Hönnun bílsins
Markmiðið með hönnun bílsins.
Hönnun bílsins
Markmiðið með hönnun bílsins.
Nýr V-Class
Ferð fyrir þig.
Markmiðið með hönnun bílsins.
Markmiðið með hönnun bílsins.
Freistandi fyrir öll skilningarvit.
Upplifðu kraftmikinn akstur á afslappaðan hátt.
Umhverfisvænn og hagkvæmur í rekstri.
Eins stór og lífið sjálft.
Eins stór og lífið sjálft.
Stígðu inn og njóttu hvers einasta kílómetra í V-Class. Hér fer enn betur um fjölskylduna og vinnandi fólk. Ævintýrafólk upplifir sérhvert augnablik enn sterkar í tómstundum og farþegar komast á áfangastað á þægilegri og glæsilegri hátt en nokkru sinni fyrr.
Kraftmikil og einkennandi hönnun V-Class vekur ávallt eftirtekt – sérstaklega með AMG Line. Innanrýmið er líka í algjörum sérflokki: Breytileg rýmishönnunin, skynvædd aðstoðar- og öryggiskerfin og samtengd margmiðlunarkerfin skara fram úr í þessum flokki bíla. Með nýju og öflugustu vélargerðinni V 300 d með 176 kW (239 hö.) [eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 6,1 l/100 km; CO2-losun: 193-205 g/km] og níu þrepa sjálfskiptingunni 9G-TRONIC verður aksturinn að einn meiri upplifun.
Vinsamlegast reyndu að snúa tækinu til þess að virkja landslags ham. Eða notaðu tæki með hærri upplausn.
Þægilegt rými fyrir allt að átta manns.
Tvær sætaraðir – ótal möguleikar
Þægilegt rými fyrir allt að átta manns.
Tvær sætaraðir – ótal möguleikar
V-Class vex með verkefnunum: Í aftursætaröðunum er hægt að velja saman stök sæti og tveggja og þriggja manna sætisbekki í fjölbreytilegum útfærslum. Í staðalútgáfu eru fjögur þægileg, stök sæti aftur í. Jafnvel í stystu útfærslu bílsins er hægt að koma fyrir tveimur þriggja manna sætisbekkjum sem gera V-Class að átta sæta bíl. Ef sjö sæti nægja er hægt að útfæra 1. aftursætaröðina með einum tveggja manna sætisbekk eða með tveimur stökum sætum. Þegar kemur að þægindum eru lúxussætin í fyrstu aftursætaröðinni algjör hápunktur. Hagnýt atriði á borð við sætisbrautarkerfið, sem gerir kleift að færa bekki og sæti fram og aftur, eða möguleikinn á að snúa framsæti aftur í átt að farþegum uppfylla jafnvel ítrustu kröfur um þægindi.
Framúrskarandi öryggi.
Aðstoðarkerfi sem eru alltaf til taks.
Framúrskarandi öryggi.
Aðstoðarkerfi sem eru alltaf til taks.
Lýsir akbrautina upp og eins og best verður á kosið.
Háljósaaðstoð Plus lýsir akbrautina upp eins og best verður á kosið án þess að háu ljósin blindi aðra vegfarendur.
Ekki þarf að slökkva á háu ljósunum. Þegar kerfið greinir ökutæki sem aka á undan eða koma á móti er háu ljósunum sjálfkrafa beint frá þeim. Þannig þarf ökumaðurinn ekki lengur sífellt að hafa hugann við að kveikja og slökkva á háu ljósunum og getur því einbeitt sér betur að sjálfum akstrinum.
Lýsing sem lagar sig að aðstæðum á veginum.
LED Intelligent Light System bætir útsýni ökumanns og um leið öryggi í akstri þar sem akbrautarlýsingin getur lagað sig að hinum ýmsu aðstæðum.
Framljósin laga sig að aðstæðum og geta snúist lóðrétt og lárétt og aukið eða dregið úr ljósstyrk.
Hluti af útbúnaðinum er meðal annars háljósaaðstoð sem getur komið í veg fyrir að ljósin blindi vegfarendur í ökutækjum sem koma úr gagnstæðri átt, og einnig virku beygjuljósin sem beina ljósgeislanum inn í beygjuna og lýsa þannig akbrautina mun betur upp. Frekari virkni er þjóðvega- og hraðbrautalýsing sem býr yfir eiginleikum sem henta aðstæðum sérlega vel hverju sinni.
Snjallt samspil aðstoðarkerfa.
Akstursaðstoðarpakkinn býður upp á snjallt samspil fjögurra aðstoðarkerfa sem geta létt undir með ökumanni og aukið öryggið.
Þau geta til dæmis aðstoðað ökumanninn við að halda lágmarksfjarlægð, taka eftir ökutækjum í blinda blettinum og fara ekki óvart út af akrein. Í erfiðum aðstæðum geta þau hjálpað til við að koma í veg fyrir óhöpp eða draga úr alvarleika þeirra. Auk þess getur fyrirbyggjandi PRE-SAFE®-kerfi til verndar farþegum greint hættulegar akstursaðstæður snemma og gripið til fyrirbyggjandi verndarráðstafana.
Getur dregið úr stefnubreytingu með inngripum hemla.
Hliðarvindshjálpin getur greint stefnubreytingu vegna sterkra vindhviða mjög snemma og aðstoðað ökumann við að halda bílnum á miðri akrein.
Því skyndileg breyting á stöðu bíls á akrein getur leitt til yfirdrifinna viðbragða ökumanns. Hliðarvindshjálpin getur leiðrétt stefnu bílsins sjálfkrafa á hraða sem er meiri en 80 km/klst. Þannig dregur mjög úr stefnubreytingunni og áhrif hliðarvindsins eru að mestu leiðrétt eða dregið úr þeim.
Yfirsýn allan hringinn og aðstoð við að leggja í stæði.
Bílastæðaaðstoð með 360° myndavél veitir bílstjóranum alhliða stuðning við að leita að bílastæði, sem og við að leggja í og fara úr stæði og að færa bílinn til.
Bílastæðaaðstoðin leitar að hentugum bílastæðum og stýrir bílnum sjálfkrafa inn í þau bæði langsum og þversum. 360° myndavélin gerir svæðið í nánasta umhverfi bílsins sýnilegt – einnig ofan frá og fyrir neðan gluggalínu. Myndavélin hjálpar við að greina hindranir þegar verið er að leggja og færa bílinn til.
Hughrif Mercedes-Benz V-Class.
Hughrif Mercedes-Benz V-Class.