Mikið pláss fyrir allt og alla. Citan Mixto fjölnotabíllinn.

Citan Mixto. Lætur verkin tala. 

Citan Mixto. Hetja borgarinnar.

Með Citan færðu borgarsendibíl í nettri stærð og með mikið hleðslurými sem hentar sérlega vel fyrir hinar fjölbreyttu áskoranir í borginni.

Frá hagkvæmnissjónarmiði veitir Citan þér öruggan ávinning: hagkvæmar vélar hans með BlueEFFICIENCY-tækni1 og eldsneytisnotkun frá 4,3 l/100 km2. Svo þú mætir í heilu lagi á áfangastað höfum við útbúið Citan-bílinn með ADAPTIVE ESP® ásamt mikilvægri aukavirkni sem og alhliða góðum bremsum sem grípa vel.

Citan ekur af miklum þægindum, lipurð og fimi um borgina þökk sé einfaldri stjórnun og fínstilltum undirvagni með sjálfstæðri fjöðrun – hægt er að óska eftir tveggja kúplinga gírskiptingunni 6G-DCT3. Þegar hlaðið er inn í bílinn eða tekið úr honum hrífst maður af því hve sveigjanlegt þetta mikla hleðslurými er þökk sé stórum hurðum og lágum hleðsluköntum.

Citan hefur allt sem þú ætlast til að fá úr borgarsendibíl með Mercedes-stjörnu á sér. Uppgötvaðu kosti bílsins í reynsluakstri. Mercedes-Benz Vans. Born to run.

1

BlueEFFICIENCY-pakkinn er staðalbúnaður fyrir allar vélargerðir og lengdir, nema hann er ekki í boði með 6G-DCT-gírskiptingunni með tvöfaldri kúplingu.

2

Citan-sendibíll 108 CDI með BlueEFFICIENCY-pakka með fimm gíra beinskiptingu og skráður sem sendibifreið (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 5,0–4,7/4,4–4,2/4,6–4,3 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 119–112 g/km [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði.

3

Gírskiptingin 6G-DCT með tvöfaldri kúplingu er aukabúnaður fyrir Citan 112 [Citan-sendibíll 112 án BlueEFFICIENCY-pakka með 6G-DCT og leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 8,1–7,9/5,6–5,5/6,5–6,4 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 147–144 g/km] [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði. Ekki í boði fyrir Citan Mixto.

Hönnun og lausnir.

  1. Þægindi
  2. Akstursgleði
  3. Hagkvæmni
  4. Sveigjanleiki
  5. Öryggi
Citan Mixto. Með innri gildin á hreinu.

Citan sameinar það notalega og gagnlega. Mjög gott er að vinna í vinalegu innanrýminu. Virkni og þægindi eru allt um kring frá því stigið er inn og þar til stigið er út – frá þægilega hárri sætisstöðu í akstri til lágra dyra- og hleðslukanta sem einfalda manni að hlaða í og úr bílnum.

Þægilegt ökumannssætið er með hliðarstuðningi sem fer vel með bakið og andar vel, er slitsterkt og má stilla eins og ökumaður vill hafa það, rétt eins og stýrið sem má stilla í mismunandi hæð. Einfalt er að nota öll stjórntækin sem er skipulega raðað upp. Mælaborðið sem einfalt er að lesa á gefur innanrýminu glæsileika. Miðstöðin og loftræstikerfið og vinnuvistfræðilegt hirslukerfið leggja sitt af mörkum til að skapa þægilegt vinnuumhverfi.

Citan Mixto. Maður verður líka að hafa gaman af vinnunni.

Sterku hliðar Citan geta klárað hvaða verk sem er: Í þröngu borgarumhverfi nýturðu lipurðar hans og nettleika, úti á landi eða á hraðbrautum geturðu notið togkraftsins að fullu.
Einhver af aflmiklu dísilvélunum með 55 kW1 (75 hö.), 66 kW2 (90 hö.) og 81 kW3(110 hö.) eða nútímalegu bensínvélunum með 84 kW4 (114 hö.) munu örugglega henta þeim kröfum sem þú gerir. Framsækin BlueEFFICIENCY-tæknin5 dregur úr eldsneytisnotkun og getur þannig aukið hagkvæmni innan fyrirtækisins. Eftir vali á vél er það fimm eða sex gíra beinskipting sem kemur drifkraftinum til skila. Hægt er að fá 6G-DCT6 gírskiptinguna með tvöfaldri kúplingu sem aukabúnað, en hún sameinar skemmtilega akstursgetu beinskiptingar og þægindi sem fylgja sjálfskiptingu.
Allir tæknilegir íhlutir eru samstilltir af mikilli nákvæmni – frá aflstýrinu til hönnunar á fjöðrun og dempun undirvagnsins með sjálfstæðri fjöðrun og hemlanna sem hafa alhliða gott grip. Með þessu öllu geturðu notið lipurðar og snerpu Citan-bílsins í mestu makindum.

Citan Mixto. Borgar sig til lengri og skemmri tíma.

Það er algjör skylda fyrir vörumerkið Mercedes-Benz að móta framtíð aksturs á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Það á einnig við um Citan. Í borgarumferð stendur Citan einmitt sérstaklega vel undir þessari kröfu. Þökk sé nútímalegum vélum og framsækinni BlueEFFICIENCY-tækni5 er CO2-losun og eldsneytisnotkun með minna móti. Þannig ekur Citan á undan með góðu fordæmi með 4,3 l/100 km1.
Einnig út frá hagkvæmnissjónarmiði gefur Citan manni ávinning. Að einu leyti vegna hagstæðs verðs, að öðru leyti vegna lágs rekstrarkostnaðar sem hlýst af lítilli eldsneytisnotkun og lengd milli viðhaldstíma upp á allt að 40.000 km.

Besti mögulegi tiltækileikinn er jafn mikilvægur Mercedes-Benz Vans og þér sjálfri/sjálfum. Þetta undirstrikum við með ævilangri aksturstryggingu Mercedes-Benz MobiloVan7. Citan leggur þannig sitt af mörkum til langtíma arðsemi sem einnig er sjálfbær. Ferð fyrir ferð.

Nútímalegar vélar, rafdrifið aflstýri og vísir fyrir gírskiptingu leggja grunninn að hagkvæmum akstri. BlueEFFICIENCY-pakkinn5 eykur afköst bílsins þíns jafnvel enn meira.

Citan Mixto. Tilbúinn að takast á við hvaða áskorun sem er.

Citan rúllar hversdeginum upp með ótrúlegum sveigjanleika. Hann getur reyndar ekki unnið vinnuna fyrir þig en óháð því í hvaða geira þú ert, getur hann auðveldað hana mjög. Hugvitssamleg nálgun á hleðslurýmið og lágir hleðslukantar er eitthvað sem þú vilt ekki vera án í framtíðinni. Því hluti af styrk hans er hversu einfalt er að hlaða í og úr bílnum, rétt eins og hversu sveigjanlegur hann er í sinni flutningsgetu: Allt að tvær rennihurðir og tvískiptar afturhurðir sem opnast allt að 180° gefa framúrskarandi aðgengi.

Citan Mixto. Ber af þegar kemur að öryggi.

Citan stendur einnig mjög framarlega þegar kemur að öryggi: Með ADAPTIVE ESP®, hemlunaraðstoð og ABS-hemlalæsivörn sem og bremsum sem hafa alhliða gott grip sannar bíllinn gildi sitt með stuttum hemlunarvegalengdum – líka í bleytu. Undirvagninn liggur vel á veginum með sinni sjálfstæðu fjöðrun. Hægt er að slökkva á ASR-spólvörninni þegar ekið er í snjó, snjóbleytu eða sandi.

Þegar á reynir munu hæðarstillanlegu þriggja punkta öryggisbeltin halda þér vel í sætinu með strekkingu og álagstakmörkun. Við nauðhemlun kviknar sjálfkrafa á hættuljósum.

Staðalbúnaður í Citan er öryggispúði fyrir ökumann, dagljós og brekkuaðstoð. Öryggispúðar fyrir farþega og brjóstkassa eru aukabúnaður8 sem getur dregið mjög úr hættu á áverkum í kjölfar óhapps. Þar að auki er hægt að óska eftir aðstoðarbúnaði eins og birtu- og regnskynjara, loftþrýstingsvöktun í hjólbörðum og bakkmyndavél sem sýnir svæðið aftan við bílinn í baksýnisspeglinum.

Þar sem Citan-bíllinn getur vakið ágirnd annarra er hægt að bæta við hann innbrots- og þjófavarnarkerfi svo bíllinn komist ekki í rangar hendur.

1

Citan-sendibíll 108 CDI með BlueEFFICIENCY-pakka með fimm gíra beinskiptingu og skráður sem sendibifreið (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 5,0–4,7/4,4–4,2/4,6–4,3 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 119–112 g/km [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði.

2

Citan-sendibíll 109 CDI og Citan Mixto 109 CDI með BlueEFFICIENCY-pakka með fimm gíra beinskiptingu og leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 5,2–4,7/4,5–4,2/4,7–4,3 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 123–112 g/km [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði.

3

Citan-sendibíll 111 CDI og Citan Mixto 111 CDI með BlueEFFICIENCY-pakka með sex gíra beinskiptingu og leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 4,9–4,8/4,3–4,2/4,5–4,4 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 119–115 g/km [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði.

4

Citan-sendibíll 112 með BlueEFFICIENCY-pakka með sex gíra beinskiptingu og leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 7,4–7,3/5,8–5,6/6,4–6,2 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 143–140 g/km [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði.

Citan-sendibíll 112 án BlueEFFICIENCY-pakka með 6G-DCT og leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 8,1–7,9/5,6–5,5/6,5–6,4 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 147–144 g/km [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði.

5

BlueEFFICIENCY-pakkinn er staðalbúnaður fyrir allar vélargerðir og lengdir, nema hann er ekki í boði með 6G-DCT-gírskiptingunni með tvöfaldri kúplingu.

6

Gírskiptingin 6G-DCT með tvöfaldri kúplingu er aukabúnaður fyrir Citan 112 [Citan-sendibíll 112 án BlueEFFICIENCY-pakka með 6G-DCT og leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1). Eldsneytisnotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: 8,1–7,9/5,6–5,5/6,5–6,4 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 147–144 g/km] [*]. Raunveruleg gildi við notkun eru m.a. háð þyngd bílsins og völdum útbúnaði. Ekki í boði fyrir Citan Mixto.

7

Gildir fyrir bíla sem voru nýskráðir eftir 01.10.2012.

8

Fyrir framsætisfarþega er þetta aðeins í boði ásamt öryggispúðum fyrir brjóstkassa fyrir ökumann og framsætisfarþega.

Þegar fólk og farmur eiga að vera í góðum höndum.

Mixto bíllinn með sveigjanlega farþega- og hleðslurýmishönnun.

Citan Mixto fjölnotabíllinn er með pláss fyrir allt að fimm manns og gott hleðslurými. Hann fæst aðeins í langri útgáfu (A3). Rúður ná aftur fyrir 1. sætisröð í farþegarými og eru hluti af útbúnaðinum rétt eins og rennihurðirnar tvær sem veita þægilegt aðgengi að þriggja manna sætisbekknum. Hann er hægt að leggja niður um 1/3 til 2/3 og stækka þannig hleðslurýmið. Eins og hjá öðrum Van-gerðum er Mixto fjölnotabíllinn valinn samkvæmt kóða og hefur ekki sitt eigið sjálfstæða byggingarlag.

Öryggið er einnig mikið í hleðslurýminu.

Sveigjanlegir möguleikar til að festa farminn niður.

Fyrir Mercedes-Benz borgarsendibíl er hámarksöryggi í flutningum hluti af víðtækri öryggishönnun hans. Þess vegna býður Citan Mixto upp á trausta festingu farms í samræmi við reglur, en einnig að ökumaður og framsætisfarþegi fái sem besta vernd gegn farminum.

Eftirfarandi atriði eru til þess að tryggja öryggi farmsins:

  • Átta festiaugu á gólfi, sé farmur rétt festur niður koma þau í veg fyrir að hann renni af stað
  • Farmgrind föst við aftasta dyrastaf, aðskilur ökumanns- og hleðslurými, aukabúnaður
  • FOLD & LOAD-aftursætisbekkur með farmgrind er kerfi þannig að breyta má þriggja manna sætisbekknum í skilrúmsgrind á fljótlegan hátt, aukabúnaður
  • Festiaugu á hliðarvegg, allt eftir fjölda rennihurða með tvær eða þrjár festingar, aukabúnaður

Mercedes-Benz sætisþægindi – einnig í farþegarými.

Fimm á ferð í þægindum.

Maður ekur einnig í þægindum í farþegarými Citan Mixto fjölnotabílsins: Þriggja manna sætisbekkurinn er með þremur höfuðpúðum sem má hæðarstilla og þriggja punkta öryggisbeltum í hverju sæti. Sé þörf á meira hleðslurými til að flytja stærri hluti er hægt að leggja bekkinn niður um 1/3 til 2/3 hluta. Þannig notar Mixto sveigjanleika hleðslurýmisins til að vera tveggja eða fimm sæta bíll.

Sé þess óskað er hægt að fá þriggja sæta sætisbekk með innbyggðri farmgrind. Hagkvæmt og fljótvirkt breytikerfi getur breytt sætisbekknum í skilrúmsgrind með fáum handtökum. Þannig stækkar hleðslurýmið og farmgrindin verndar ökumann og framsætisfarþega gegn farminum.

Tilbúinn að takast á við hvaða áskorun sem er.

Citan rúllar hversdeginum upp með ótrúlegum sveigjanleika. Hann getur reyndar ekki unnið vinnuna fyrir þig en – óháð því í hvaða geira þú ert – hann getur auðveldað hana mjög. Hugvitssamleg nálgun á hleðslurýmið og lágir hleðslukantar er eitthvað sem þú vilt ekki vera án í framtíðinni. Því hluti af styrk hans er hversu einfalt er að hlaða í og úr bílnum, rétt eins og hversu sveigjanlegur hann er í sinni flutningsgetu: Allt að tvær rennihurðir og tvískiptar afturhurðir sem opnast allt að 180° gefa framúrskarandi aðgengi.

Aftursætisbekkur FOLD & LOAD með farmgrind

Festiaugu á hliðarvegg

Plastgólf í hleðslurými

* Uppgefin gildi voru fengin samkvæmt tilskilinni mæliaðferð. Um er að ræða „mæld NEDC-CO2-gildi“ í skilningi 2. töluliðs 2. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2017/1152. Eldsneytisnotkun var reiknuð út á grundvelli þessara gilda. Sökum lagalegra breytinga á tilskildum prófunaraðferðum kunna hærri gildi að vera skráð í samræmisvottorð bílsins sem liggur til grundvallar skráningu hans og e.t.v. einnig bifreiðagjöldum. Upplýsingarnar varða ekki einstök ökutæki og eru ekki hluti þessa tilboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum ökutækja.