Mercedes-AMG S 65.

Getur alltaf farið að þolmörkunum.

Mercedes-AMG S 65.

Getur alltaf farið að þolmörkunum.

 • Hönnun

  Stílhreinir yfirburðir.

  Myndin sýnir framan á Mercedes-AMG S-Class Saloon.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG S-Class Saloon að aftan og á hlið.
  Myndin sýnir innanrými hjá aftursætum í Mercedes-AMG S-Class Saloon.

  Stílhreinir yfirburðir.

  Kraftur, lipurð og fágun einkenna Mercedes-AMG S 65. Þetta er sýnt á áberandi hátt með „V12 BITURBO“-áletruninni á aurbrettinu, sem gerir afkastagetu vélarinnar augljósa strax við fyrstu sýn. Tækniforysta ytra byrðisins er þar að auki undirstrikuð með MULTIBEAM LED-aðalljósunum með ULTRA RANGE-háljósum sem og þrýstimótuðu, háglansandi 20 tommu AMG-álfelgunum sem eru eingöngu í boði fyrir V12-gerðina. Hrífandi tjáningarkraftur sem heldur snurðulaust áfram í innanrýminu.

  Óviðjafnanleg gæði lyfta AMG-innanrými Mercedes-AMG S 65 upp í allra hæsta gæðaflokk. AMG-sætin bjóða upp á betri hliðarstuðning með sterkri lögun og hærri hliðum. Vandað Nappa-leður með skrautsaumum í andstæðum lit og bryddingum, sætishönnun með sérstöku AMG-tígulmynstri og smáum rifgötum undirstrika hágæða útlitið og áferðina. Auk þess eru þakklæðningin og sólskyggnin sem eru klædd Nappa-leðri einstök aðalsmerki Mercedes-AMG S 65.

  Yfirlit yfir úrvalið:

  • AMG-framsvunta með svartlökkuðum „jet-wing“ og skrautlistum í háglansandi krómi sem og stór loftinntök með sérstakri loftinntaksgrind í háglansandi krómi
  • AMG-gólfmottur Exclusive með „AMG“-merki
  • AMG-grill með lóðréttum stöngum í háglansandi krómi með „AMG”-áletrun
  • AMG Performance-stýri úr Nappa-leðri
  • AMG-sílsalisti með bryddingum í háglansandi krómi
  • AMG-útblásturskerfi með tveimur krómuðum tvöföldum púströrum í AMG V12-hönnun
  • AMG-aflstýri
  • AMG-auðkennismerki á skottloki með „AMG“-áletrun vinstra megin og S 65 hægra megin
  • AMG-Widescreen-stjórnrými með tveimur 12,3 tommu skjáum
  • Upplýstir AMG-listar í hurðarfölsum með „AMG“-áletrun
  • Hemlaklafar grálakkaðir með hvítri „AMG“-áletrun
 • Tækni

  Einstakir aksturseiginleikar.

  Myndin sýnir AMG 6,0 lítra V12-vél með tvöfaldri forþjöppu.

  Einstakir aksturseiginleikar.

  Mercedes-AMG S 65 sameinar V12-afköst, stílhreina yfirburði og sportlegan lúxus á einstakan hátt. Ástæðan: AMG 6,0 lítra V12-vél með tvöfaldri forþjöppu sem tryggir magnaða akstursupplifun.

  Vélin skilar XXX kW (XXX hö.) afli og hámarkstogið er XXX Nm. Á aðeins XXX sekúndum eykur Mercedes-AMG S 65 hraðann frá núll upp í 100 km/klst. og nær XXX km/klst. takmörkuðum hámarkshraða (valkvætt meira að segja upp í XXX km/klst. takmarkaðan hámarkshraða). AMG RIDE CONTROL kemur einstökum kraftinum á götuna á öruggan hátt.

  Yfirlit yfir helstu tækni:

  • AMG 6,0 lítra V12-vél með tvöfaldri forþjöppu
  • AMG DYNAMIC SELECT
  • Trefjastyrktur AMG-keramikbremsubúnaður (aukabúnaður)
  • AMG SPEEDSHIFT MCT 7G
  • AMG-útblásturskerfi
  • AMG RIDE CONTROL