Akstursaðstoð og öryggi

DISTRONIC-sjálfvirkur hraðastillir

Akstursaðstoð og öryggi

DISTRONIC-sjálfvirkur hraðastillir

Heldur sig í góðri fjarlægð – og á miðri akrein.

Hér sést myndræn framsetning á GLS með innbyggðum akreinavara í DISTRONIC-nálgunarvara með akreinaskynjara.

Heldur sig í góðri fjarlægð – og á miðri akrein.

Framsækið akstursaðstoðarkerfið aðstoðar bílstjórann við að halda öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan og vera um leið á miðri akrein.

Framsækið akstursaðstoðarkerfið aðstoðar bílstjórann við að halda öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan og vera um leið á miðri akrein.

DISTRONIC sjálfvirki hraðastillirinn kemur sér vel á langferðum og þegar oft þarf að nema staðar og keyra aftur af stað í umferðarteppum. Kerfið byggir á ratsjártækni, hemlar þegar þess þarf og eykur aftur ferðina upp í þann hraða sem óskað er eftir, sé það hægt. Þannig er dregið úr hættunni á aftanákeyrslum.

Kostir DISTRONIC-nálgunarvarans með akreinaskynjara:

Myndin sýnir myndræna framsetningu DISTRONIC-nálgunarvara með akreinaskynjara í GLS.
Spila aftur

Kostir DISTRONIC-nálgunarvarans með akreinaskynjara:

  • Í rólegheitum á réttri akrein.

Akreinaskynjarinn vinnur út frá gögnum þrívíddarmyndavélarinnar sem greinir akreinamerkingar sem þurfa að vera vel sýnilegar báðum megin við bílinn. Í umferðarteppum á hraða undir 60 km/klst. getur kerfið einnig greint ökutæki sem aka fyrir framan og þá sérstaklega þegar akreinamerkingar eru ekki nógu skýrar eða vantar.

  • Skynvædd Hands-Off-greining.

Ef bílstjórinn tekur hendurnar af stýrinu er gefin viðvörun og akreinaskynjarinn er eingöngu gerður óvirkur ef aðstæður krefjast þess. Þannig er mögulegt að sleppa stýrinu þegar ekið er í umferðarteppu.

  • Snerpa eftir þörfum.

Valið aksturskerfi hefur líka áhrif á aksturseiginleika sjálfvirka hraðastillisins.

  • Hugsar fyrir þig á hraðbrautum.

Kerfið getur hamlað óheimilum framúrakstri á hraðbrautum eða vegum sem líkjast hraðbrautum, til dæmis þegar greiðist úr umferðarteppum eða í umferð þar sem bíll keyrir við bíl.

  • Gefur viðvörun við áhættusamar aðstæður.

Sjálfvirk hemlun fer fram með hraðaminnkun upp á allt að 5 m/s2. Ef kerfið verður þess vart að nauðsynlegt er að beita hemlunum af afli heyrist viðvörun og í mælaborðinu birtist viðvörunartákn. Þetta tvennt hvetur ökumann til að beita hemlunum. Gerist þess þörf er virku hemlunaraðstoðinni beitt.

DISTRONIC-nálgunarvarinn með akreinaskynjara virkar þegar hraðinn er á bilinu 0 til 200 km/klst. Kerfið hefur takmarkaða virkni vegna þrívíddarmyndavélarinnar þegar sterkt ljós skín úr gagnstæðri átt, í þoku, um nótt, þegar rignir eða snjóar.

Aðeins í boði sem hluti af akstursaðstoðarpakkanum.