Öflugir aksturseiginleikar fyrir allar árstíðir.
Sítengda 4MATIC-fjórhjóladrifið styrkir aksturseiginleika og bætir akstursgetu, sérstaklega við erfiðar aðstæður. Afli er skipt niður á fram- og afturöxul í hlutföllunum 45:55. Á hálu undirlagi er hægt að hemla á hjólum sem hafa of lítið grip með rafræna veggripskerfinu 4ETS. Um leið er snúningsvæginu beint til þeirra hjóla sem eru með gott grip. Þar sem hæð bílsins er óbreytt með fjórhjóladrifinu er enn hægt að leggja bílnum í bílakjöllurum með 4MATIC til staðar.