Tekur við gírskiptingunni – á þægilegan og skilvirkan hátt.

7G-TRONIC PLUS-sjálfskiptingin er með sjö þrep sem láta snúningshraða vélarinnar vera sem allra lægstan við allar akstursaðstæður. Mikil breidd gírskiptingarinnar og fínstillt þrep á milli gíranna draga úr miklum stökkum í snúningshraða vélar þegar skipt er um gír. Þetta leiðir til þess að gírskiptingar verða þægilegar og sparar eldsneyti. Hluti útbúnaðarins er TEMPOMAT, brekkuaðstoð, spyrnurofi, stöðulás og ráðstafanir sem styðja við örugga stjórnun. Þar að auki er 7G-TRONIC PLUS-sjálfskiptingin með ECO Start-Stop-virkni.

7G-TRONIC PLUS er stjórnað með DIRECT SELECT-gírstönginni hægra megin á bak við stýrið. Hægt er að skipta handvirkt um gíra með DIRECT SELECT-gírskiptiflipum í stýri.