Þægindi.

Innanrýmið gegnir aðeins einu hlutverki: Að gera aksturinn eins þægilegan fyrir þig og kostur er.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLC SUV.

Kynntu þér hápunkta GLC af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLC SUV að aftan.

Langar þig til að kynnast GLC betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Stafrænt stjórnrými


Sestu inn. Nýr GLC hefur frá mörgu að segja.

Glæný og nýstárleg leið til að stjórna bílnum. Einfalt og aðgengilegt nýtt MBUX
margmiðlunarkerfi.

Stafrænt stjórnrými


Sestu inn. Nýr GLC hefur frá mörgu að segja.

Glæný og nýstárleg leið til að stjórna bílnum. Einfalt og aðgengilegt nýtt MBUX
margmiðlunarkerfi.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLC SUV.
Myndbandið sýnir virkni MBUX-margmiðlunarkerfisins (Mercedes-Benz User Experience) í Mercedes-Benz GLC SUV.
Spila aftur

Að loknum frágangi á efni er mögulegt að breytingar hafi verið gerðar á vörunni.

    Myndin sýnir margmiðlunarskjáinn í Mercedes-Benz GLC SUV.

    Snertistjórnun MBUX

    Svo heillandi að maður vill varla sleppa fingrunum af þeim. Með snertistjórnun MBUX getur þú valið nákvæmlega hvað viðmótið á að sýna og hvernig þú vilt stjórna því. Með sama þægilega hætti og í snjallsímanum. Til dæmis með handahreyfingum á snertifletinum, með snertihnöppunum á stýrinu eða á snertiskjánum. Þitt er valið.

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLC SUV.

    MBUX-raddstýring

    Það er alltaf best að tala saman. GLC er fáanlegur með upplýsinga- og afþreyingarkerfinu MBUX (Mercedes Benz User Experience) sem býður upp á einfalda og þægilega raddstýringu. Hann skilur talað mál og svarar á hreint ótrúlega eðlilegan hátt. Þú þarft aðeins að segja tvö orð: „Hey Mercedes“. Og GLC leggur við hlustir.

    Myndin sýnir Head-up-Display í Mercedes-Benz GLC SUV.

    Head-up-Display

    Horfðu alltaf fram veginn: Með aukabúnaðinum Head-up-Display breytir þú framrúðu GLC í glæsilegan stafrænan skjá. Hér hefur þú allar helstu upplýsingar beint fyrir augum í háskerpu og lit. Án þess að taka augun af veginum. Þannig getur þú alltaf haft hugann við aksturinn.

    Myndin sýnir miðstokkinn í Mercedes-Benz GLC SUV.

    Þráðlaus hleðsla

    Engar snúrur. Engar áhyggjur. Og rafhlaðan alltaf fullhlaðin. Í GLC er hægt að hlaða samhæfa snjallsíma þráðlaust. Aðeins þarf að leggja símann á þar til gerðan hleðsluflöt í miðstokknum. Margmiðlunarkerfið ber þá sjálfkrafa kennsl á farsímann og hleðsla hefst. Kerfið greinir öll samhæf tæki, óháð gerð og framleiðanda.

    Myndin sýnir margmiðlunarskjáinn í Mercedes-Benz GLC SUV.

    Tenging fyrir snjallsíma

    Í GLC getur þú stjórnað snjallsímanum þínum alveg án snertingar. Þegar síminn hefur verið tengdur með Bluetooth, NFC eða USB-snúru birtast forrit og eiginleikar símans á margmiðlunarskjánum þar sem hægt er að stjórna þeim á þægilegan hátt með raddstýringu eða snertiflötum.

    Aksturseiginleikar


    Svona ekur aðeins GLC.

    Skynvæddur drifbúnaður, fjórhjóladrif og rafvæddar vélar. Allt þetta er í boði fyrir GLC.

    Aksturseiginleikar


    Svona ekur aðeins GLC.

    Skynvæddur drifbúnaður, fjórhjóladrif og rafvæddar vélar. Allt þetta er í boði fyrir GLC.

    • Skynvæddur drifbúnaður

      Megum við greiða þér leið?

      Myndin sýnir Mercedes-Benz GLC SUV að aftan.

      Megum við greiða þér leið?

      GLC lagar sig ekki aðeins að akbrautinni hverju sinni, heldur einnig að þínum kröfum: AGILITY CONTROL-fjöðrunin, sem skilar miklum þægindum í akstri, er staðalbúnaður. Einnig í boði: 4MATIC-fjórhjóladrif og sportleg DYNAMIC BODY CONTROL-fjöðrunin með stálfjöðrun og stillanlegum dempurum. Hápunkturinn: Með AIR BODY CONTROL-loftfjöðruninni getur þú valið mikinn stöðugleika í akstri sem og bestu mögulegu þægindi og lipurð.

    • Fjórhjóladrif

      Númer eitt á öllum fjórum: 4MATIC-fjórhjóladrifið.

      Myndin sýnir 4MATIC-fjöðrun GLC SUV.

      Númer eitt á öllum fjórum: 4MATIC-fjórhjóladrifið.

      Þegar tekið er af stað, þegar hraðinn er aukinn, þegar ekið er skarplega í beygjum eða við góð skilyrði utan vega: 4MATIC, endurbætta sítengda aldrifið frá Mercedes-Benz, er staðalbúnaður með ýmsum vélum í GLC og býður upp á einstaka aksturseiginleika í torfærum og framúrskarandi grip. Fjórhjólakerfið er alltaf virkt og þarf engan viðbragðstíma til að grípa inn í. Þannig skilar það einstökum stöðugleika og rásfestu, einkum á hálu undirlagi eins og bleytu, klaka eða snjó.

    • Vélartækni

      Af krafti inn í framtíðina með EQ Boost.

      Myndin sýnir vél GLC SUV.

      Af krafti inn í framtíðina með EQ Boost.

      Rafvæddu bensínvélarnar með EQ Boost í tveimur aflþrepum fara í gang af krafti. Reimarknúinn startari með 48 volta rafal ásamt rafkerfi bílsins skila auknu togi þegar bíllinn tekur af stað. Við það bætist að rafgeymirinn hleðst þegar dregið er úr hraða og bíllinn líður nánast hljóðlaust áfram með minni eldsneytisnotkun þegar hann er látinn renna. Jafnframt stendur ný kynslóð sparneytinna dísilvéla með mismikilli afkastagetu samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum Euro 6d-TEMP nú einnig til boða í nýja GLC.

    Þægindabúnaðarpakkar


    Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

    Við bjóðum upp á fullkomlega samhæfða pakka fyrir allan helsta útbúnað.

    Þægindabúnaðarpakkar


    Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

    Við bjóðum upp á fullkomlega samhæfða pakka fyrir allan helsta útbúnað.

    Hirslupakki

    Hirslupakkinn býður upp á enn fleiri geymsluhólf.

    AIR-BALANCE-pakki

    AIR-BALANCE-pakkinn býður upp á sérsniðna ilmupplifun í innanrýminu.

    ENERGIZING-pakkinn

    ENERGIZING-pakkinn er nýjung sem býður upp á þægindi fyrir öll skilningarvitin.

    ENERGIZING Plus-pakkinn

    ENERGIZING Plus-pakkinn ásamt ENERGIZING COACH býður upp á persónusniðnar tillögur.

    Pakki fyrir lýsingu í innanrými

    Meira ljós, meiri stemning, betri yfirsýn.

    KEYLESS GO-þægindapakki

    Hámarksþægindi í daglegum akstri.

    Multicontour-sætapakki

    Stilla má lofthólfin hvert fyrir sig og laga þau þannig fullkomlega að líkamslögun.

    Sætisþægindapakki

    Sá sem situr með afslöppuðum hætti kemur afslappaður á leiðarenda.

    Samskiptapakkinn Navigation

    Þessi samsetning Mercedes me connect-þjónustu og leiðsögukerfis með hörðum diski finnur ávallt réttu leiðina.

    Þægindaaukabúnaður


    Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

    Þægindaaukabúnaður


    Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

      Snertiflötur

      Myndin sýnir snertiflötinn í stjórnrými Mercedes-Benz GLC SUV.

      Með snertifletinum er skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins stjórnað á sama hátt og maður stjórnar snjallsíma. Færðu efni á skjánum til eða stækkaðu það með því einfaldlega að nota hreyfingar fingra. Hver snerting gefur skynræna svörun. Snertiflöturinn þekkir rithönd þína ef þú vilt setja inn heimilisföng eða símanúmer.

      Burmester® Surround-hljóðkerfi

      Myndin sýnir hátalara Burmester® Surround-hljóðkerfisins í stjórnrými Mercedes-Benz GLC SUV.

      Upplifðu meiri afköst og sérstöðu með hinum goðagnakennda Burmester-hljómburði. Öflugir hátalararnir skapa fyrsta flokks hljómburð. Hægt er að stilla þá af nákvæmni fyrir fram- og aftursæti og efla þannig upplifunina af hljóðinu. Gæði sem sjást einnig greinilega á vandaðri Burmester-áletruninni.

      Sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC

      Myndin sýnir stjórntæki sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfisins THERMOTRONIC í Mercedes-Benz GLC SUV.

      Sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC býður upp á þrenns konar loftræstisvæði og þrenns konar loftræstimáta sem auka vellíðan hvers og eins í bílnum. Ökumaður og framsætisfarþegi geta stillt hitastig, blástur og loftræstimáta eftir sínum þörfum hverju sinni. Þriðja loftræstisvæðið er aftur í – með sérstakri stillingu fyrir hita og loftflæði.