Nýju Mercedes-AMG GLC-gerðirnar.

Not an SUV. An AMG.

Tog

520 Nm til 700 Nm

Hröðun

3,8 sek. til 4,9 sek.

úr 0 í 100 km/klst.

Hestöfl

390 hö - 510 hö

Hápunktar bílsins


Allt AMG. Allt í fljótu bragði.

Þrjár nýju Mercedes-AMG GLC-gerðirnar gera daglegu notagildi og sportlegum aksturseiginleikum jafnhátt undir höfði. Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC, GLC 63 og 63 S 4MATIC+ bjóða allir upp á akstursgetu sem myndi sóma sér vel á kappakstursbrautinni og létta undir með þér í dagsins amstri. AMG-grillið og óvenjuleg akstursgetan minna greinilega á heim akstursíþróttanna.

Hápunktar bílsins


Allt AMG. Allt í fljótu bragði.

Þrjár nýju Mercedes-AMG GLC-gerðirnar gera daglegu notagildi og sportlegum aksturseiginleikum jafnhátt undir höfði. Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC, GLC 63 og 63 S 4MATIC+ bjóða allir upp á akstursgetu sem myndi sóma sér vel á kappakstursbrautinni og létta undir með þér í dagsins amstri. AMG-grillið og óvenjuleg akstursgetan minna greinilega á heim akstursíþróttanna.

Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLC SUV með AMG-grilli.

Ytra byrði

Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ SUV.

Innanrými

Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ SUV á ferð.

Afköst

Hönnun ytra byrðis


AMG-hönnun hvert sem litið er.

Hönnun ytra byrðis


AMG-hönnun hvert sem litið er.

  • Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC

    Þrjár nýju Mercedes-AMG GLC-gerðirnar eru hreinræktaðir AMG-bílar frá toppi til táar: Allt frá nýrri hönnun AMG-grillsins með lóðréttum, svörtum rimlum og skrautlista úr háglanskrómi til AMG-útblásturskerfisins að aftan. Bæði Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC og V8-gerðirnar GLC 63 4MATIC+ og GLC 63 S 4MATIC+ bera öll einkenni AMG – við allar aðstæður.

    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC SUV frá hlið að framan.

    53,3 cm (21") þrýstimótaðar AMG-álfelgur með krossörmum

    Myndin sýnir nærmynd af Mercedes-AMG GLC SUV.

    Þrýstimótaðar AMG-álfelgurnar með krossörmum eru með háglansandi svörtu lakki og gljáfægðri felgubrún. Fyrir Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC eru einnig í boði sérstakar 53,3 cm (21") álfelgur með fimm tvöföldum örmum.

    Loftdreifir með tvöföldum púströrum

    Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLC SUV.

    Nýi Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC sýnir „AMG Performance“ frá toppi til táar. Því einnig að aftanverðu kemur AMG-svipurinn sterkt fram í loftdreifinum með tveimur kringlóttum tvöföldum púströrum og AMG-útblásturskerfinu.

    AMG Optic-pakki

    Myndin sýnir framan á Mercedes-AMG GLC SUV.

    Hægt er að gera Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC enn sportlegri. Með frekari háglansandi svörtum atriðum úr valfrjálsa AMG Optic-pakkanum: til dæmis háglansandi svörtum loftkljúfinum í framsvuntunni eða loftdreifinum í aftursvuntunni með háglansandi svörtum skrautlista. Ásamt hinum fjölmörgu dökku atriðum í valfrjálsa AMG-næturpakkanum skapar þetta tilkomumikinn og áberandi heildarsvip.

  • Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+

    Nýju Mercedes-AMG GLC-gerðirnar bjóða upp á aukna snerpu, lipurð og akstursgetu – sem þú bæði sérð og finnur vel fyrir. Útlitslega og tæknilega er hér ótvírætt um að ræða Mercedes-AMG-bíla og gerðirnar heilla auk þess með óvenjulega miklum afköstum. Með framúrskarandi tíma á Nürburgring-kappakstursbrautinni tekst Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ að sameina kappakstursgleði og daglegt notagildi betur en nokkur annar SUV-bíll. Ný hönnun AMG-grillsins gefur honum áberandi kappaksturssvip.

    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC SUV að framan.

    AMG-grill

    Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLC SUV með AMG-grilli.

    AMG-grillið með lóðréttum svörtum rimlum og skrautlista í háglansandi krómi tekur strax af allan vafa um það hvert nýi Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og nýi 63 S 4MATIC+ eiga ættir sínar að rekja. Breið AMG-aurbrettin og trapisulaga púströrin undirstrika einnig sportlegan uppruna þessara tveggja nýju Mercedes-AMG GLC-gerða með afgerandi hætti.

    Trapisulaga púströr

    Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLC SUV.

    Bæði nýi Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og nýi GLC 63 S 4MATIC+ skarta tilkomumikilli AMG-hönnun allt frá stuðara til farangursrýmis. AMG-svipurinn kemur því einnig sterkt fram að aftanverðu með breiðara AMG-aurbretti og trapisulaga púströrum.

    53,3 cm (21") AMG-álfelgur með fjölarma hönnun

    Myndin sýnir nærmynd af Mercedes-AMG GLC SUV.

    53,3 cm (21") álfelgurnar með fjölarma hönnun fást sérstaklega fyrir Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og GLC 63 S 4MATIC+ og gefa bílnum kraftmikinn svip, rétt eins og þrýstimótuðu AMG-álfelgurnar með krossörmum, möttu svörtu lakki og gljáfægðum felgubrúnum.

Hönnun innanrýmis


Einnig óvenjulegur að innan.

Hönnun innanrýmis


Einnig óvenjulegur að innan.

  • Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC

    Með AMG Performance-stýri klæddu DINAMICA-örtrefjaefni, skiptihandföngum og rofa fyrir AMG DYNAMIC SELECT-aksturskerfin í miðstokkinum hefur þú ávallt góða stjórn á öllum þremur nýju Mercedes-AMG GLC-gerðunum – hvort sem er innanbæjar eða í torfærum.

    Myndin sýnir hönnun innanrýmis í Mercedes-AMG GLC SUV.

    AMG Performance-sæti

    Myndin sýnir AMG Performance-sæti í Mercedes-AMG GLC SUV.

    Performance-sætin eru sérhönnuð fyrir sportlegt aksturslag: Sætisstaðan heldur þér í réttri stöðu sem tryggir að þú haldir góðri stjórn á bílnum í kraftmiklum akstri og njótir meiri þæginda á langferðum. Með útliti sínu undirstrikar einstök hönnun sætanna jafnframt sportlega sérstöðu þriggja nýju Mercedes-AMG GLC-gerðanna.

    Ný kynslóð AMG-stýra

    Myndin sýnir stjórnrými Mercedes-AMG GLC SUV.

    Valfrjálsa AMG Performance-stýrið er klætt stömu DINAMICA-örtrefjaefni. Þannig missir þú aldrei gripið og hefur alltaf góða stjórn á bílnum í sportlegum akstri. Sportlegt yfirbragð stjórnrýmisins kemur einnig fram í flatri lögun stýrisins, sem er dæmigerð fyrir AMG. Með þægilegum snertihnöppum getur ökumaður framkvæmt ýmsar aðgerðir á einfaldan hátt og haldið þannig fullri og óskertri athygli á veginum fram undan.

    Frekari virkni MBUX

    Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-AMG GLC SUV.

    Tengstu bílnum nánar – og gerðu hann að þínum. Því eiginleikar MBUX-kerfisins laga sig að þér. Þú segir einfaldlega „Hey Mercedes“ og þá hlustar MBUX-kerfið eftir því hvað þú vilt. Notendasnið, spáeiginleikar og þráðlaus Wi-Fi-aðgangsstaður skilgreina stafræna nettengingu alveg upp á nýtt.

  • Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+

    Hvort sem er í borgarakstri eða í torfærum: Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ SUV lætur alltaf vel að stjórn með AMG Performance-stýrinu með Nappa-leðri, skiptihandföngum og valfrjálsu AMG DRIVE UNIT fyrir AMG DYNAMIC SELECT-aksturskerfin. Upplýsinga- og afþreyingarkerfið MBUX – sem er búið TRACK PACE sem staðalbúnaði – er með þægilegu viðmóti og sér fyrir réttu afþreyingunni í hverri ferð.

    Myndin sýnir hönnun innanrýmis í Mercedes-AMG GLC SUV.

    Margmiðlunarskjár

    Myndin sýnir nærmynd af margmiðlunarskjánum í Mercedes-AMG GLC SUV.

    Margmiðlunarskjárinn í nýja Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og GLC 63 S 4MATIC+ bregst beint við snertiskipunum þínum og hægt er að stjórna honum með jafn einföldum og aðgengilegum hætti og snjallsíma eða spjaldtölvu. Hann býður upp á frábær myndgæði og sýnir margmiðlunarefni í tærri háskerpu. Og þar sem frábær gæði kalla einnig á frábæra hönnun er stór skjárinn undir samfelldu gleri.

    AMG-stýrishnappar

    Myndin sýnir AMG-stýrishnappa í Mercedes-AMG GLC SUV í nærmynd.

    Eins og tilheyrir fyrir bíla úr AMG-fjölskyldunni getur þú einnig upplifað ósvikna kappakstursstemningu í stjórnrými nýja Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og GLC 63 S 4MATIC+: Með AMG-stýrishnöppunum verður stýrið einstaklega sportlegt og hægt er að stjórna ýmsum aðgerðum sem tengjast aksturseiginleikum á fljótlegan og markvissan hátt. Þú þarft því ekki að taka augun af veginum og getur notið akstursins með fullri einbeitingu.

    Frekari virkni MBUX

    Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-AMG GLC SUV.

    Tengstu bílnum nánar – og gerðu hann að þínum. Því eiginleikar MBUX-kerfisins laga sig að þér. Þú segir einfaldlega „Hey Mercedes“ og þá hlustar MBUX-kerfið eftir því hvað þú vilt. Notendasnið, spáeiginleikar og þráðlaus Wi-Fi-aðgangsstaður skilgreina stafræna nettengingu alveg upp á nýtt.

AMG-útbúnaður


Útfærðu Mercedes-AMG GLC eftir þínu höfði.

AMG-útbúnaður


Útfærðu Mercedes-AMG GLC eftir þínu höfði.

    AMG-næturpakki

    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLC SUV frá hlið að framan.

    Með AMG-næturpakkanum eru valin atriði á ytra byrði bílsins svört og háglansandi. Allt eftir því hvaða litur á lakki er valinn skapar þetta annaðhvort skarpar andstæður eða órofið flæði. Hvort sem um er að ræða spennandi áherslur eða látlausan glæsileika: Í báðum tilvikum fær bílinn persónulegt og kraftmikið yfirbragð.

    AMG Aerodynamic-pakki

    Myndin sýnir framan á Mercedes-AMG GLC SUV með AMG Aerodynamic-pakka.

    Náðu sem mestu út úr bílnum: Með AMG Aerodynamic-pakkanum skerpir þú markvisst á útliti bílsins og nýtur góðs af bættum aksturseiginleikum. Stór vindskeið að framan og stærri loftdreifari að aftan draga úr uppdrifi að framan og aftan og gera bílinn þannig enn sportlegri í akstri.

    AMG Performance-sæti

    Myndin sýnir AMG Performance-sæti í Mercedes-AMG GLC SUV.

    AMG Performance-sætin fyrir ökumann og farþega í framsæti eru lýsandi fyrir hugmyndafræði AMG: Sportlegasta sætisstaðan og þar með framúrskarandi stjórn á bílnum. Í kraftmiklum akstri kemur sérstaklega vel í ljós hve gagnlegur frábær hliðarstuðningurinn er.

    AMG TRACK PACE

    Myndin sýnir nærmynd af innanrými Mercedes-AMG GLC SUV.

    AMG TRACK PACE breytir AMG-bílnum þínum í þinn eigin kappakstursverkfræðing í sýndarveruleikanum. Með hring-, milli- og hröðunartíma sem og völdum fjarmælingargögnum í rauntíma getur þú greint og bætt akstursfærni þína á lokuðum brautum.

    Afköst


    Afköst við allar aðstæður.

    Afköst


    Afköst við allar aðstæður.

    • Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC

      Nýi Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC sækir einkennandi AMG-akstursgetuna til aflmeiri 3,0 lítra V6-vélar með tvöfaldri forþjöppu sem og til afkastamiðaðs fjórhjóladrifsins AMG Performance 4MATIC með sérstakri AMG-afldreifingu – en í gerðunum Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og 63 S 4MATIC+ er það hins vegar AMG 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar feikimiklum kraftinum.

      Aflrás Mercedes-AMG GLC SUV í tæknirými.

      3,0 lítra V6-vél með tvöfaldri forþjöppu

      Tæknimynd af 3,0 lítra V6-vél með tvöfaldri forþjöppu í Mercedes-AMG GLC SUV.

      Aflmeiri 3,0 lítra V6-vél með tvöfaldri forþjöppu og afkastamiðað fjórhjóladrifið AMG Performance 4MATIC með sérstakri AMG-afldreifingu sjá fyrir dæmigerðu „AMG Driving Performance“ í nýja Mercedes-AMG GLC 43 4MATIC.

      AMG Performance 4MATIC

      Aflrás Mercedes-AMG GLC SUV í tæknirými

      Afkastamiðað fjórhjóladrifið AMG Performance 4MATIC sér fyrir sérstakri AMG-afldreifingu með 31% á framhjólum og 69% á afturhjólum. Útkoman er dæmigerð „AMG Driving Performance“ sem einkennist af magnaðri hröðun, aukinni akstursgetu og framúrskarandi aksturseiginleikum í beygjum.

      AMG RIDE CONTROL+

      Myndin sýnir snertiflöt í Mercedes-AMG GLC SUV.

      AMG RIDE CONTROL+-undirvagninn sameinar kosti mismunandi undirvagna og býður þannig upp á einstaka aksturseiginleika við allar aðstæður. Þessi sportlegi undirvagn með fjölhólfa loftfjöðrun býður upp á breitt svið milli þægilegrar og sportlegrar stillingar og lagar sig að þyngd bílsins hverju sinni.

    • Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+

      AMG 4,0 lítra V8-vélin með tvöfaldri forþjöppu í Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ skilar heilum 375 kW (510 hö.) og 700 Nm hámarkstogi sem skipar henni í forystusæti í sínum flokki. Óvenjumikill kraftur sem trefjastyrktur AMG-bremsubúnaðurinn beislar af öryggi.

      Með 25 kW (34 hö.) og 50 Nm umfram Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ býður S-gerðin upp á óvenjulega mikil afköst. Hér vinna níu gíra AMG SPEEDSHIFT MCT-sportskiptingin, sportundirvagninn AMG RIDE CONTROL+ og rafeindastýrða tregðutengda AMG-driflæsingin á afturöxli fullkomlega saman. Með AMG DYNAMIC SELECT-rofanum og fimm sérstökum AMG-aksturskerfum er hægt að stilla akstursupplifunina eftir þörfum. Ný viðbót er kerfið fyrir akstur í hálku.

      Aflrás Mercedes-AMG GLC SUV í tæknirými.

      4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu

      Myndin sýnir 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu Mercedes-AMG GLC 63 / GLC 63 S 4MATIC+ í tæknirými.

      Með AMG 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 350 kW (476 hö.) og 650 Nm fara bæði Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og GLC 63 S 4MATIC+ (375 kW (510 hö.) og 700 Nm) létt með að sýna akstursgetu sem myndi sóma sér vel á kappakstursbraut. Um leið býður hann upp á mikið daglegt notagildi, því hægt er að stilla AMG-sportundirvagninn til samræmis við akstursskilyrði eftir þörfum.

      AMG SPEEDSHIFT MCT 9G

      Tæknimynd af Mercedes-AMG GLC SUV AMG SPEEDSHIFT MCT 9G.

      Sjálfskiptingin AMG SPEEDSHIFT MCT 9G sér til þess að unnendur kappaksturs njóti sín til fulls. Enda býður hún upp á einstaklega kraftmikið aksturslag með sportlega hröðum gírskiptingum og skiptingum sem þú tekur varla eftir, allt eftir akstursstillingu. Níu gírar sjá til þess að vél Mercedes-AMG GLC 63 4MATIC+ og GLC 63 S 4MATIC+ sé sem oftast á besta snúningshraða og bjóða þannig upp á framúrskarandi samspil sparneytni, akstursgetu og öryggis.

      Trefjastyrktur AMG-bremsubúnaður

      Myndin sýnir trefjastyrkta AMG-bremsubúnaðinn í Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+ SUV.

      Trefjastyrkti AMG-bremsubúnaðurinn passar fullkomlega við drifkraft Mercedes-AMG GLC 63 S 4MATIC+. Hann hemlar af mikilli nákvæmni og þolir mikið álag. Stórir hemladiskarnir eru loftkældir innan frá og gataðir – það gerir þá léttari og bílinn þannig liprari. Auk þess undirstrika rauðlakkaðir hemlaklafarnir með „AMG“-áletrun einnig afkastagetu hemlakerfisins.