
Hönnun.
Hönnun.
Við sköpum tungumál formsins sem ökutæki framtíðarinnar nota.
Hönnun.
Við sköpum tungumál formsins sem ökutæki framtíðarinnar nota.
Design Insight.
Design Insight.
Advanced Design Studios.
Samtal við framtíðina.
Advanced Design Studios.
Samtal við framtíðina.
Hönnunardeild Daimler þróar á hverjum degi bíla sem munu fyrst sjást á götunni eftir nokkur ár. Enn lengra inn í framtíðina ferðast samstarfsmenn þeirra í Mercedes-Benz Advanced Design-hönnunarstofunum, sem eru fimm talsins. Þeir hugsa oft áratug eða lengur fram í tímann. Með því leggja þeir ekki einungis áherslu á innanlandsmarkaðinn, heldur taka einnig mið af straumum og stefnum frá öðrum heimsálfum og menningarheimum.
Verkefni þeirra er að hugsa framtíðina á heimsvísu, rækta menningarsamskipti og rannsaka strauma og stefnur. Þess vegna eru líka fjórar af fimm Advanced Design-hönnunarstofum Mercedes-Benz staðsettar á erlendri grundu. Þetta snýst ekki um að eltast við tískubólur, heldur að finna langtímastrauma og -stefnur sem munu auka verðmæti vörumerkis Mercedes-Benz í áratugi, hugmyndir sem standast ströngustu kröfur í sambandi við tækni, frammistöðu, þægindi og öryggi. Advanced Design-hönnunarstofurnar eru skapandi rými þar sem hönnuðirnir geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn án þess að þurfa að hugsa strax um fjöldaframleiðslu.
Advanced Design-hönnunarstofurnar - Staðsetningar.
Advanced Design-hönnunarstofurnar - Staðsetningar.
Ýtrasta tjáning: Hönnun Mercedes-AMG GT Concept.
Sportbílavörumerkið AMG Future Performance kynnir „hybrid“-sýningarbílinn.
Ýtrasta tjáning: Hönnun Mercedes-AMG GT Concept.
Sportbílavörumerkið AMG Future Performance kynnir „hybrid“-sýningarbílinn.
Fjögurra dyra sportbíll frá Affalterbach.
Fjögurra dyra sportbíll frá Affalterbach.
Með Mercedes-AMG GT Concept-sýningarbílnum gefur sportbíla- og Performance-vörumerkið okkur innsýn inn í hvaða nýju drifkerfi AMG er að hanna. Þessi fjögurra dyra sportbíll frá Affalterbach mun skrifa næsta kafla í árangurssögu AMG GT.