GLS.

Einstök þægindi fyrir þig og þína.

Yfirburðir


Jeppi með alla eiginleika eðalvagns.

Þökk sé ýmiss konar tiltækum staðalútbúnaði og sérbúnaði er GLS birtingarmynd friðar og rósemi í öllum aðstæðum bæði utan vega og á vegum.

Yfirburðir


Jeppi með alla eiginleika eðalvagns.

Þökk sé ýmiss konar tiltækum staðalútbúnaði og sérbúnaði er GLS birtingarmynd friðar og rósemi í öllum aðstæðum bæði utan vega og á vegum.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS á grýttri strönd frá hlið lítið eitt framan frá.

AIRMATIC loftpúðafjöðrun, þægindi í fyrirrúmi

Akstursaðstoðarpakki

Öryggis- og aðstoðarkerfi sem vinna frábærlega saman.

Myndin sýnir rúðuþurrkurnar í MAGIC VISION CONTROL í Mercedes-Benz GLS.

MAGIC VISION CONTROL

Óhindrað útsýni í öllum veðrum.

9G-TRONIC-sjálfskipting

Skilvirkni, þægindi og snerpa á alveg nýju stigi.

Myndin sýnir breytanleg aftursæti GLS.

Hönnun innanrýmis

Sjö sæti og mikill sveigjanleiki.

Myndin sýnir GLS í snarplegum akstri á strandvegi, löðrið skellur á klettunum.

DYNAMIC SELECT

Yfirburðir með því að ýta á hnapp.

Þægindi


Þægilegasta innanrýmið fyrir ferðalagið alveg eftir þínum óskum.

Þægindi


Þægilegasta innanrýmið fyrir ferðalagið alveg eftir þínum óskum.

Nærmynd af Bang & Olufsen-hljóðkerfinu í Mercedes-Benz GLS.
Nærmynd af Bang & Olufsen-hljóðkerfinu í Mercedes-Benz GLS.

Framúrskarandi hljómburður.

Hágæða Surround-hljóðkerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við Bang & Olufsen veitir tónlistarupplifun í hæsta gæðaflokki með 14 virkum hágæðahátölurum og 1400 vatta BeoCore-magnara.

Tveir hátíðnihátalarar með „Acoustic Lense Technology“ og LED-lýsingu í spegilhornunum að framan og sjálfstæða hljóðstillingu gera farþegarýmið að tónleikasal með hrífandi hljómburði.

Nærmynd af Harman Kardon-hljóðkerfinu í innanrými Mercedes-Benz GLS.

Surround-hljóðkerfi með óviðjafnanlegan hljóm í innanrýminu.

Vandlega samhæfðir tæknilegir íhlutir frá Harman Kardon® skila raunsönnum hljómburði í innanrýminu. Farþegarnir njóta hrífandi 360° hljómgæða í öllum sætum.

Hljóðkerfið með sínum 14 hágæðahátölurum er sniðið að hljómburði bílsins. Afkastamikill DSP-magnari með stafrænum örgjörva stjórnar tíðnum hljómsins með sinni miklu reiknigetu og sér um samræmda hljóðmynd.

Myndin sýnir nærmynd af afþreyingarkerfinu í aftursætinu í Mercedes-Benz GLS.

Fyrsta flokks afþreying aftur í.

Kvikmyndir á DVD-diskum, tónlist og sjónvarp ásamt valkvæðum sjónvarpsmóttakara – afþreyingarkerfið býður farþegum í aftursætinu þeirra eigin skemmtidagskrá.

Tveir 20,3 cm skjáir og þráðlaus Kleer-heyrnartól sjá um frábær gæði myndar og hljóðs. Kerfinu er stjórnað á þægilegan hátt með innrauðri fjarstýringu. Það inniheldur DVD-spilara og er með tengimöguleika við ytri tæki.

Nærmynd af THEMOTRONIC-snúningsrofanum í miðstokki Mercedes-Benz GLS.

Sjálfvirk miðstöðvarstilling með þrenns konar loftræstiumhverfi.

THERMOTRONIC-kerfið myndar þrenns konar loftræstiumhverfi og þægilegt loftslag fyrir hvern og einn. Hægt er að stilla hitastig og loftdreifingu sérstaklega fyrir ökumann, farþega og aftursæti.

Skynjarar sjá um að halda stöðugri loftræstingu á hverju svæði fyrir sig. Skynjari fyrir loftgæði og skaðlegar lofttegundir vaktar stöðugt gæði útiloftsins sem tekið er inn. Ef magn skaðlegra efna eykst slekkur kerfið sjálfkrafa á hringrásarstillingunni á lofti.

Myndin sýnir lofttúður í innanrými Mercedes-Benz GLS.

Bætt loftgæði í innanrýminu.

Jónun loftsins í innanrými bílsins hefur frískandi áhrif og getur stuðlað að aukinni vellíðan.

Síukerfið með tvær virkar kolasíur fyrir svifryk síar ryk, sót og frjókorn úr loftinu og dregur auk þess úr skaðlegum efnum og lykt.

Mercedes-Benz Intelligent Drive


Mercedes-Benz Intelligent Drive.

Mercedes-Benz Intelligent Drive


Mercedes-Benz Intelligent Drive.

GLS léttir undir með þér svo um munar á ferðinni á álagstímum, á löngum næturakstri eða á vegum sem þú þekkir ekki. Á bak við þetta er tækni sem lætur hverja ferð í Mercedes-Benz vera örugga og einstaka. Þessi tækni kallast Mercedes-Benz Intelligent Drive. Tíminn sem þú notar undir stýri, er þinn tími. Tími til að slappa af. Tími til að fylla á tankinn. Með Mercedes-Benz Intelligent Drive verður ferðin afslöppuð og þú kemst örugglega á áfangastað.

 • DISTRONIC sjálfvirkur hraðastillir

  DISTRONIC sjálfvirkur hraðastillir

  Myndin sýnir myndræna framsetningu DISTRONIC-nálgunarvarans í mælaborði Mercedes-Benz GLS.

  DISTRONIC sjálfvirkur hraðastillir

  DISTRONIC sjálfvirki hraðastillirinn aðstoðar ökumanninn við að halda öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan og vera um leið á miðri akrein. DISTRONIC sjálfvirki hraðastillirinn kemur sér vel á langferðum og þegar oft þarf að nema staðar og keyra af stað í umferðarteppum.

  Kerfið byggir á ratsjártækni, hemlar þegar þess þarf og eykur aftur ferðina upp í þann hraða sem óskað er eftir, sé það hægt.

 • Árekstrarvörn

  Árekstrarvörn

  Myndin sýnir afturljós Mercedes-Benz GLS með lýsandi hemlaljós.

  Árekstrarvörn

  Ef vart verður við hættu á árekstri við ökutæki eða gangandi vegfaranda – og ökumaðurinn hemlar – getur árekstrarvörnin aukið hemlunarátekið eftir aðstæðum til að koma í veg fyrir árekstur. Ef ökumaðurinn bregst ekki við getur kerfið dregið úr hraðanum sjálfkrafa.

  Viðvörun um fjarlægð og árekstrarhættu í árekstrarvörninni fær gögn frá ratsjárskynjara sem er innbyggður í vatnskassaklæðninguna og þrívíddarmyndavél aftan við framrúðuna. Þannig eru stöðugt gefnar upplýsingar um ökutæki sem aka fyrir framan eða þvert fyrir, kyrrstæða hluti svo og gangandi vegfarendur.

 • Blindpunktsviðvörun

  Blindpunktsviðvörun

  Myndin sýnir viðvörunartákn virks blindsvæðisvara í hliðarspegli Mercedes-Benz GLS.

  Blindpunktsviðvörun

  Kerfið kemur auga á það sem skapar hvað mesta hættu í umferðinni: ökutæki í blinda blettinum. Það getur til dæmis varað bílstjórann við þegar hann skiptir um akrein og gripið einhliða inn í aðstæður með hemlun og komið þannig í veg fyrir yfirvofandi árekstur.

 • Akreinavari

  Akreinavari

  Akreinavari

  Skortur á athygli eða þreyta geta leitt til þess að maður fari af réttri akrein án þess að taka eftir því. Kerfið getur greint þegar farið er óviljandi út af akrein og gefið bílstjóranum viðvörun með taktföstum titringi í stýrinu.

 • PRE-SAFE® PLUS

  PRE-SAFE® PLUS

  PRE-SAFE® PLUS

  PRE-SAFE®-kerfið getur snemma greint varasamar akstursaðstæður og gripið til fyrirbyggjandi ráðstafana gegn yfirvofandi óhappi. PRE-SAFE® Plus, sem er viðbót við kerfið, getur komið af stað fyrirbyggjandi aðgerðum sem vernda farþega þegar aftanákeyrsla er yfirvofandi, t.d. með viðvörun til ökutækja sem keyra á eftir og fasthemlun þegar bíllinn er í kyrrstöðu.

Intelligent Drive-tækni


Mercedes-Benz Intelligent Drive – tæknin í nærmynd.

Mercedes-Benz Intelligent Drive.

Intelligent Drive-tækni


Mercedes-Benz Intelligent Drive – tæknin í nærmynd.

Mercedes-Benz Intelligent Drive.

Myndin sýnir virku hemlunaraðstoðina með vegamótavirkni í GLS.

Blindpunktsviðvörun

Myndin sýnir ATTENTION ASSIST í GLS.

ATTENTION ASSIST

Myndin sýnir MAGIC VISION CONTROL í GLS.

MAGIC VISION CONTROL

Myndin sýnir PRE-SAFE® PLUS í GLS.

PRE-SAFE® PLUS

Myndin sýnir hliðarvindshjálp í GLS.

Hliðarvindshjálp

Akreinavari

Getur greint þegar farið er óviljandi út af akrein og gefið ökumanninum viðvörun.

Myndin sýnir blindsvæðisvara í GLS.

Blindpunktsaðvörun

Myndin sýnir DYNAMIC SELECT í GLS.

DYNAMIC SELECT

4MATIC

Fjórhjóladrif á hverjum degi: Bætir veggrip, snerpu og stöðugleika í akstri.

Myndin sýnir bílastæðapakka í GLS.

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Myndin sýnir COMAND Online í GLS.

COMAND Online

Myndin sýnir LED Intelligent Light System í GLS.

LED Intelligent Light System

Myndin sýnir skynvædda háljósaaðstoð Plus í GLS.

Skynvædd háljósaaðstoð Plus

Mercedes-AMG


Hann stendur fyrir kröfur um að ná öllu út úr hverju augnabliki og hverjum metra.

Mercedes-AMG


Hann stendur fyrir kröfur um að ná öllu út úr hverju augnabliki og hverjum metra.

Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC að framan, örlítið á ská í borgarumhverfi.
Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC að framan, örlítið á ská í borgarumhverfi.

Hönnun ytra byrðis Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC.

Kraftmikil, glæsileg hönnun og áhrifamikil stærð. Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC þekkir bara einn stíl: sinn eigin.

Myndin sýnir ríflegt innanrými Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC frá hlið.

Innanrýmishönnun Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC.

Um leið og þú sest inn skiptir eiginlegi áfangastaðurinn minna máli. AMG Performance-leðurstýrið með skiptiflipum úr áli fer vel í hendi og ríflegt innanrýmið hrífur skynfærin.

Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC heillar ekki einungis með stærð sinni heldur er hann einnig einn af öruggustu og þægilegustu Performance-bílunum. Með sjö hágæðasætum tekur hann einnig fleiri í sæti. Það eftirsóknarverðasta: Fullkomlega lagaða sportsætið úr Nappa-leðri fyrir aftan stýrið.

Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC að framan, dálítið frá hlið neðan frá í snörpum akstri.

Drifbúnaður Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC.

Hann er einn aflmesti SUV í staðalútgáfu frá AMG. AMG 5,5 lítra V8-vélin með tvöfaldri forþjöppu skilar XXX og XXX Nm hámarksafköstum. Eftir 4,6 sekúndur eru 100 km/klst. á hraðamælinum.

Með DYNAMIC SELECT er hægt að stilla aksturseiginleikana í fimm þrepum, allt frá hagkvæmu og þægilegu til sportlegrar frammistöðu. AMG SPEEDSHIFT PLUS 7G-TRONIC sér um styttri gírskiptitíma, samfelldan togkraft og um að daglegt umhverfi láti sig hverfa í baksýnisspeglinum.

Smáatriði á ökuljósum Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC í snörpum akstri.

LED Intelligent Light System í Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC.

Alltaf skrefinu framar en myrkrið. LED Intelligent Light System aðlagar LED-ökuljósin sjálfkrafa þannig að vegurinn framundan sé ávallt eins vel upplýstur og hægt er.

Við öll veður- og akstursskilyrði, jafnvel í beygjum eða þegar beygt er. Því sá sem fer sína eigin leið þarf ávallt að vita hvert leiðin liggur, jafnvel við erfiðar aðstæður.

Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC aftan frá í snörpum akstri hjá bóndabæ.

AMG Performance 4MATIC í Mercedes-AMG GLS 63 4MATIC.

Á hraðbrautinni, í hröðum beygjum eða utan vega – AMG Performance 4MATIC gerir það besta úr öllum akstursskilyrðum. Sítengt aldrif dreifir drifkraftinum í hlutfallinu 40:60

á framás og afturás og ACTIVE CURVE SYSTEM dregur úr vagghreyfingum með virkum stuðningsbúnaði. Þetta tryggir áreiðanlega aksturseiginleika með meira veggripi, stöðugleika í akstri og aukinni lipurð. En það sem þú gerir úr því er algerlega þitt mál.

Myndir og myndbönd


Myndir og myndbönd af GLS.

Myndir og myndbönd


Myndir og myndbönd af GLS.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS að 7/8 að framan á strönd.
Myndband af nýja GLS frá Mercedes-Benz
Myndbandið sem óskað var eftir er því miður ekki fáanlegt í augnablikinu. Reyndu aftur síðar.
Spila aftur
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS að 7/8 að framan á strönd.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS að 1/4 að framan á strönd.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS að 3/4 að aftan í strandumhverfi.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS á hlið í strandumhverfi.
Myndin sýnir Mercedes-Benz GLS að 7/8 að framan á vegi við strönd.
Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 aftan frá að 1/4 í borgarumhverfi.
Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 að 7/8 að framan og neðan frá á götu, innan um háhýsi í borgarumhverfi.
Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 að 7/8 að framan á brú, með háhýsi í bakgrunni.
Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 að 7/8 að aftan á götu með húsi í skóglendi.
Myndin sýnir Mercedes-AMG GLS 63 að 1/4 að framan neðan frá á götu í sveit.
Myndin sýnir framhluta Mercedes-AMG GLS 63 neðan frá á götu í sveit