Framsýni í akstri.
COLLISION PREVENTION ASSIST aðstoðar bílstjórann við að halda lágmarksfjarlægð frá ökutæki fyrir framan. Kerfið gefur sjónræna viðvörun þegar farið er undir lágmarksfjarlægð frá ökutæki fyrir framan. Sé hætta á árekstri heyrist einnig viðvörunarhljóð. Um leið virkjar kerfið hemlunaraðstoðina BAS PRO sem eykur hemlunaraflið sjálfkrafa ef ökumaður stígur ekki nógu fast á bremsuna.