Fyrsta flokks vernd fyrir farminn.
Form og samlitað lakk pallloksins er í fullkomnu samræmi við heildaryfirbragð bílsins. „Mercedes-Benz“-áletrun á báðum hliðum pallloksins dregur síst úr vel heppnuðu útlitinu. Notagildi pallloksins felst í áreiðanlegri vörn gegn veðri og vindum, ryki og þjófnaði. Þar að auki ver klæðning sem fylgir palllokinu gólfið fyrir lakkskemmdum. Hágæða efnisnotkun í smíði pallloksins tryggir einstakan styrkleika þess og endingu. Sérstakur lykill gengur að palllokinu og inni í því er sjálfvirk LED-lýsing – þannig er auðvelt að finna hluti á pallinum í myrkri á einfaldan og fljótlegan hátt. Sé þess óskað er hægt að fá palllokið samhliða Styling Bar-veltigrind.