C-Class Saloon með EQ Power.

Fágaður sportleiki.

Gerðu nýjar kröfur. Upplifðu óviðjafnanlega akstursmenningu. C-Class Saloon með Plug-in-Hybrid drifi sameinar takmarkalausa akstursgleði, mestu nýtni og einstök þægindi. Rafmótorinn með 60 kW og 340 Nm sér manni fyrir auknum afköstum í hröðun og ber ökutækið einn og sér allt að 31 kílómetra um borgina.

Straumnotkun C-Class Saloon 350 e í blandaðri prófun:

13,2-11,0 kWh/100km; Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 2,4-2,1 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 54-48 g/km.

Verð frá framleiðanda með 19% vsk.

C-Class Estate með EQ Power.

Meira frelsi og hreyfanleiki.

Mercedes-Benz C-Class Estate með EQ Power gefur óskum þínum meira frelsi – og óviðjafnanlega akstursupplifun. Plug-in-Hybrid tæknin býður upp á bestu nýtnina og áhrifamikla dýnamík. Hentar til hversdagsnota, eins og við er að búast af C-Class, og þægindin koma á óvart. Frábært 350 lítra farangursrými Plug-in-Hybrid hentar mjög vel persónulegum þörfum þínum við að flytja hluti. Þú mátt gleðjast yfir sértökum lúxús: Meira rými fyrir þitt líf.

Straumnotkun C-Class 350 e Estate í blandaðri prófun:
13,8 - 11,7 kWh/100km; Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 2,4-2,1 l/100 km;
CO2-losun í blönduðum akstri: 55-49 g/km.

Verð frá framleiðanda með 19% vsk.

E-Class Saloon með EQ Power.

Táknmynd þæginda og öryggis í akstri.

Fyrsti E-Class með Plug-in-Hybrid tækni: E 350 e sameinar sérstaklega lipra akstursgetu og akstur án losunar í sínu nærumhverfi. Hann er í fararbroddi í sínum flokki ökutækja með blandað drifkerfi brunavélar og rafmótors. Intelligent Drive tæknin dregur úr eldsneytisnotkun og léttir undir með bílstjóranum svo um munar og færir manni þægindi og öryggi sem eru einstök í flokki lúxus bifreiða – en um leið dæmigerð fyrir E-Class.

Straumnotkun E-Class 350 e í blandaðri prófun:
14,0-11,5 kWh/100km; Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 2,5-2,1 l/100 km;CO2-losun í blönduðum akstri: 57-49 g/km.

Verð frá framleiðanda með 19% vsk.

GLC SUV með EQ Power.

Greindarleg samsetning virkni og snerpu.

GLC 350 e 4MATIC nær því besta út úr hverju drifi: Orku, kyrrð og gríðarlega nýtni. Drifkerfið sameinar lipurð í akstri og mjög lága eldsneytisnotkun og akstur án losunar í nærumhverfi ökutækisins. Rýmið í honum setur öðrum viðmið og ný Mercedes-Benz Intelligent Drive tækni tryggir manni hámarks öryggi. Hvort sem þú ferð með fjölskyldunni í langt ferðalag eða í skottúr út úr bænum – í GLC máttu búast við miklu frelsi.

Straumnotkun

GLC 350 e 4MATIC í blandaðri prófun:
15,2– 13,9 kWh/100km ; Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 2,7-2,5 l/100 km ;

CO2-losun í blönduðum akstri: 64-59 g/km

.

Verð frá framleiðanda með 19% vsk.

GLC Coupé með EQ Power.

Svona sportlegur og árangursríkur getur lífsstíllinn verið.

Plug-in-Hybrid GLC 350 e 4MATIC Coupé sameinar lipra dýnamík í akstri og eldsneytissparnað í alveg nýjum hæðum. Áberandi og tjáningarríkur Coupé setur sig áhrifamikið á svið með breiðum öxlum og háum köntum. Þokki hans sést á óvanalega góðri stjórn og sportleika. Um leið hentar GLC Coupé fyllilega til dags daglegra verka, með miklu rými og breytanlegu farangursrými. Eins og gerður fyrir þig.

Straumnotkun GLC 350 e 4MATIC Coupé í blandaðri prófun:
15,2-13,9 kWh/100km; Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 2,7-2,5 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 64-59 g/km .

Verð frá framleiðanda með 19% vsk.

GLE SUV með EQ Power.

Anda inn frelsinu. Geisla af frelsi.

Dýnamík. Áræðni. Afköst. Sá sem býr yfir þessum kostum í sjálfum getur tekið meistaralega vel á hverri áskorun. Á götunni eða utan hennar – GLE er gerður fyrir þá sem fylgja ekki bara troðinni slóð. Þegar kemur að drifinu fer hann ekki aðeins troðnar slóðir: Hann sameinar kosti rafmótors og brunavélar á viturlegan hátt. Hvort sem það sé til að framkalla sérlega sparneytna ferð – eða til að fá aukasnúninga í snúningsvægið með Boost virkninni, til dæmis þegar tekið er fram úr öðrum.

Straumnotkun GLE 500 e 4MATIC í blandaðri prófun:
18,0-16,7 kWh/100km; Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 3,7-3,3 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 84-78 g/km .

Verð frá framleiðanda með 19% vsk.