Lewis Hamilton virðir fyrir sér Mercedes-AMG Project ONE-prófun í vindgöngum.
Myndbandið sem óskað var eftir er því miður ekki í boði í augnablikinu. Reyndu aftur síðar.
Spila aftur

Mercedes-AMG Project ONE: Formúlu 1-tækni fyrir götuna.

Mercedes-AMG Project ONE: Formúlu 1-tækni fyrir götuna.

Heimsfrumsýning á IAA.

Heimsfrumsýning á IAA.

Á alþjóðlegu bílasýningunni (IAA) í Frankfurt heldur Mercedes-AMG Project ONE upp á heimsfrumsýningu sína: Þessi tveggja sæta ofursportbíll færir í fyrsta skiptið nýjustu og skilvirkustu Formúlu 1 „hybrid“-tækni nánast óbreytta af kappakstursbrautinni á götuna og markar þannig hápunkt 50 ára afmælisárs AMG. Þessi öflugi „hybrid“-bíll mun væntanlega skila meira en 1000 hestöflum og hámarkshraði hans á að vera yfir 350 km/klst. Sýningarbíllinn sameinar yfirburðaframmistöðu á keppnisbrautinni, Formúlu 1 „hybrid“-tækni til daglegrar notkunar og framúrskarandi sparneytni. Það er einsdæmi í heiminum.

Vél með forþjöppu og fjórir rafmótorar.

Mercedes-AMG Project ONE ofan frá.
Mercedes-AMG Project ONE með opinni yfirbyggingu ofan frá.

Vél með forþjöppu og fjórir rafmótorar.

Afkastamikil „plug-in hybrid“-aflrás Mercedes-AMG Project ONE kemur beint úr Formúlu 1 og var þróuð í nánu samstarfi við kappaksturssérfræðinga Mercedes-AMG High Performance Powertrains í Brixworth. Hún samanstendur af einstaklega vel samþættri og samtengdri einingu „hybrid“-brunahreyfils með forþjöppu og samtals fjórum rafmótorum: Einn er innbyggður í forþjöppuna, einn er alveg við brunahreyfilinn og er tengdur sveifarásnum en tveir aðrir knýja framhjólin áfram.

Aftari miðjuvél með allt að 11.000 sn./mín.

Aftari miðjuvél með allt að 11.000 sn./mín.

1,6 lítra V6-„hybrid“-bensínvélin með beinni innspýtingu og rafknúinni forþjöppu kemur beint úr Mercedes-AMG Petronas Formúlu 1-kappakstursbílnum. Til að ná háum snúningshraða er vélrænu ventilgormunum skipt út fyrir loftknúna ventilgorma. Vélin sem er í miðjuvélarstöðu fyrir framan afturöxulinn snýst þar af leiðandi átakalaust upp í allt að 11.000 sn./mín., sem er einsdæmi fyrir götubíl í dag. Fyrir lengri endingartíma og til að geta notað venjulegt „Super plus“-bensín í stað kappaksturseldsneytis er vélinni hins vegar vísvitandi haldið undir F1-snúningshraðamörkunum.

Driving Performance framtíðarinnar.

Driving Performance framtíðarinnar.

Allt frá árdögum akstursíþrótta hefur það verið draumur verkfræðinga að færa kappaksturstækni yfir á götuna. Mercedes-AMG uppfyllir þennan draum á allra hæsta stigi.

Séð framan á Mercedes-AMG Project ONE.

„Kappakstur er ekki markmið í sjálfu sér fyrir okkur. Í harðri samkeppni þróum við tækni sem mun gagnast framleiðslubílunum okkar síðar. Við notum sérfræðiþekkingu og árangur þriggja bílaframleiðenda- og ökumannsmeistaratitla til að færa Formúlu 1-tækni yfir á götuna í fyrsta skiptið: Með Mercedes-AMG Project ONE“ segir Dr. Dieter Zetsche, stjórnarformaður Mercedes-Benz Group AG og stjórnandi Mercedes-Benz Cars.

Mercedes-AMG Project ONE séð aftan frá og frá hlið.

Hugmyndabíllinn gefur margar áþreifanlegar vísbendingar um væntanlega fjöldaframleidda bílinn. „Hyper-bíllinn stendur fyrir metnaðarfyllsta verkefni sem við höfum nokkurn tímann tekist á við. Hann markar enn einn hápunkt árangursríkrar og stefnumarkandi þróunar Mercedes‑AMG yfir í Performance- og sportbílavörumerki. Project ONE setur markið um það hvað sé tæknilega mögulegt enn hærra og setur hæsta mögulega viðmiðið með því að sameina skilvirkni og frammistöðu. Á sama tíma gefur Project ONE innsýn í AMG skilgreinir Driving Performance í framtíðinni“ segir Tobias Moers, formaður framkvæmdastjórnar Mercedes-AMG GmbH.

Snúningshraðaundur við framöxulinn.

Snúningshraðaundur við framöxulinn.

Rafmótorarnir við framöxulinn eru sömuleiðis sannkölluð snúningshraðaundur með snúningshraða allt að 50.000 sn./mín. – nýjasta tæknistaðan er 20.000 sn./mín.

Mercedes-AMG Project ONE að framan og frá hlið.

Hásnúningshraðavélin fær aukinn kraft úr hátækniforþjöppu. Útblásturs- og þjöppunarhverflarnir eru aðskildir hvor frá öðrum og staðsettir í ákjósanlegri stöðu á útblásturs- og inntakshlið V6-vélarinnar og tengdir saman með drifskafti. Á þessu drifskafti er rafmótor með u.þ.b. 90 kW afli sem, allt eftir vinnslustöðu, knýr forþjöppuna með 100.000 sn./mín. – til dæmis þegar tekið er af stað eða eftir gírskiptingu. Staðlaða Formúlu 1-nafnið fyrir þessa einingu er MGU-H (Motor Generator Unit Heat).

Svarar hraðar en V8-vél með innsogi.

Svarar hraðar en V8-vél með innsogi.

Stærsti kosturinn: „Turbo lag“ – það er, seinkaðri svörun við
skipunum bensíngjafarinnar sökum tregðu stóru forþjöppunnar – er
algjörlega útrýmt. Svörunartíminn er minnkaður verulega og er jafnvel
styttri en hjá V8-vél með innsogi.

Horft á stjórnrými Mercedes-AMG Project ONE.
Mercedes-AMG Project ONE séð aftan frá og frá hlið.

Rafmagnsforþjappan hefur einnig annan kost: Hún notar hluta afgangsorkunnar frá útblástursstraumnum og virkar eins og hverfill sem framleiðir raforku sem er annaðhvort geymd í háspennu-litíum-jóna-rafhlöðu eða veitt sem aukaorka til annars rafmótors. Hann framleiðir 120 kW, er staðsettur beint á brunahreyflinum og tengist sveifarásnum í gegnum sporatannhjólsdrif (MGU-K = Motor Generator Unit Kinetic) – og er sömuleiðis tækni sem skilar hæstu skilvirkni og frammistöðu í Formúlu 1.

Framöxull sem er eingöngu knúinn með rafmagni.

Framöxull sem er eingöngu knúinn með rafmagni.

Varmanýtni brunahreyfilsins með rafmagnsforþjöppunni (MGU-H) ásamt rafmótornum á sveifarásnum (MGU-K) mun ná yfir 40 prósentum. Það er toppgildi sem hefur aldrei áður náðst í framleiðslubíl. Við þetta bætast tveir rafmótorar, hvor um sig með 120 kW afli, á framöxlinum.

Þeir eru hvor um sig tengdir framhjólunum með niðurfærsludrifi. Rafknúni framöxullinn gerir hröðun og hemlun hvors hjóls fyrir sig mögulega og um leið aðskilda togdreifingu sem skilar einstakri akstursgetu.

Hrífandi hröðun.

Hrífandi hröðun.

Ökumaðurinn getur tekið af stað með rafmagni einu saman, þannig að í upphafi knýja einungis rafmótorarnir á framöxlinum hyper-bílinn áfram og rafmótorinn á sveifarásnum aðstoðar við skyndilega hröðun.

Mercedes-AMG Project ONE séð á hlið.

Ef ökumaðurinn stígur fastar á bensíngjöfina og krefst meiri krafts fer V6-vélin í gang. Með hækkandi snúningshraða leysir aflrásin sína mestu orku úr læðingi. Með Race Start-stillingunni er hægt að auka hraðann með ótrúlegum hætti: Hröðun frá 0–200 km/klst. er náð á innan við sex sekúndum. Ef ökumaðurinn sleppir bensíngjöfinni aftur og lætur bílinn renna skiptir kerfið yfir á rafdrif á framöxlinum – og með hemlun undir venjulegum akstursskilyrðum endurheimtir það allt að 80 prósent af orkunni, sem er síðan veitt inn í rafhlöðuna.

Sjálfskiptur átta gíra gírkassi.

Mercedes-AMG Project ONE sýndur að innan.
Séð aftan á Mercedes-AMG Project ONE.

Sjálfskiptur átta gíra gírkassi.

Orkuflutningur til afturhjólanna fer fram með nýrri átta gíra beinskiptingu sem var sérþróuð fyrir Mercedes-AMG Project ONE. Hún er vökvaknúin og hægt er að stjórna henni handvirkt með skiptiflipum á stýrinu eða með sjálfskiptingu. Við hemlun er notaður endurbættur, þyngdarbestaður, trefjastyrktur keramikbremsubúnaður. Lítil þyngdin minnkar ófjaðrandi massa og bætir þannig aksturseiginleika og snerpu.

Nýstárleg „Push Rod“-fjöðrun.

Nýstárleg „Push Rod“-fjöðrun.

Að framan og aftan er fjöltengingarkerfi notað. Stillanlega „Coilover“-fjöðrunin er með nokkrum sérkennum: báðar „Push Rod“-stangirnar liggja þvert á akstursstefnu. Nýstárleg skipan fjöðrunar-/demparaeiningarinnar kemur í staðinn fyrir virkni og notkun á þverstæðum jafnvægisstöngum. Þessi lausn kemur áreiðanlega í veg fyrir velting, jafnvel þegar snögglega er breytt um stefnu, án þess að vera óþægileg. Alhliða samhæfing gorma og dempara var hönnuð fyrir fullkomlega jafnt, auðstjórnanlegt og það sem mestu máli skiptir sportlegt aksturslag. Fjórhjóladrifið og „Torque Vectoring“ (vægisdreifing) stuðla einnig að því.

Ekki bara kappakstursbíll sem er löglegur á götunni.

Ekki bara kappakstursbíll sem er löglegur á götunni.

Mercedes-AMG Project ONE verður ekki einungis kappakstursbíll sem er löglegur á götunni, sem færir Formúlu 1-tækni nær óbreytta yfir á götuna og sameinar hámarks kappakstursframmistöðu og hversdagslegt notagildi. Honum er líka ætlað að safna víðtækri reynslu tengdri afkastamiðaðri „Plug-in-hybrid“-driftækni, þróaðri hönnun undirvagns og ítarlegri rafeindabúnaði sem AMG-framleiðslubílar framtíðarinnar munu njóta góðs af.

Mercedes-AMG Project ONE með opnum vængjahurðum séð frá hlið.