Fimm Mercedes-Benz Advanced Design-hönnunarstofur eru á mismunandi stöðum í heiminum.

Gorden Wagener, yfirmaður hönnunarsviðs Daimler, ber ábyrgð á öllum hönnunarstofunum. Advanced Design-hönnunarstofurnar er að finna í Sindelfingen (Þýskalandi), Como (Ítalíu), Peking (Kína) og einnig í Carlsbad og Sunnyvale (Kaliforníu).

Hönnunarstofan í Como sérhæfir sig í innréttingum væntanlegra bíla, einkum vegna staðsetningar sinnar í hinum fræga þríhyrningi borganna Como, Mílanó og Tórínó. Advanced Design-hönnunarstofan í Peking er mjög mikilvæg með tilliti til nýrra aksturslausna og samstarfsverkefna.

Hjá hönnuðunum í Carlsbad er lögð áhersla á ytra útlit bíla framtíðarinnar, en Advanced Design-hönnunarstofan í Sunnyvale vinnur aftur á móti að hönnun stafrænnar framtíðar og heildræns notendaviðmóts. Í Sindelfingen fléttast hinir skapandi þræðir saman.

Advanced Design-hönnunarstofurnar gegna mikilvægu hlutverki í því að þróa hönnunarstefnu Mercedes-Benz um skynrænan hreinleika og hrinda af stað nýrri þróun með nýjum hugmyndum sem gefa Mercedes-bílum áfram munúðarfullan, stílhreinan og sportlegan svip án þess að víkja frá uppruna og einkennum vörumerkisins. Hjá þeim er framtíðin þegar í dag.