Akstursaðstoð og öryggi

Árekstrarvörn

Akstursaðstoð og öryggi

Árekstrarvörn

Halda fjarlægð. Vera með forskot.

Myndin sýnir virku hemlunaraðstoðina með þverakstursvirkni í GLS.
Spila aftur

Halda fjarlægð. Vera með forskot.

Kerfið getur dregið úr hættu á árekstrum við ökutæki eða gangandi vegfarendur, hvort sem það er framanákeyrsla eða hliðarárekstur.

Kerfið getur dregið úr hættu á árekstrum við ökutæki eða gangandi vegfarendur, hvort sem það er framanákeyrsla eða hliðarárekstur.

Með ratsjárskynjurum og þrívíddarmyndavél er umhverfið fyrir framan bílinn greint og tekið saman. Árekstrarvörnin tekur ekki einungis tillit til ökutækja sem keyra á undan, heldur einnig, á aksturshraða allt að 72 km/klst., til ökutækja og gangandi vegfarenda sem þvera akbrautina.

Sundurliðuð virkni:

  • Varað við hættu á árekstri.

Kerfið varar bílstjórann sjónrænt í mælaborði og hljóðrænt við hættu á árekstri.

  • Hemlunaraðstoð ef ástæða þykir til.

Þegar ökumaður greinir hættu á óhappi og stígur á hemlafetil eykur hemlunaraðstoðin með þverakstursvirkni kraft til hemla ef aðstæður krefja, í því skyni að koma alveg í veg fyrir árekstur.

  • Sjálfstæð hemlun.

Bregðist ökumaður ekki við getur kerfið einnig gefið skynræna viðvörun með sjálfvirkri hemlun og dregið þannig strax úr aksturshraða.

  • Sjálfstæð hemlun að fullu.

Sé enn ekki brugðist við beitir árekstrarvörnin fullri og sjálfstæðri hemlun til að koma í veg fyrir óhapp eða draga mjög úr hörku árekstursins. Hvað gangandi vegfarendur snertir getur sjálfstæð hemlun eftir aðstæðum átt sér stað um leið og viðvörun fer í gang.

Aðeins í boði sem hluti af akstursaðstoðarpakkanum.