Mercedes-AMG GT Concept séð að framan og frá hlið með svörtum bakgrunni.
Myndbandið sem óskað var eftir er því miður ekki í boði í augnablikinu. Reyndu aftur síðar.
Spila aftur

Hönnun á Mercedes-AMG GT Concept.

Sportbílavörumerkið AMG Future Performance kynnir „hybrid“-sýningarbílinn.

Hönnun á Mercedes-AMG GT Concept.

Sportbílavörumerkið AMG Future Performance kynnir „hybrid“-sýningarbílinn.

Mercedes-AMG GT Concept séð ofan frá og frá hlið með svörtum bakgrunni
Mercedes-AMG GT Concept séð að framan og frá hlið með svörtum bakgrunni.

Stælt lögun.

Stælt lögun.

Hönnun ytra byrðis einkennist af stæltri lögun, miklu rúmmáli ásamt skynrænum en á sama tíma smækkuðum stíl ytra byrðis. Þessi hugmyndabíll stendur fyrir hönnunarstefnuna um skynrænan hreinleika og bætir við hann hinum dæmigerðu Performance-eiginleikum AMG.

„GT Concept felur í sér ýtrustu tjáningu hönnunartungumálsins okkar og undirstrikar á ný sérkenni AMG sem Performance-vörumerkis“, segir Gorden Wagener, aðalhönnunarstjóri Mercedes-Benz Group AG. „Með fullkomnum hlutföllum skapar hann stílhreina og þróttmikla hönnun með munúðarfulla lögun, og er samtímis bæði „hot“ og „cool“.“

AMG GT-eiginleikar.

Mercedes-AMG GT Concept séð frá hlið með svörtum bakgrunni.

AMG GT-eiginleikar.

Panamericana-grillið með lóðréttum listum með rauðlakkaðar hliðar, ný ásýnd örmjórra framljósa og áberandi hönnun hliðarloftinntakana á framsvuntunni eru dæmigerð sérþróuð AMG GT-hönnunareinkenni og tjá hreinan kraft. Vélarhlífin, sem nær alveg til hjólaskálanna, ásamt báðum aflhvelfingunum undirstrika sporteiginleikana. Þetta endurspeglast í íburðarmiklu og eldrauðu lakki með áferð sem glitrar í ljósinu eins og fljótandi málmur, þökk sé sérstakri samsetningu.

Mercedes-AMG GT Concept séð að aftan og frá hlið með svörtum bakgrunni.
Nærmynd af afturljósum Mercedes-AMG GT Concept.
Mercedes-AMG GT Concept séð að aftan og frá hlið með svörtum bakgrunni.

Dæmigert AMG GT-útlit.

Dæmigert AMG GT-útlit.

Breiður afturhlutinn vísar einnig í hið auðþekkjanlega AMG GT-útlit með örmjóum, láréttum afturljósum sem og lögun afturhlerans. Afturljósið býr einnig yfir nýju ljóstækninni, staðsett undir þrívíðu ljóskeri afturljósanna. Riffluð kælieining í ljóskerinu leiðir varma út.

Fleiri hönnunarþættir á bakhliðinni eru breiður loftdreifari með Carbon-áferð sem sveigist niður til hliðanna og púströrið sem er staðsett fyrir miðju og minnir á Mercedes-AMG GT R.

Mirror Cams.

Nærmynd af hliðarspegli með smámyndavél á Mercedes-AMG GT Concept.

Mirror Cams.

Á hugmyndabílnum gegna straumlínulagaðar smámyndavélar, svokallaðar „Mirror Cams“, hlutverki hliðarspegla. Merkingin „EQ Power+“ á Mirror Cam vísar til þeirra auknu afkasta sem má búast við af „hybrid“-væðingu AMG. Svipmiklar felgurnar með fíngerðum örmum gera að verkum að öflugur trefjastyrktur AMG-keramikbremsubúnaðurinn er vel sýnilegur. Hemlaklafarnir eru lakkaðir í bronsi og með áletrunina „AMG Carbon Ceramic“.

„Nano active fibre technology“.

Nærmynd af hátækniframljósum Mercedes-AMG GT Concept með „nano active fibre technology“.

„Nano active fibre technology“.

Með „nano active fibre technology“ kynnir Mercedes-AMG í fyrsta sinn framsækin dagljós. Ljósið kemur frá sérstöku, ljóssterku ljóskerfi í frjálslega hannaðri ljóssnúru. Þrívíð ljósáhrifin gefa AMG GT Concept sérkennandi ljóseinkenni, sem er framkallað af mörgum öðrum aðgerðum í hátækniframljósunum. Stefnuljósin eru sambyggð efst. Raðblikkljósin hafa einnig verið endurbætt og vekja athygli með hröðum skiptingum.