Afreksíþróttamaður í búningi jepplings.

Enn öflugri: Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+.

Afreksíþróttamaður í búningi jepplings.

Enn öflugri: Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+.

 • Heimspeki

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC frá hlið.

  Performance-jepplingur með V8-getu

  Performance-jepplingur með V8-getu

  Með Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og enn skapmeiri S-gerðinni er í fyrsta sinn fáanlegur meðalstór jepplingur með öfluga átta strokka vél með tvær forþjöppur. Með þessu setur Mercedes-AMG enn einn nýjan mælikvarða á sviði afkastamikilla Performance-jepplinga.

  Það er ekki auðvelt verkefni að hanna jeppling sem er bæði mjög sportlegur og einnig sérlega stöðugur í akstri. Mercedes-AMG hefur sett mikla ástríðu í að þróa þessi alveg einstöku bíla og notað til þess áralanga uppsafnaða reynslu við að búa til jepplinga. Þannig er kominn fram jepplingur sem hægt er að aka af ítrustu nákvæmni og lipurð og býður upp á hraðan hring á kappakstursbrautinni ef vill.

 • Ytra byrði

  Myndin sýnir framan á Mercedes-AMG GLC.

  Svipsterkur: Framhlið Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ með AMG-klæðningu á grilli.

  Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLC.

  Vöðvastæltur skutur með skarpar þakbrúnir.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC frá hlið.

  Glæsileg innkoma með léttmálmsfelgur.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC frá hlið að framan.

  Tjáningarríkt: breið framsvunta.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC frá hlið að aftan.

  Hliðarmyndin leggur áherslu á áhrifamikla snerpu.

  Áhrif. Sterkur.

  Áhrif. Sterkur.

  Í hönnun ytra byrðisins ber mikið á framhliðinni: GLC 63 4MATIC+ er fyrsti Mercedes-AMG Performance-jepplingurinn sem er með AMG-klæðningu á grilli. Þetta hönnunaratriði undirstrikar hina sífellt snarplegu hönnun þessa nýja, afkastamikla jepplings. Breið framsvuntan sem er hönnuð eins og vængur á þotu og með stóra vindskeið gefur vísbendingu um hinar kraftmiklu nýju gerðir á áhrifamikinn hátt. Breiðari hjólaskálar að framan og aftan draga fram aflmikla frammistöðu.

  Breiðir sílsalistarnir gefa jepplingnum lægra útlit og lengja heildarlínu hans. Á S-gerðinni skapa listar í möttum iridíumsilfurlit greinilegar andstæður. Kraftalegur skuturinn er valdmannslegur vegna breiðrar aftursvuntu og vindskeiðar sem skreytt er með svörtum lit. Skrauteiningin á dreifi S-módelsins er í möttum iridíumsilfurlit. Tvöföld, krómuð, hágljáandi og ferköntuð útblástursrör mynda úttak pústkerfisins.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Myndin sýnir Edition 1-útgáfu Mercedes-AMG GLC frá hlið að framan.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Sérstök samsetning á útbúnaðaratriðum gerir sérútgáfuna Edition 1 að framverði GLC-bílaflotans. Næturpakkinn í hágljáandi, svörtum lit leggur áherslu á að Edition 1 á uppruna sinn að rekja til kappakstursbrautarinnar. Sportlegar rendur á hliðum bílsins eru útfærðar í samræmi við litinn á lakkinu og eftir gerðum í gulum eða grafítgráum lit. Mattsvartar þrýstimótaðar 53,3 cm (21 tommu) felgur með krossörmum eru með gular eða gljáfægðar felgubrúnir til áhersluauka. Loftmótstöðupakkinn sækir einnig innblástur til akstursíþrótta.

 • Innanrými

  Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLC.

  AMG-sæti sem gefa besta mögulega stuðning.

  Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLC með stemningslýsingu.

  Stemningslýsing fyrir sérstakt andrúmsloft.

  Myndin sýnir mælaborð Mercedes-AMG GLC.

  Andrúmsloft eins og í kappakstursbíl: Mælaborð með „Carbon“-útlit.

  Myndin sýnir lista í hurðarfalsi Mercedes-AMG GLC.

  AMG í hverju smáatriði: Listar í hurðarfölsum.

  Kappakstursíþrótt. Tilfinning.

  Kappakstursíþrótt. Tilfinning.

  Innanrýmið undirstrikar leiðandi aksturseiginleika gerðanna Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+. Í staðalútgáfunni umfaðma AMG-sæti í ARTICO-leðurlíki ásamt örtrefjaefninu DINAMICA bæði bílstjóra og framsætisfarþega. Mælaborðið er einnig klætt með svörtu ARTICO-leðurlíki með skrautsaumum. Skrautatriði úr áli undirstrika glæsileg áhrifin.

  S-gerðin er auk þess með enn umfangsmeiri útbúnaðarpakka, til dæmis AMG Performance-stýri í svörtu Nappa-leðri / DINAMICA-örtrefjaefni með „klukkan 12“-merki og kristalgráum andstæðusaum, AMG-merki á höfuðpúðum að framan í tengslum við leðurútfærslu og AMG-mælaborði með rauðum áherslum.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Myndin sýnir stjórnrými Mercedes-AMG GLC.

  Ávallt sportlegt: Stjórnrýmið í Edition 1.

  Sérútgáfan Edition 1.

  Innanrými Edition 1 með sérstakt útlit sitt gefur sterklega til kynna kappaksturstilfinningu. AMG-sætin eru klædd í svart nappa-leður og með gula skrautsauma í sérstöku tíglamynstri. Svart nappa-leður með gula skrautsauma skreytir einnig miðhluta hurðanna, armhvílurnar og miðjustokkinn. Frekara gult skraut er á sambyggðu mælaborði, gólfmottum og AMG Performance stýri sem er með flata neðri brún í DINAMICA-örtrefjaefni með klukkan-12-merkingu. Við bætast AMG-skrauteiningar í möttu kolefnissvörtu /áli með bjartri langslípun. Hægt er að fá AMG Performance-sæti með tíglaskreytingu og gulum skrautsaumum sérstaklega fyrir Edition 1 (staðalbúnaður í S-gerðinni með „Edition 1 með gulum sportröndum á ytra byrði“).

 • Tækni

  Akstur. Upplifun.

  Myndin sýnir vél Mercedes-AMG GLC.
  Myndin sýnir aflrás Mercedes-AMG GLC.
  Myndin sýnir aksturskerfið „RACE“ í AMG DYNAMIC SELECT á skjá margmiðlunarkerfisins í Mercedes-AMG GLC.

  Hrein snerpa: AMG DYNAMIC SELECT í „Race“-stillingu.

  Akstur. Upplifun.

  Í fyrsta sinn er nú hægt að fá meðalstóran jeppling með öfluga 8 strokka vél með tvöfalda forþjöppu í tveimur afkastaflokkum. Grunnurinn er AMG 4,0 lítra V8-vél með XXX kW<p>Upplýsingar um uppgefið afl og tog samkvæmt reglugerð (EB) nr. 715/2007 í gildandi útgáfu.</p> (XXX hö.) eða XXX kW<p>Upplýsingar um uppgefið afl og tog samkvæmt reglugerð (EB) nr. 715/2007 í gildandi útgáfu.</p> (XXX hö.) í S-gerðinni. Performance-jepplingarnir eru með stillanlega loftfjöðrun á undirvagni, AMG Performance 4MATIC+ fjórhjóladrif með fullri dreifingu á snúningsvægi, mismunadrif með driflæsingu á afturöxli og öflugt hemlakerfi. AMG DYNAMIC SELECT sér um að veita óviðjafnanlega aksturstilfinningu: Fjögur aksturskerfi eru tiltæk, allt frá þægilegu og hagkvæmu yfir í ýtrustu sportleg akstursafköst. Það er auðvelt að geta sér til um á hvaða stillingu þú kemur í mark.

  Akstursforritð „RACE“ er hannað fyrir afköst á kappakstursbrautinni (aðeins í Mercedes-AMG S-gerðinni). Bíllinn vekur athygli vegna mesta sportleikans þegar kemur að snerpu, snúningshraða og hraða skiptingarinnar.