Yfirbygging Yfirbygging í nýjum Mercedes-Benz G-Class. Sterkari en tíminn: G-Class hefur alltaf verið táknmynd yfirburða í torfærum og hönnun hans endurspeglar þetta vel. Sterkbyggður framendi, áberandi varadekk á afturhlera og glæsilegir brettakantar, allt þetta ýtir vel undir glæsilega G-Class hönnunina. Kynntu þér helstu hönnunaratriði á ytra byrði Mercedes-Benz G-Class, sem er fáanlegur í tveimur ólíkum línum: Progressive og Power.
Næsta
Fyrra
    Endurbætt hönnun á grilli G-Class fangar athyglina samstundis með sterkbyggðum framenda sem er tilbúinn í ný ævintýri. Glæsileg staða bílsins er undirstrikuð enn frekar með endurhönnuðu grilli og nýrri yfirbyggingu.
    MULTIBEAM LED ljós Snjöll, sjálfvirk og hönnuð til að auka öryggið án þess að blinda aðra.
    Varadekk á afturhlera Varadekkið á afturhleranum er klassískt einkenni G-Class og í þessari nýju útfærslu sveigist það fallega með endurhönnuðum afturhlutanum og gerir hann enn glæsilegri.
    Varnarhlífar á yfirbyggingu Fágaðar línur, breiðir fletir, silfrað grill, varadekkjahringur úr ryðfríu stáli og láréttar varnarhlífar með svörtum röndum teikna upp glæsilegt og sterkbyggt útlit á nýjum G-Class.
    Svört MANUFAKTUR stigbretti Svört MANUFAKTUR stigbretti ýta enn frekar undir kraftmikið útlit á G-Class. Önnur áhersluatriði sem hægt er að fá í svörtu eru þak, stuðarar og brettakantar – en einnig er hægt að velja alsvarta áferð.
    20" AMG álfelgur 20" AMG álfelgur í Himalaya gráum og mattsilfruðum lit

    Innanrými Innanrými í nýjum Mercedes-Benz G-Class.

    Ný hönnun á stýri

    Close

    Ný hönnun á stýri

    Glæsileg ný hönnun á aðgerðastýri er einn af hápunktunum í innanrýminu. Með stjórnhnöppunum má svo stjórna mikilvægustu aðgerðum bílsins án þess að taka hendurnar af stýrinu.

    MBUX

    Close

    MBUX

    MBUX kerfið býður þér upp á einstaka möguleika hvað varðar upplýsingar og afþreyingu. Auðvelt er að stjórna því með snerti- eða raddskipunum og tengja það við önnur stafræn tæki. Skjástillingar MBUX kerfisins eru breytilegar og þannig þróast það með hverri ferð og lagar sig á snjallan hátt að stillingum hvers ökumanns.

    Torfæruskjár

    Close

    Torfæruskjár

    Fáðu aðgang að ítarlegri myndrænni útfærslu af ökuferðinni þinni á skjánum, þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hallagráðu og átt halla, tæknilegar stillingar, aðstoð við mat á aðstæðum og aðstoð við framkvæmd aðgerða í torfærum.

    Gegnsæ vélarhlíf

    Close

    Gegnsæ vélarhlíf

    Sýndaryfirlitið birtir svæðið beint fyrir framan bílinn við akstur í torfærum. Þannig geturðu ekið af sjálfstrausti og öryggi í kringum fyrirstöður – einnig á grófu undirlagi. Myndir úr myndavélum eru notaðar til að reikna út staðsetningu vélarhlífarinnar, sem er gegnsæ á margmiðlunarskjánum. Þannig auðveldar myndræn útfærsla á leiðinni fram undan þér að velja bestu leiðina.


    Lýsing í innanrými

    Close

    Lýsing í innanrými

    Upplýsta miðstöðin gjörbreytir ökumannsrýminu með 64 ljómandi litum og tryggja að hver einasta ökuferð verður einstök, allt eftir þínu skapi hverju sinni.

    Handfang í mælaborði fyrir farþega í framsæti

    Close

    Handfang í mælaborði fyrir farþega í framsæti

    Mercedes-Benz G-Class handfangið á mælaborðinu fyrir farþega í framsæti er ætlað fyrir ævintýralegri augnablikin í torfærunum, viðbótaröryggi þegar undirlagið er krefjandi.


    Búnaður Búnaður í nýjum Mercedes-Benz G-Class. Kynntu þér nýjan Mercedes-Benz G-Class enn betur, margmiðlunarbúnaðinn, aðstoðarkerfin, ótal þægindi og öryggisbúnað.
    Næsta
    Fyrra
      Tenging við snjallsíma Tenging við snjallsíma tengir farsímann þráðlaust við MBUX-margmiðlunarkerfið með Apple CarPlay™ eða Android Auto™. Með henni hefurðu þægilegan aðgang að mikilvægustu forritunum í snjallsímanum þínum. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum, á borð við Spotify, á fljótlegan og einfaldan hátt.
      Þráðlaust hleðslukerfi fyrir farsíma við framsæti Þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki við framsæti.
      Með einfaldri handarhreyfingu geturðu komið farsímanum þínum fyrir á sérstökum stað fremst á miðstokknum og þar fær það þráðlausa hleðslu. Qi-samhæfir farsímar hlaðast þar þráðlaust, óháð gerð og vörumerki.
      MBUX afþreyingarkerfi í aftursætum Fyrsta flokks afþreying fyrir þig: afþreying á tveimur 11,6 tommu innbyggðum háskerpuskjáum. Þetta tryggir þér frábæra MBUX upplifun og beinan aðgang að aðgerðum bílsins, jafnvel úr aftursætinu.

      Aukabúnaður
      Burmester® 3D surround hljóðkerfi Með 18 hátölurum og 760 vatta hljóðúttaki færðu að njóta goðsagnakenndrar Burmester® hljóðupplifunar. Þú getur sérstillt 3D Surround kerfið fyrir fram- eða aftursætin, allt eftir smekk.
      Hafa samband Ertu með spurningu varðandi G-Class? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

      Skráning á póstlista

      Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.