Hápunktar
GLC Coupé gætir öryggis þíns betur en nokkru sinni fyrr. Með snjöllum, forvirkum og áreiðanlegum hætti.
Hápunktar
GLC Coupé gætir öryggis þíns betur en nokkru sinni fyrr. Með snjöllum, forvirkum og áreiðanlegum hætti.


Aukið öryggi fyrir þig og þína. Akstursaðstoðarpakkinn.
Akstursaðstoðarpakkinn sameinar nútímaleg öryggis- og aðstoðarkerfi sem létta umtalsvert undir með ökumanni, draga úr slysahættu og geta aukið öryggi við nánast allar aðstæður.
Akstursaðstoðarpakkinn kemur einkum að góðum notum við einhæf akstursskilyrði eða aðstæður þar sem yfirsýn er takmörkuð. Til dæmis í umferðarteppum, á hringtorgum eða á gatnamótum. Pakkinn getur aðstoðað ökumanninn við að halda bílnum á réttri akrein eða í réttri fjarlægð, aðstoðað við að skipta um akrein, hemlað þegar hætta er á ferðum og dregið úr afleiðingum slysa.

Fjórar myndavélar geta gefið þér góða yfirsýn yfir umhverfi bílsins á margmiðlunarskjánum. Þannig fer ekkert framhjá þér þegar þú leggur bílnum, ekki heldur hindranir fyrir neðan gluggalínu.

Með eftirvagnsaðstoð verður leikur einn að aka með kerru.
Valfrjálsa eftirvagnsaðstoðin* hjálpar þér að bakka við jafnvel erfiðustu aðstæður. Fyrirhafnarlítið og af fyllsta öryggi, þökk sé nákvæmum skynjurum. Aðstoð sem kemur sér vel, ekki aðeins fyrir óvana ökumenn.
*Ekki má nota eftirvagnsaðstoðina á eftirvögnum með tengi sem kemur í veg fyrir að þeir sveiflist til hliðar.

Hér sérðu 84 lýsandi hápunkta á einum og sama stað.
MULTIBEAM LED-aðalljósin laga sig sjálfkrafa að umhverfinu hverju sinni og með 84 LED-ljósum lýsa þau akbrautina betur upp en nokkur hefðbundin aðalljós. Þannig geturðu komið auga á hættur enn fyrr.