Hápunktar ökutækis
Útlitið ber með sér árangur.
Snjallari, eftirtektarsamari og tillitssamari en nokkru sinni fyrr dregur hinn nýi GLE upp nýja mynd af jeppa.
Hápunktar ökutækis
Útlitið ber með sér árangur.
Snjallari, eftirtektarsamari og tillitssamari en nokkru sinni fyrr dregur hinn nýi GLE upp nýja mynd af jeppa.


Yfirvegun er mikilvægasti eiginleiki hins nýja GLE.
Nýr og virkur undirvagninn styður samkvæmt aksturskerfi við sportlegan eða þægilegan akstur. Hallavirkni í beygjum og akbrautargreining með myndavélum gefa sjálfsörugga akstursupplifun.

Umhyggja fyrir þinni heilsu.
Nýr ENERGIZING COACH valbúnaðurinn getur látið bílstjórann slaka á eða hresst hann við. Hugbúnaðurinn fylgist með líðan ökumanns og aðlagar þægindakerfi bílsins að honum.

Upplýsingar settar fram af listfengi.
Stafrænt mælaborð kemur sem staðalbúnaður í GLE. Mælaborðið samanstendur að tveimur 12.3" skjáum og hægt er að stilla skjái eftir eigin hentugleika.

Að geta lagað sig að umhverfinu er tákn um styrk.
Í fyrsta skipti er hægt að fá GLE með þriðju sætisröðinni. Leikandi létt er að stíga inn og stærð fótarýmis má stilla því önnur sætisröðin er rafdrifin.
Sætisröðin er niðurfellanleg og myndast þá risastórt farangursrými.

Akstursaðstoð og öryggi.
Óski maður þess geta akstursaðstoðarkerfi veitt gríðarleg þægindi og öryggi með stuðningi þegar aðstæður krefjast þess, til dæmis með því að stilla ökuhraða, stýra bílnum, skipta um akrein og þegar hætta er á árekstri.