Hápunktar
Hápunktar


Aukið öryggi fyrir þig og þína. Akstursaðstoðarpakkinn.
Með valfrjálsa akstursaðstoðarpakkanum getur GLC aðstoðað ökumann við að halda sér á réttri akrein eða skipta um akrein, halda tiltekinni fjarlægð og jafnvel hemlað sjálfkrafa í neyðartilvikum.
Að baki þessu býr fjöldi samtengdra öryggis- og aðstoðarkerfa sem létta einkum undir með ökumanni og aðstoða hann við einsleit akstursskilyrði eða aðstæður þar yfirsýn er takmörkuð. Til dæmis í umferðarteppum, á hringtorgum eða á gatnamótum. Þannig ert þú og farþegar þínir ávallt í góðum höndum.

Leggðu í þröng stæði með lítilli fyrirhöfn.
Fjórar myndavélar skapa 360° sýndaryfirsýn fyrir GLC sem er sýnd á margmiðlunarskjánum. Að leggja í stæði verður leikur einn.

Með valfrjálsu eftirvagnsaðstoðinni* ferðu létt með að bakka jafnvel við erfiðustu aðstæður. Nákvæm skynjaratækni og 360° yfirsýn yfir umhverfi bílsins á margmiðlunarskjánum sjá til þess.
*Ekki má nota eftirvagnsaðstoðina á eftirvögnum með tengi sem kemur í veg fyrir að þeir sveiflist til hliðar.

Hér sérðu 84 lýsandi hápunkta á einum og sama stað.
MULTIBEAM LED-aðalljósin laga sig sjálfkrafa að umhverfinu hverju sinni og með 84 LED-ljósum lýsa þau akbrautina betur upp en nokkur hefðbundin aðalljós. Þannig geturðu komið auga á hættur enn fyrr.