndbönd


Myndir og myndbönd af GLA.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA að 3/4framan á bryggjusporði.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA aftan frá á bryggjusporði.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA frá hlið á bryggjusporði.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA á ferð frá hlið að framan.
Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-Benz GLA