Mercedes-AMG S 63 4MATIC+.

Sportlegur og svipsterkur.

Mercedes-AMG S 63 4MATIC+.

Sportlegur og svipsterkur.

 • Hönnun

  Hrifningin í fyrirrúmi.

  Myndin sýnir framan á Mercedes-AMG S-Class Saloon.
  Myndin sýnir aftan á Mercedes-AMG S-Class Saloon.
  Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG S-Class Saloon.

  Hrifningin í fyrirrúmi.

  AMG-framhliðin með stórum loftinntökum á „jet-wing“ sem og einkennandi grillið með AMG-merkinu fá augu nærstaddra til að ljóma.

  Þrýstimótaðar 50,8 sentímetra (20 tommu) AMG-álfelgur með krossörmum eru fáanlegar sem aukabúnaður og gefa bílnum sportlegan svip. Gefðu þér og tilfinningum þínum lausan tauminn. Framúrstefnulegar stjórneiningar og skjáir sem og sérvalin, fullkomlega unnin efni. Hvert handtak í Mercedes-AMG S 63 4MATIC+ verður að lúxusupplifun. Allt frá AMG Performance-stýrinu til AMG-sætanna með sérstöku áklæði og lögun sem tryggir frábæran hliðarstuðning.

  Úrval útbúnaðar:

  • AMG Carbon-pakki fyrir ytra byrði (aukabúnaður)
  • AMG Exclusive-pakki (aukabúnaður)
  • AMG Carbon-vélarhlíf (aukabúnaður)
  • AMG-næturpakki (aukabúnaður)
  • AMG Performance-stýri úr Nappa-leðri/DINAMICA-örtrefjaefni
  • Upplýstir AMG-listar í hurðarfölsum með „AMG“-áletrun
  • Hemlaklafar með gráu lakki eða valkvætt með rauðu lakki með „AMG“-áletrun
  • Áklæði úr Nappa-leðri AMG
  • Widescreen-stjórnrými með sérstökum AMG-skjámyndum
 • Tækni

  Highest Performance.

  Myndin sýnir AMG 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu í Mercedes-AMG S-Class Saloon.

  Highest Performance.

  Hröðun sem minnir á rakettu samfara voldugum bassa stillanlega AMG Performance-útblásturskerfisins með tvöföldum púströrum: Lúxusbifreið getur varla höfðað meira til tilfinninganna.

  Og þú ert við stjórnvölinn. Í Mercedes-AMG S 63 4MATIC+ sem eykur hraðann með XXX kW<p>Upplýsingar um uppgefið afl og tog samkvæmt reglugerð (EB) nr. 715/2007 í gildandi útgáfu.</p> (XXX hö.) og XXX Nm<p>Upplýsingar um uppgefið afl og tog samkvæmt reglugerð (EB) nr. 715/2007 í gildandi útgáfu.</p> öflugu AMG 4,0 lítra V8-vélinni með tvöfaldri forþjöppu úr 0 upp í 100 km/klst. á einungis XXX sekúndum. Staðföst útfærsla léttvigtarstefnunnar „AMG Lightweight Performance“ ásamt nýstárlegri 4MATIC+ fjórhjóladrifstækni með breytilegri kraftdreifingu og nýrri níu gíra AMG SPEEDSHIFT MCT-sportskiptingu bjóða besta mögulega gripið og bestu mögulegu frammistöðuna fyrir öll akstursskilyrði.

  Yfirlit yfir helstu tækni:

  • Fjórhjóladrif AMG Performance 4MATIC+
  • AMG 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu
  • AMG DYNAMIC SELECT
  • Trefjastyrktur AMG-keramikbremsubúnaður (aukabúnaður)
  • AMG SPEEDSHIFT MCT 9G
  • AMG Performance-útblásturskerfi með lokustýringu
  • AMG RIDE CONTROL+