ENERGIZING-þægindastýring.
ENERGIZING-þægindastýring.
Fátt er mikilvægara en athugull og einbeittur bílstjóri svo hægt sé að aka á öruggan og afslappaðan hátt. Með nýju ENERGIZING-þægindastýringunni, sem er fáanleg sem aukabúnaður, er öryggið sem byggir á ástandi ökumanns aukið til muna. Hér eru tengd saman mismunandi þægindakerfi til að auka vellíðan ökumanns. Þannig er hægt að setja saman snjöll kerfi sem ná til loftræstingar, hljóðkerfis, stemningslýsingar, ilmgjafa og nudds í Multicontour-sætunum. Allt eftir vélargerð og útbúnaði eru það eftirfarandi kerfi: „Ferskleiki“, „Gleði“, „Þægilegheit“, „Hlýja“ og „Kraftur“.