Tilraunabíllinn Mercedes-Benz F015 Luxury in Motion endurspeglar þessa hönnunarstefnu skynræns hreinleika.

Markmið hönnuðanna er að litið verði á fyrirtækið sem alþjóðlegt lúxusvörumerki, því fyrir þeim er lúxus ekki bara yfirlýsing, heldur lífsstíll.

Megináherslan er ávallt á aðalvörumerkið Mercedes-Benz, þar sem hönnunarstefnan um skynrænan hreinleika skilgreinir nútímalegan lúxus. Í dag er lúxus tímalaus og nær miklu lengra en tíska. Sannur lúxus er sjaldgæfur og þar af leiðandi mjög eftirsóttur. Fólk sækist sífellt minna eftir veraldlegum hlutum, heldur frekar eftir raunverulegum upplifunum og því sem raunverulega skiptir máli. Hátækni í bland við handverkslist og alvöru munaður verða í síauknum mæli að brennidepli.

Stefnan um skynrænan hreinleika setur mikilvægan þátt vörumerkisins í brennidepil – tvíhverfileika tilfinninga og greindar. Fyrir hönnuðina verður góð hönnun að vera falleg og skynsamleg, eða – til að komast að kjarna málsins – vera „hot“ og „cool“. Það er auðvelt að falla fyrir vörum Mercedes-Benz, því þær eru ómótstæðilegar – í stuttu máli sagt: þær eru sjóðheitar. Þannig eru þær táknmynd fyrir eina hlið vörumerkisins, sem var mótuð af Gottlieb Wilhelm Daimler og tímabili fyrstu kappakstursbílanna og klassísku bílanna. Hin hliðin stendur fyrir skynsömu hlið vörumerkisins sem Carl Friedrich Benz stóð fyrir. Þetta er naumhyggjan og tæknin í hnotskurn – vörurnar eru „cool“ eins og eitthvað sem kemur á óvart og hefur aldrei sést áður. Samkvæmt þessari stefnu hanna hönnuðirnir ekki aðeins bíla, heldur heilan heim af nútímalegum lúxus.

Hönnunarstefnan er skilgreind með svokölluðum „Design Code“. Hann byggist á sex viðmiðunum sem eru túlkaðar fyrir hverja gerð fyrir sig. Þannig býr hver framleiðsluröð yfir sínum sérstöku eiginleikum en er þrátt fyrir það auðþekkjanleg sem Mercedes-Benz.