„Grow up.“ – Sögur nýrrar kynslóðar.

Með „Grow up.“ fer Mercedes-Benz nýjar leiðir í markaðssamskiptum. Fyrir gerðirnar fimm í smábílafjölskyldunni var umfangsmestu efnissköpun í sögu vörumerkisins hrundið í framkvæmd.

„Grow up.“ – Sögur nýrrar kynslóðar.

Með „Grow up.“ fer Mercedes-Benz nýjar leiðir í markaðssamskiptum. Fyrir gerðirnar fimm í smábílafjölskyldunni var umfangsmestu efnissköpun í sögu vörumerkisins hrundið í framkvæmd.

Á milli uppvaxtar og broddborgaraskaps.

Á milli uppvaxtar og broddborgaraskaps.

Með yfir 100 hreyfimyndaröðum og yfir 90 lífsstíls-og vörumyndum verða sögur nýrrar kynslóðar sagðar til næstu áramóta.

Faðir og sonur standa fyrir framan B-Class Sports Tourer.
GLA umkringdur þremur unglingum sýndur að framan og á hlið.
Ung stúlka situr í aftursæti GLA.

Herferðin snýst um fólk sem er á spennusviðinu milli þess að vera svöl ungmenni og smáborgarar, sem endurspeglar lífssýn hinna nýju smábíla. Ein af aðalpersónunum er bandaríski rapparinn A$AP Rocky. Herferðin hófst í byrjun mars 2017. Á internetinu geta áhugasamir farið á slóðina www.mercedes-benz.com/growup og fengið ekki einungis nákvæmar upplýsingar um vöruna, heldur einnig sveigjanlega viðauka fyrir tiltekin markaðssvæði, til dæmis um samþættingu sérútgáfanna „WhiteArt Edition“.

Nútímalegri, framsæknari og kraftmeiri.

Nútímalegri, framsæknari og kraftmeiri.

„„Grow up.“ er miklu meira en bara stór herferð fyrir tiltekna línu. Hún er enn eitt skrefið í átt að því að gera framsetningu vörumerkis Mercedes-Benz í heild sinni nútímalegri, framsæknari og kraftmeiri,“ segir Dr. Jens Thiemer, Vice President Marketing á fólksbílasviði Mercedes-Benz Cars, um markmiðið með herferðinni. „Með „Grow up.“ túlkum við hefðbundin gildi og viðhorf til Mercedes-Benz upp á nýtt á meðan við kynnum nýtískulegri túlkun þeirra og samhengi við X- og Y-kynslóðirnar. „Grow up.“ herferðin, sem við vinnum í samstarfi við auglýsingastofuna antoni, er óhefðbundin og kemur manni ekki strax fyrir sjónir sem auglýsingaherferð með sínum stafrænu áherslum og innihaldsvirkni.“

Ung, sjálfsörugg kynslóð.

Ung, sjálfsörugg kynslóð.

Miðpunktur herferðarinnar eru fimm myndbönd á slóðinni www.mercedes-benz.com/growup sem standa fyrir gerðirnar fimm í smábílalínunni. Þau segja sögur um ungt fólk og allt sem því fylgir að verða fullorðinn í dag. Eitt myndband fjallar til dæmis um tvær vinkonur sem töluðust ekki við í marga mánuði eftir rifrildi en komast að því að raunveruleg vinátta er verðmæt og getur sigrast á öllum vandamálum.

Tvær ungar stúlkur sitja á þaki A-Class Saloon.

Myndböndin, sem var leikstýrt af sænska verðlaunaleikstjóranum Gustav Johansson, hafa ferskan og ósvikinn blæ. Engin gervilýsing, engar uppstillingar og eðlileg framsetning bílanna. Herferðin kemur þess vegna á óvart og er gerð með það fyrir augum að gera unga, sjálfsörugga kynslóð áhugasama um vörumerkið Mercedes-Benz.

Ný andlit nútímalegs lúxuss.

Ný andlit nútímalegs lúxuss.

Lífsviðhorf nýrrar kynslóðar ungra fullorðinna einstaklinga endurspeglast hjá bandaríska rapparanum A$AP Rocky. Myndbandið um CLA Coupé segir hina áður ósögðu sögu um hvernig tónlistarmaðurinn og tískufyrirmyndin komst frá Harlem til heimsfrægðar. „Líf mitt hefur verið röð af hindrunum. Það sem skiptir máli er einfaldlega að láta það ekki á sig fá og halda alltaf áfram“, segir A$AP Rocky.

A$AP Rocky og ung stúlka sitja í aftursæti CLA Coupé.

„Þú verður stöðugt að endurskipuleggja líf þitt, þangað til þú nærð árangri.“

Þannig lýsir A$AP Rocky lífsspeki sinni.

Aðrar aðalpersónur myndbandanna eru leikkonan Lucy Walters, leikkonan og framleiðandinn Julia Morrison, leikkonan og leikstjórinn Anna Zahn, leikarinn John Rue sem er þekktur úr „House of Cards“ og Alice Moitié, 25 ára franskur ljósmyndari sem sér einnig um myndefnið. Með dálæti sínu á nýjum Vintage-stíl passar hún vel inn í boðskap herferðarinnar. Herferðin hófst í byrjun mars með sjónvarpsauglýsingu sem notar bestu augnablik myndbandanna til að kveikja frekari áhuga.

Faðir og sonur spjalla saman við ströndina.
Myndbandið sem óskað var eftir er því miður ekki í boði í augnablikinu. Reyndu aftur síðar.
Spila aftur