Myndin sýnir Mercedes-AMG GT, sem myndar töluna 50 með hjólförum.

Mercedes-AMG í 50 ár.

Driving Performance í hálfa öld.

Mercedes-AMG í 50 ár.

Driving Performance í hálfa öld.

Hámarksafköst, sérstaða og akstursánægja.

Myndin sýnir tilkomumikinn hraða tveggja AMG Performance-bíla á kappakstursbraut.
Myndin sýnir Mercedes-AMG E63 S 4MATIC+ við hliðina á Hammer-num, hinu upprunalega tákni AMG-goðsagnarinnar.
Myndin sýnir tvo Mercedes-AMG Performance Cabriolet á fullri ferð á götu í útjaðri stórborgar.

Hámarksafköst, sérstaða og akstursánægja.

AMG – um allan heim standa þessir þrír bókstafir fyrir hámarksafköst, sérstöðu, skilvirkni og öfluga aksturseiginleika. Fyrirtækið sem var stofnað af Hans Werner Aufrecht og Erhard Melcher fagnar 50 ára afmæli sínu árið 2017. Á þessari hálfu öld hefur Mercedes-AMG notið mikillar velgengni í akstursíþróttum auk þess að þróa einstaka götubíla og þannig skipað sér sess sem einn helsti framleiðandi sportbíla og aflmikilla bíla í heiminum.

„One Man, One Engine.“

Fyrirtækið frá Affalterbach stendur fyrir„One Man, One Engine“-stefnuna, sem þýðir að sérhver vél er handgerð af einum vélsmiði.

„One Man, One Engine.“

Fyrirtækið frá Affalterbach stendur á heimsvísu fyrir framúrskarandi þekkingu á vélum, sem nær ekki eingöngu til þróunar, heldur einnig til „One Man, One Engine“-stefnunnar, sem þýðir að sérhver vél er handgerð af einum vélsmiði. Með næstum 100.000 framleidd ökutæki á árinu 2016, sem þýðir 40 prósent aukningu og stærstu sókn í sögu fyrirtækisins, byrjar AGM afmælisárið með nýjum metum.

Á sigurbraut á heimsvísu.

Á sigurbraut á heimsvísu.

„Með stefnumótandi stækkun eignasafns okkar erum við á sigurbraut á heimsvísu og getum horft til baka á stórkostlegt ár. 63-gerðirnar mynda enn kjarnavörulínu okkar og þær halda áfram að gleðja bílaáhugamenn um allan heim. Auk þess er AMG GT-línan, sem var þróuð að öllu leyti innanbúðar, nú fáanleg sem stórfjölskylda, þar sem við höfum sýnt fram á sérþekkingu sem sportbílavörumerki á eftirtektarverðan hátt. Um leið gerir breitt eignasafnið okkur kleift að halda áfram að vaxa á sjálfbæran hátt.“

Myndin sýnir fjóra dæmigerða AMG Performance-bíla hlið við hlið á kappakstursbraut.

„Það sem liggur fyrir okkur núna er ekki eingöngu að halda upp á velgengni AMG, heldur að hjálpa til við að móta akstur framtíðarinnar á einu mest spennandi tímabili bílasögunnar.“

Tobias Moers, formaður framkvæmdastjórnar Mercedes‑AMG GmbH.

Myndin sýnir dekk á Mercedes-AMG GT3 með gulum trefjastyrktum keramikbremsubúnaði.
Myndin sýnir tilkomumikla framhlið Mercedes-AMG GT3.

Framúrskarandi keppnistímabil viðskiptavina 2016.

Framúrskarandi keppnistímabil viðskiptavina 2016.

Með samtals 18 heildarsigra og 32 sæti á verðlaunapalli til viðbótar fagna alþjóðlegu viðskiptavina- og Performance-liðin frábæru keppnistímabili með nýja Mercedes‑AMG GT3 2016. GT3-kappakstursbíllinn hóf keppnistímabilið með frábærri frumraun. Í 24 klukkustunda aksturskeppninni á Nürburgring í lok maí náði GT3-sportbíllinn sínum besta árangri síðan AMG-íþróttaáætlun viðskiptavina var hleypt af stokkunum: heildarsigur, ráspóll, hraðasti keppnishringurinn og annað, þriðja, fjórða og sjötta sæti eru síðan þá skráð í sögubækur akstursíþróttarinnar.

Mikilvægir áfangar Performance-merkisins.

Myndin sýnir nokkra af Mercedes-AMG Performance-bílunum sem með miklum hraða leggja undir sig Spa-Francorchamps.

Mikilvægir áfangar Performance-merkisins.

Fyrirtækið sem var stofnað af Hans Werner Aufrecht og Erhard Melcher hefur uppfyllt drauma afkastaunnenda í 50 ár. Þeir settu upp sína fyrstu vinnustofu árið 1967 í gamalli myllu. Árið 1971 hampaði AMG 300 SEL 6.8 bíllinn frá „Aufrecht und Melcher, Großaspach“ – skammstafað: AMG – óvænt sigri í sínum flokki og varð í öðru sæti yfir alla flokkana í 24 klukkustunda kappakstrinum á Circuit de Spa-Francorchamps.

Myndin sýnir AMG 300 SL, sem tekur fram úr öðrum AMG Performance-bíl og ber þar með sigur út býtum.
Myndin sýnir tvo Mercedes-AMG Performance-bíla á fullri ferð hlið við hlið á kappakstursbrautinni.
Myndin sýnir tvo dæmigerða AMG Performance-bíla á fullri ferð.

Samstarfið við Mercedes-Benz hófst árið 1990. Með C 36 AMG árið 1993 kom fyrsti bíllinn sem þróaður var samkvæmt samstarfssamningi við Daimler-Benz á markað. Árið 2005 varð Mercedes-AMG að hundrað prósent dótturfélagi Daimler AG og kynnti með Mercedes-Benz SLS AMG fyrsta bílinn sem þróaður var af Mercedes-AMG í heild sinni árið 2009. Með SLS AMG GT3 árið 2011 teygði AMG anga sína til kappaksturs. Í kjölfarið fylgdi árið 2014 Mercedes-AMG GT og árið 2015 kynning 43-gerðanna.