Hönnun.

Við sköpum tungumál formsins sem ökutæki framtíðarinnar nota.

Design Insight


Design Insight.

Design Insight


Design Insight.

 • Stefna

  Hönnunarstefna Mercedes-Benz.

  Hönnunarstefna Mercedes-Benz hreyfir sig á spennusviðinu milli hefðar og nútíma.
  Gorden Wagener er hönnunarstjóri Mercedes-Benz Group AG.

  Hönnunarstefna Mercedes-Benz.

  Hönnun skapar hið óvenjulega og stuðlar verulega að því að móta heildarímynd vörumerkisins á opinberum vettvangi. Á spennusviði milli hefðar og nútíma draga starfsmenn hönnunarsviðs Daimler upp bíla framtíðarinnar.

  Fyrir þá er heildræn nálgun ómissandi, því bæði vörur og vörumerki Mercedes-Benz Group AG krefjast fullkominnar framsetningar. Þess vegna hannar þetta alþjóðlega teymi, sem er leitt af hönnunarstjóra Daimler, Gorden Wagener, öll vörumerki og vörur fyrirtækisins – allt frá bílum til heildrænnar, samræmdrar hönnunar allra vörumerkja samsteypunnar. Hönnuðirnir skapa þannig allt viðmót fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum og um leið alhliða upplifun.

 • Ferlið

  Verklag við hönnun hjá Mercedes-Benz.

  Hönnunarferlið hefst með skissu sem endurspeglar nýsköpunargleði og ást á smáatriðum.

  Verklag við hönnun hjá Mercedes-Benz.

  Vinna hönnuðar einkennist af nýsköpunargleði og ást á smáatriðum. Frá fyrstu hugmyndum til gerðarsamþykkis líða ár þar sem hönnuðir vinna saman skref fyrir skref að lokaútgáfu bílsins. Frá upphaflegri samkeppni mismunandi hönnunar skapar teymið næstu kynslóð Mercedes-Benz.

  Hönnunarferlið er óaðskiljanlegur þáttur þróunarferlisins (Mercedes-Benz Development System). Hönnuðirnir vinna í nánu samstarfi við rannsóknar-, þróunar- og framleiðsludeildir, koma sér saman um stærðir bíla, efnisval og framleiðsluaðferðir og tryggja þannig einnig framleiðsluhæfni þeirra.

 • Design Code

  Skilgreining á skynrænum hreinleika.

  „Design Code“ hjá Mercedes-Benz gerir kleift að túlka skynrænan hreinleika fyrir hverja gerð fyrir sig.

  Skilgreining á skynrænum hreinleika.

  „Design Code“ hjá Mercedes-Benz.

  „Design Code“ hjá Mercedes-Benz.

  Hönnunarstefnan um skynrænan hreinleika sem birtingarmynd nútímalegs lúxuss er þungamiðja vinnu hönnuða hjá Mercedes-Benz. Hún er skilgreind með svokölluðum „Design Code“. Hann byggist á sex viðmiðunum sem eru túlkaðar fyrir hverja gerð fyrir sig, þannig að sérhver bíll hefur sín sérstöku einkenni en er um leið auðþekkjanlegur sem Mercedes-Benz.

Advanced Design Studios


Advanced Design Studios.

Samtal við framtíðina.

Advanced Design Studios


Advanced Design Studios.

Samtal við framtíðina.

Hönnuðirnir hjá Advanced Design Studios þróa fólks- og flutningabíla fyrir framtíðina.

Hönnunardeild Daimler þróar á hverjum degi bíla sem munu fyrst sjást á götunni eftir nokkur ár. Enn lengra inn í framtíðina ferðast samstarfsmenn þeirra í Mercedes-Benz Advanced Design-hönnunarstofunum, sem eru fimm talsins. Þeir hugsa oft áratug eða lengur fram í tímann. Með því leggja þeir ekki einungis áherslu á innanlandsmarkaðinn, heldur taka einnig mið af straumum og stefnum frá öðrum heimsálfum og menningarheimum.

Leirmódel gera framsýna hönnun Advanced Design-hönnunarstofanna mögulega.

Verkefni þeirra er að hugsa framtíðina á heimsvísu, rækta menningarsamskipti og rannsaka strauma og stefnur. Þess vegna eru líka fjórar af fimm Advanced Design-hönnunarstofum Mercedes-Benz staðsettar á erlendri grundu. Þetta snýst ekki um að eltast við tískubólur, heldur að finna langtímastrauma og -stefnur sem munu auka verðmæti vörumerkis Mercedes-Benz í áratugi, hugmyndir sem standast ströngustu kröfur í sambandi við tækni, frammistöðu, þægindi og öryggi. Advanced Design-hönnunarstofurnar eru skapandi rými þar sem hönnuðirnir geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn án þess að þurfa að hugsa strax um fjöldaframleiðslu.

Advanced Design-hönnunarstofurnar - Staðsetningar


Advanced Design-hönnunarstofurnar - Staðsetningar.

Advanced Design-hönnunarstofurnar - Staðsetningar


Advanced Design-hönnunarstofurnar - Staðsetningar.

 • Carlsbad

  Advanced Exterior Design Studio Carlsbad.

  Í borginni Carlsbad í Kaliforníu verða til ytri byrði fyrir framsækna sýningarbíla, hugmyndabíla og aksturslausnir.

  Advanced Exterior Design Studio Carlsbad.

  Advanced Design-hönnunarstofurnar eru skapandi rými þar sem hönnuðirnir geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn án þess að þurfa að hugsa strax um fjöldaframleiðslu. Í Carlsbad í Kaliforníu þróa hönnuðir ytra byrði sýningarbíla, hugmyndabíla og aksturslausna framtíðarinnar. Andi Kaliforníu hefur bein áhrif á starfsemina rétt eins og nálægðin við Hollywood. Í Carlsbad þróast þar af leiðandi sérstök sköpunargleði sem setur einnig mark sitt á hönnun framleiðslubíla hjá Mercedes-Benz og opnar fyrir ný sjónarhorn.

  Advanced Exterior Design Studio Carlsbad grípur hugmyndir frá bandaríska bílaheiminum á lofti.

  Annað verkefni sem hönnunarstofan hefur er að greina stefnur og hugmyndir frá bandaríska bílaheiminum, sem geta að hluta til verið ólíkar þeim evrópsku.

  Í öllum verkefnum þeirra endurspeglast hins vegar hin einstaka hönnunarstefna Mercedes-Benz um skynrænan hreinleika. Hönnunarstofan í Carlsbad starfar einnig náið með hinum Advanced Design-hönnunarstofunum.

 • Como

  Advanced Interior Design Studio Como.

  Advanced Interior Design Studio Como er staðsett í glæsilegri ítalskri villu.

  Advanced Interior Design Studio Como.

  Í hönnunarstofunni í Como vinna hönnuðirnir að hugmyndum um innanrými sem liggja langt inni í framtíðinni, þar sem „Color & Trim“ leika stórt hlutverk.

  .

  Villan, reist árið 1750 og staðsett í þríhyrningnum milli Como, Mílanó og Tórínó, veitir hönnuðunum sérstakan innblástur með sínum upprunalegu freskum, löngum göngum og mismunandi gólfum úr terracotta og viði. Hér á húsgagna- og tískuiðnaðurinn heima og þessi áþreifanlega nálægð hefur áhrif á daglega vinnu hönnuðanna.

  Hefðbundin handiðn veitir hönnuðunum í Como innblástur þegar þeir þróa innanrými framtíðarinnar.

  Þar sem hefðbundið handverk hefur þar mikið vægi er það fullkomið umhverfi fyrir Advanced Interior Design-hönnunarstofuna. Þannig eru hinir skapandi hugar í Como mjög opnir fyrir svæðisbundnum áhrifum og gæða þessar hugmyndir lífi með nýrri hönnun fyrir innanrými. Nýjar hugmyndir fylgja nýjum litum og efnum og samsetning þeirra er stöðugt skilgreind á nýjan leik, smáatriði þróuð og lögun innanrýmis stöðugt endurbætt í samræmi við hönnunarstefnuna um skynrænan hreinleika.

 • Peking

  Advanced Design Studio Beijing.

  Advanced Design Studio Beijing er hönnunarmiðstöð Mercedes-Benz í Asíu.
  Nýjar aksturslausnir eru aðaláhersla Advanced Design-hönnunarstofunnar í Peking.

  Advanced Design Studio Beijing.

  Advanced Design-hönnunarstofan í Peking er hjarta rannsókna- og þróunarmiðstöðvarinnar á staðnum og hin nýja hönnunarmiðstöð fyrirtækisins í Asíu. Aðalmarkmið hennar er að sjá kínverskum viðskiptavinum fyrir enn magnaðra Mercedes-Benz-vörumerki. Sem nokkurs konar jarðskjálftamælir fyrir hönnunar-, menningar og akstursstefnur er hönnunarstofan órjúfanlegur þáttur hins alþjóðlega hönnunarkerfis Daimler. Hinn skapandi innblástur frá Kína hefur mikil áhrif á vinnu hönnuða Mercedes-Benz. Verkefnin ná frá háþróuðum hugmyndabílum til mismunandi samvinnuverkefna með hinum hönnunarstofunum og samkeppni þeirra á milli í sambandi við hönnun á bílum til fjöldaframleiðslu.

 • Sindelfingen

  Advanced Design-hönnunarstofan í Sindelfingen.

  Hér spinnast þræðirnir saman: Advanced Design Studio Sindelfingen.
  Í Advanced Design-hönnunarstofunni í Sindelfingen er hönnunartungumál vörumerkisins Mercedes-Benz til næstu 20 til 30 ára þróað.

  Advanced Design-hönnunarstofan í Sindelfingen.

  Advanced Design-miðstöðin í Sindelfingen er hugmyndasmiðja hönnunar Mercedes-Benz. Fegurð öðlast dýpri merkingu með því að vísa til framtíðar. Innblásnir af þessum anda vinna hönnuðirnir í Sindelfingen daglega að því að skapa ökutæki framtíðarinnar. Þeir túlka persónulegan og menningarlegan innblástur og umbreyta í sýn um aksturslausnir framtíðarinnar og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn: Hér verða til sýningarbílar, tilraunabílar og vöru- og hönnunartillögur. Hér er tekin ákvörðun um það hvaða hönnunartungumál vörumerkið mun tala eftir 20 eða 30 ár.

 • Sunnyvale

  Advanced UX Design Studio Sunnyvale.

  Advanced UX Design Studio Sunnyvale er staðsett í Silicon Valley undir hinni innblásandi sól Kaliforníu.

  Advanced UX Design Studio Sunnyvale.

  Mercedes-Benz Advanced Design Center í Sunnyvale er hluti af Mercedes-Benz Research & Development North America, Inc. Staðsetningin er fullkomin fyrir náið samstarf við sérfræðinga á mismunandi sviðum: Hér njótum við ekki einungis góðs af nálægðinni við hina virtu háskóla Stanford og Berkeley, heldur eigum við einnig í miklum samskiptum við hin fjölmörgu hátæknifyrirtæki á svæðinu og teymin veita hvert öðru innblástur og grípa stefnur á lofti sem koma fram í sýningarbílum og framleiðslubílum dagsins í dag.

  Samskipti við sérfræðinga á mismunandi sviðum á Silicon Valley-svæðinu kemur fram í viðmótshönnun framtíðarinnar.

  Sérfræðingar Advanced Design-hönnunarstofunnar í Sunnyvale einbeita sér að hönnun stafræns notendaviðmóts og gagnvirkni fyrir bíla með áherslu á notendaviðmót fyrir framtíðarbíla Mercedes-Benz, hugmynda- og tilraunabíla ásamt fleiri stafræna notkunarmöguleika. Í samstarfi við verkfræðinga þróa hönnuðirnir framsækið efni, hugmyndir, hönnun og frumgerðir sem tengjast bílum framtíðarinnar. Auk þess vinna þeir að stefnumótun með tilliti til samfélags-, menningar- og tæknilegra strauma og stefna.

Mercedes-AMG GT Concept


Ýtrasta tjáning: Hönnun Mercedes-AMG GT Concept.

Sportbílavörumerkið AMG Future Performance kynnir „hybrid“-sýningarbílinn.

Mercedes-AMG GT Concept


Ýtrasta tjáning: Hönnun Mercedes-AMG GT Concept.

Sportbílavörumerkið AMG Future Performance kynnir „hybrid“-sýningarbílinn.

Fjögurra dyra sportbíll frá Affalterbach.

Mercedes-AMG GT Concept séð frá hlið með svörtum bakgrunni.

Fjögurra dyra sportbíll frá Affalterbach.

Með Mercedes-AMG GT Concept-sýningarbílnum gefur sportbíla- og Performance-vörumerkið okkur innsýn inn í hvaða nýju drifkerfi AMG er að hanna. Þessi fjögurra dyra sportbíll frá Affalterbach mun skrifa næsta kafla í árangurssögu AMG GT.