Akstursaðstoð og öryggi

Umferðarskiltavari

Akstursaðstoð og öryggi

Umferðarskiltavari

Myndin sýnir virkni virks umferðaskiltavara í sambyggðu mælaborði Mercedes-Benz GLC SUV.
Spila aftur
Myndin sýnir tákn virks umferðaskiltavara íMercedes-Benz GLC SUV þegar ekið er inn á móti réttri akstursstefnu.
Spila aftur

Myndavélin og leiðsögukerfið eru alltaf með leyfðan hámarkshraða á hreinu – þannig ertu alltaf með gildandi hraðatakmörkun á hreinu þó þú keyrir um heilan skóg af skiltum. Þetta er ekki aðeins þægilegt, heldur eykur líka öryggið í daglegum akstri.

Umferðarskiltavarinn sýnir líka viðbótarskilti, eins og hraðareglur þegar bleyta er á veginum – kerfið veitir aðvörun jafnvel þegar rúðuþurrkurnar eru í gangi. Hafi varinn greint hraðatakmörkun er hægt að setja hraðann inn með því að þrýsta á takka á stýrinu. Ásamt virka hraðatakmörkunarvaranum er að auki hægt að setja hraðann sjálfkrafa inn. Einnig má lesa um framúrakstursbann á þeim spotta sem þú ert staddur á í mælaborðinu eða á margmiðlunarskjánum.

Enn meiri ávinningur í öryggi eru svo myndavéla- og radarkerfin í akstursstoðkerfispakkanum. Í slíkum tilfellum getur varinn jafnvel varað við gangandi vegfarendum á gangbraut.

Umferðarskiltavarinn og einstaka virkni er ekki tiltæk í öllum löndum. Sjónræn og hljóðræn viðvörun við innkeyrslu á röngum stöðum er íaugnablikinu eingöngu í boði í Þýskalandi.