Afreksíþróttamaður í búningi SUV-bíls.

Enn öflugri: Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ Coupé.

Afreksíþróttamaður í búningi SUV-bíls.

Enn öflugri: Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ Coupé.

 • Heimspekin

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC Coupé frá hlið að framan.

  Öflugur SUV-bíll með V8-krafti.

  Öflugur SUV-bíll með V8-krafti.

  Með Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ Coupé og hinni enn skapmeiri S-gerð er nú í fyrsta skipti hægt að fá millistóran SUV-bíl með afkastamikilli átta strokka vél með tveimur forþjöppum. Með þessu setur Mercedes-AMG enn einn nýjan mælikvarða á sviði afkastamikilla SUV-bíla.

  Það er ekki auðvelt verkefni að hanna SUV-bíl sem er bæði mjög sportlegur og einnig sérlega stöðugur í akstri. Mercedes-AMG hefur sett mikla ástríðu í að þróa þessa einstöku bíla og notað til þess áralanga uppsafnaða reynslu við hönnun og framleiðslu á SUV-bílum. Afraksturinn er SUV-bíll sem hægt er að aka af ítrustu nákvæmni og lipurð og býður einnig upp á hraðan hring á kappakstursbrautinni þegar tækifæri gefst.

 • Ytra byrði

  Myndin sýnir tilkomumikla framhlið Mercedes-AMG GLC Coupé.

  Sker sig úr: Svipsterk framhlið Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ Coupé með einkennandi AMG-klæðningu á grilli.

  Myndin sýnir tilkomumikla afturhlið Mercedes-AMG GLC Coupé.

  Stæltur baksvipurinn með breiðri aftursvuntu.

  Myndin sýnir hönnun ytra byrðis Mercedes-AMG GLC Coupé á ská að framan.

  Lengri hliðarsvipur með stórum álfelgum.

  Myndin sýnir tilkomumikla framhlið Mercedes-AMG GLC Coupé.

  Kraftalegur og sportlegur: Breið framsvunta.

  Myndin sýnir hönnun ytra byrðis Mercedes-AMG GLC Coupé á ská að aftan.

  Breiðar hliðarklæðningar láta Coupé-bílinn virðast lægri.

  Sterkur svipur.

  Sterkur svipur.

  Í hönnun ytra byrðisins ber mikið á framhliðinni: Sem fyrsti Mercedes-AMG Performance-SUV-bíllinn er GLC 63 4MATIC+ Coupé með einkennandi AMG-grill. Þetta hönnunaratriði undirstrikar kraftmikla hönnun bílsins. Breið framsvuntan sem er hönnuð eins og vængur á þotu og stór loftdreifari framan á gefa til kynna kraftinn sem býr í nýju gerðunum. Breiðari hjólaskálar að framan og aftan draga fram kraftmikið yfirbragðið.

  Breiðar hliðarklæðningar gefa Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ Coupé-bílnum lægra útlit og lengja heildarlínu hans. Á S-gerðinni skapa listar í möttum iridíumsilfurlit greinilegar andstæður. Stæltur afturhlutinn einkennist af breiðri aftursvuntunni og svörtum, riffluðum loftdreifaranum. Skrautið á loftdreifarabretti S-gerðarinnar er í möttum iridíumsilfurlit. Tvöföld, krómuð, hágljáandi og ferköntuð útblástursrör mynda úttak útblásturskerfisins.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC Coupé í útgáfunni Edition 1 frá hlið að framan.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Sérstök samsetning á útbúnaðaratriðum gerir sérútgáfuna Edition 1 að framverði GLC-flotans. Næturpakkinn í hágljáandi, svörtum lit leggur áherslu á að Edition 1 á uppruna sinn að rekja til kappakstursbrautarinnar. Sportlegar rendur á hliðum bílsins eru útfærðar í samræmi við litinn á lakkinu og eftir gerðum í gulum eða grafítgráum lit. Mattsvartar þrýstimótaðar 53,3 sentímetra (21 tommu) felgur með krossörmum eru með gular eða gljáfægðar felgubrúnir til áhersluauka. Loftmótstöðupakkinn sækir einnig innblástur til akstursíþrótta.

 • Innanrými

  Myndin sýnir stjórnrými Mercedes-AMG GLC Coupé með stemningslýsingu.

  Sportlegt stjórnrými með stemningslýsingu.

  Myndin sýnir AMG-mælaborð í Mercedes-AMG GLC Coupé með rauðum áherslum.

  AMG-mælaborð með rauðum áherslum.

  Myndin sýnir AMG-lista í hurðarfölsum Mercedes-AMG GLC Coupé.

  AMG-listar í hurðarfölsum taka vel á móti þér.

  Stemning.

  Stemning.

  Innanrýmið undirstrikar framúrskarandi aksturseiginleika Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ Coupé. Í staðalútgáfunni umfaðma AMG-sæti í ARTICO-leðurlíki ásamt DINAMICA-örtrefjaefni bæði ökumann og farþega. Mælaborðið er einnig klætt með svörtu ARTICO-leðurlíki með skrautsaumum í andstæðum lit. Skraut úr áli undirstrikar vandað yfirbragðið.

  S-gerðin er auk þess með enn umfangsmeiri útbúnaðarpakka, til dæmis Performance-stýri í svörtu Nappa-leðri / DINAMICA-örtrefjaefni með „klukkan 12“-merki og kristalgráum andstæðusaum, AMG-merki á höfuðpúðum að framan í tengslum við leðurútfærslu og AMG-mælaborði með rauðum áherslum.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Myndin sýnir stjórnrými Mercedes-AMG GLC Coupé.

  Innanrými Edition 1: AMG Performance-stýri í svörtu Nappa-leðri / DINAMICA-örtrefjaefni.

  Myndin sýnir sportsæti Mercedes-AMG GLC Coupé.

  Innanrými Edition 1: AMG-sæti í Nappa-leðri.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Kappaksturstilfinningin heldur áfram í vönduðu innanrými Edition 1. AMG-sætin eru klædd með svörtu Nappa-leðri og með gula skrautsauma í sérstöku tíglamynstri. Svart Nappa-leður með gula skrautsauma skreytir einnig miðhluta hurðanna, armpúðana og miðstokkinn. Frekara gult skraut er á mælaborði, gólfmottum og AMG Performance-stýrinu sem er flatt að neðan, klætt DINAMICA-örtrefjaefni og með „klukkan 12“-merkingu. Við það bætist AMG-skraut í möttu kolefnissvörtu/ljósu áli slípuðu langsum. Hægt er að fá AMG Performance-sæti með tíglaskreytingu og gulum skrautsaumum sérstaklega fyrir Edition 1 (í S-gerðinni með „Edition 1 með gulum sportröndum á ytra byrði“).

 • Tækni

  Afl og kraftur.

  Myndin sýnir vél Mercedes-AMG GLC Coupé.
  Myndin sýnir aflrás Mercedes-AMG GLC Coupé.
  Myndin sýnir aksturskerfið „RACE“ í AMG DYNAMIC SELECT á skjá margmiðlunarkerfisins í Mercedes-AMG GLC Coupé.

  Hrein snerpa: AMG DYNAMIC SELECT í „Race“-stillingu.

  Afl og kraftur.

  Í fyrsta sinn er nú hægt að fá meðalstóran SUV-bíl með öflugri átta strokka vél með tveimur forþjöppum í tveimur afkastaflokkum. Grunnurinn er AMG 4,0 lítra V8-vél með XXX kílóvött(XXX hö.) eða XXX kW (XXX hö.) fyrir S-gerð. Performance-Coupé-bílarnir eru með stillanlega loftfjöðrun á undirvagni, AMG Performance 4MATIC+ fjórhjóladrif með fullri dreifingu á snúningsvægi, mismunadrif með driflæsingu á afturöxli og öflugt hemlakerfi. Óviðjafnanleg aksturstilfinning með AMG DYNAMIC SELECT. Fjögur aksturskerfi eru í boði, allt frá þægilegu og sparneytnu til afar sportlegs aksturs. Það er auðvelt að geta sér til um á hvaða stillingu þú kemur í mark.

  Aksturskerfið „RACE“ er hannað fyrir afköst á kappakstursbrautinni (aðeins í Mercedes-AMG S-gerðinni). Bíllinn er einstaklega sportlegur þegar kemur að snerpu, snúningshraða og hraða skiptingarinnar.