Séð framan á Concept EQA með bláum LED-ljósum.
Myndbandið sem óskað var eftir er því miður ekki í boði í augnablikinu. Reyndu aftur síðar.
Spila aftur

Concept EQA - Electro Athlete.

Með Concept EQA sýnir Mercedes-Benz á IAA-bílasýningunni í Frankfurt hvernig
hægt er að yfirfæra EQ-stefnuna yfir á flokk smábíla.

Concept EQA - Electro Athlete.

Með Concept EQA sýnir Mercedes-Benz á IAA-bílasýningunni í Frankfurt hvernig
hægt er að yfirfæra EQ-stefnuna yfir á flokk smábíla.

Það er kominn aukinn skriður á rafvæðinguna.

Það er kominn aukinn skriður á rafvæðinguna.

„Með Concept EQA er kominn aukinn skriður á rafvæðinguna hjá okkur: Fram til ársins 2022 mun Mercedes-Benz Cars bjóða upp á meira en tíu bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni.“

Dr. Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG og stjórnandi Mercedes-Benz Cars.

Concept EQA séð frá hlið.

Þessi rafbíll er með einn rafmótor á bæði fram- og afturöxlinum með yfir 200 kW kerfisafli. Hægt er að breyta aksturseiginleikunum með framan- eða aftanverðri snúningsvægisdreifingu sítengda aldrifsins. Concept EQA sýnir hvaða aksturskerfi hefur verið valið með einstöku sýndargrilli.

Drægið er um 400 kílómetrar.

Drægið er um 400 kílómetrar.

Í samspili við snjallstýringartækni Mercedes-Benz nær Concept EQA, háð afkastagetu uppsettrar rafhlöðu, um 400 kílómetra drægi. Öflug og skilvirk litíum-jóna-rafhlaðan með pokasellum er framleidd af Deutsche ACCUMOTIVE, dótturfyrirtæki Daimler.

Concept EQA séð að aftan og frá hlið.

Með einingaskiptu byggingarlagi er framsækið rafhlöðukerfið með yfir 60 kWh heildarrýmd eftir gerð. Hægt er að hlaða Concept EQA ýmist þráðlaust eða með vegghleðslustöð og hann er einnig útbúinn fyrir hraðhleðslu. Sýn okkar um hleðslu á almennum hleðslustöðvum er „seamless charging“: Þessi þjónusta sem byggist á Mercedes me gerir kleift að hlaða og greiða fyrir hleðslu með einföldum hætti á mismunandi hleðslustöðvum.

Hönnunarstefna skynræns hreinleika.

Concept EQA séð frá hlið.
Séð framan á Concept EQA.

Hönnunarstefna skynræns hreinleika.

Concept EQA er um leið enn eitt dæmið um stöðuga þróun hönnunarstefnunnar um skynrænan hreinleika: Dregið hefur verið úr skörpum brúnum og línum. Eitt dæmi um nýja „Electro“-útlitið er ljóstækni með leysigeislaljósleiðurum. Hún felur í sér að leysigeislamiðli er komið fyrir í miðjum ljósleiðara. Áberandi gormlaga ljósmerkið stendur fyrir rafmagnshugsunina því það líkist koparvöfum rafmótors og setur fram rafpúlsa með hreyfimyndinni.

Framúrskarandi aksturseiginleikar með mismunandi aksturskerfum.

Framúrskarandi aksturseiginleikar með mismunandi aksturskerfum.

Séð framan á Concept EQA með bláum LED-ljósum.
Séð framan á Concept EQA með rauðum LED-ljósum.
Séð framan á Concept EQA með bláum LED-ljósum í myrkri.

Aksturskerfin „Sport“ og „Sport Plus“ bjóða upp á mismunandi dreifingu snúningsvægis að framan og aftan og gera þannig kleift að velja milli mismunandi aksturseiginleika. Svartur framflöturinn gegnir hlutverki sýndargrills og breytir um útlit eftir því hvaða aksturskerfi er valið. Í aksturskerfinu „Sport“ sýnir grillið glóandi væng með láréttu sniði á meðan kerfið „Sport Plus“ sýnir lóðréttar línur í stíl Panamericana-grills.

EQ: Nýtt vörumerki fyrir rafknúinn akstur.

EQ: Nýtt vörumerki fyrir rafknúinn akstur.

EQ býður upp á yfirgripsmikið úrval af vörum, þjónustu, tækni og nýsköpun á sviði rafknúins aksturs. Rófið spannar allt frá rafbílum til hleðsluþjónustu og rafhlaða til heimilisnota. Heitið EQ stendur fyrir „Electric Intelligence“ og er dregið af gildunum „Emotion“ (tilfinningar) og „Intelligence“ (skynsemi) fyrir vörumerki Mercedes-Benz. Nýja vörumerkið nær til allra lykilþátta rafknúins aksturs með áherslu á viðskiptavininn og nær lengra en bara til bílsins.

Næstu gerðir munu búa yfir öllum nauðsynlegustu þáttum nútímalegs, rafknúins aksturs – samspili hönnunar sem höfðar bæði til tilfinninga og skynsemi, framúrskarandi akstursánægju, mikillar hagkvæmni og hámarksöryggis, sem einkennir alla bíla frá þeim sem fundu bílinn upp. EQC, fyrsta framleiðslugerð nýja EQ-vörumerkisins, verður framleiddur í Mercedes-Benz-verksmiðjunni í Bremen frá og með árinu 2019. Hann byggist á Concept EQ sem var sýndur í París á síðasta ári.

Hleðsla á minna en 10 mínútum.

Hleðsla á minna en 10 mínútum.

Hægt er að hlaða bílinn þráðlaust eða með vegghleðslustöð og hann er einnig útbúinn fyrir hraðhleðslu.

10 mín.

hleðslutími

100 km

drægi

Concept EQA séð að framan og á hlið.

Á hraðhleðslustöð er hægt að hlaða Concept EQA það mikið á innan við 10 mínútum að hægt er að aka honum 100 km. Auk innri þróunar- og framleiðslugetu og stefnu um nýja einingaskipta driftækni er það einnig hluti af stefnu Daimler AG að tryggja að fyrirtækið hafi beinan aðgang að lykilíhlutum fyrir rafknúinn akstur.

Snjalltengdar hleðslulausnir.

Snjalltengdar hleðslulausnir.

Concept EQA séð frá hlið.
Veröld Mercedes: Concept EQA

Mercedes-Benz býður nú þegar upp á yfirgripsmikið hleðslukerfi fyrir rafbíla, þar á meðal ókeypis forritið „Charge&Pay“ fyrir þægilega hleðslu á almennum hleðslustöðvum, sem og staðbundnar rafhlöður fyrir heimili og fyrirtæki sem geyma orkuna sem framleidd er með sólarsellum. Í framtíðinni verður enn auðveldara að hlaða rafhlöðuna með einfaldri hleðslustjórnun og snjallri leit að hleðslustöðvum. Með hleðslu sem byggist á Mercedes me fær viðskiptavinurinn alla þjónustu á einum stað, innan þjónustukerfis Mercedes-Benz fyrir rafknúinn akstur.

Þéttriðið net hleðslustöðva.

Þéttriðið net hleðslustöðva.

Snjalltengdar hleðslulausnir eru óaðskiljanlegur hluti af rafvæðingu Mercedes-Benz Cars, þar sem þéttriðið net hleðslustöðva þarf að vera fyrir hendi til þess að viðskiptavinir fáist til að skipta yfir í rafbíla. Árið 2017 varð Daimler AG aðalfjárfestir hjá bandaríska hleðslulausnafyrirtækinu ChargePoint Inc. Markmiðið með þessari stefnumótandi fjárfestingu er að auka framboðið á sviði snjallra hleðslulausna til muna og sjá viðskiptavinum fyrir alhliða þjónustu fyrir rafbíla í hæsta gæðaflokki.