Þessi vefsíða notast við vafrakökur og aðra tengda tækni fyrir virkni vefsíðunnar, greiningar og auglýsingar þriðja aðila eins og kemur fram í persónuverndarstefnu. Þú getur valið að samþykkja notkun okkar á þessari tækni, eða stjórna óskum þínum frekar. Til að afþakka að deila upplýsingum með þriðju aðila sem tengjast þessari tækni skaltu velja „Stjórna stillingum“ eða senda inn Ekki selja persónuupplýsingarnar mínar beiðni.
Tvær aflútfærslur, þrjár háspennurafhlöðuútfærslur og tvær lengdarútfærslur. Allt að 500 km drægni (WLTP-prófun). Drægni á rafmagni verður allt að 400 kílómetrar, samkvæmt hermingu með WLTP-prófun. Drægni verður allt að 500 kílómetrar í innanbæjarakstri samkvæmt hermingu með WLTP-prófun fyrir innanbæjarakstur.
Yfirbygging
Sérsniðin eSprinter nákvæmlega að þörfum þíns reksturs. Útfærslurnar sem eru í boði eru fjölbreyttari en áður hefur sést fyrir sendiferðarafbíla frá Mercedes-Benz. Tvær lengdarútfærslur, þrjár rafhlöðustærðir og mikill farmþungi gera eSprinter að vænlegum valkosti fyrir fjölbreytt verk.
Þrjár rafhlöðuútfærslur eru í boði, 56, 81 og 113 kWh. Þannig getur þú valið samsetningu drægnis, farmþunga og kostnaðar sem hentar þínum þörfum.
Njóttu þægilegs hitastigs í innanrýminu þegar þú leggur af stað. Einnig er hægt að stilla forstillta hita- og loftstýringu á að kæla eða hita bílinn meðan á hleðslu stendur til að tryggja fullhlaðna rafhlöðu í upphafi ferðar.
Einstaklega hröð hleðsla háspennurafhlöðu bílsins með allt að 115 kW skilar góðu drægni á stuttum tíma.
Nýr eSprinter er einnig vel búinn hvað varðar stafræna tækni og upplýsinga- og afþreyingarkerfi með MBUX (Mercedes-Benz User Experience) með nýrri kynslóð hugbúnaðar, sem fram að þessu hefur aðeins verið að vinna í fólksbílum frá Mercedes-Benz. Fjölmargir eiginleikar og þjónusta létta þér lífið við daglegan akstur í rafbíl.
Leiðsögn fínstillt fyrir akstur á rafmagni: Við leiðaútreikning er bæði tekið tillit til rafmagnsnotkunar og leiðarinnar og hleðslustopp reiknuð inn á leiðina á hugvitssamlegan hátt.]
Aðgerðastýrið býður upp á þægilega stjórnun stjórntölvunnar, aðgerða bílsins og margmiðlunarkerfa með snertihnöppum eða venjulegum hnöppum, án þess að taka hendur af stýrinu.
MBUX er háþróað margmiðlunarkerfi sem þú getur stjórnað á snertiskjá og með hnöppum á aðgerðastýrinu.
Nýr eSprinter er hannaður til að fullnýta orkuna á veginum. Ný rafmagnsaflrás og samfasamótor skila mikilli aflþéttni og sparneytni. Öflugt endurheimtarkerfið endurheimtir orku þegar inngjafarfótstiginu er sleppt – í samræmi við akstursaðstæður.
Endurheimtarstig DAUTO
Í endurheimtarstigi DAUTO, er endurheimtarstig bílsins stillt sjálfkrafa út frá umferðaraðstæðum hverju sinni.
100 kW rafmótor
Mikil afköst fyrir daglega notkun: Þetta er nákvæmlega það sem rafmótorinn með 100 kW (136 hö.) hámarksafli er hannaður fyrir.
150 kW rafmótor
Njóttu ávinnings sérstaklega öflugs rafdrifs í bílnum þínum.