Yfirlit
Útfærslur
Yfirbygging
Innanrými
Tækni
AMG
Hafa samband
Tegund T-Class
Verð frá 6.890.000 kr.
Útfærslur
LeftRight

Mercedes-Benz

Mercedes-AMG

Close X
Strapline Content

Mercedes-EQ

Close X
Strapline Content

Mercedes-Maybach

Close X
Strapline Content
Yfirbygging Yfirbygging T-Class. T-Class heillar þig samstundis því í honum mætist fullkomleiki formsins, áhersla á smáatriði og notagildi. Boðið er upp á mikið úrval lita og margar útfærslur af felgum fyrir báðar búnaðarlínurnar, Style og Progressive. Það er því minnsta mál að aðlaga bílinn nákvæmlega að smekk hvers og eins.
LeftRight

Lines and Styling

Helstu áherslur á hönnun & búnaði

Close X
Næsta
Fyrra
    LED aðalljós Rétt lýsing fyrir næstum allar akstursaðstæður: LED aðalljósin geta snúist sjálfkrafa lóðrétt og lárétt, allt eftir akstursaðstæðum, og eru breytileg eftir birtustigi. Þetta getur bætt sýnileika þinn.

    Léttar 16 tommu álfelgur Léttar 16 tommu álfelgurnar með fimm tvöföldum örmum eru gljásvartar og ljá bílnum einstakt útlit. Tvítóna svart og silfrað litaþema gefur þeim einkar sportlegt yfirbragð.
    Svart gegnheilt grill Svart gegnheilt grill nýs EQT skapar einkennandi yfirbragð sjálfbærni. Innan þess liggur innstunga bílsins, á bak við Mercedes-stjörnuna, sem er eitt af fjölmörgum hönnunaratriðum sem skapa samfellu í útliti.
    Krómrönd á afturhlera Krómröndin á afturhleranum gerir gæfu mun á heildarútlitinu.
    Pure (Staðalbúnaður) Helstu áherslur:
    - Svart gegnheilt grill
    - 16" stálfelgur með hjólkoppum
    - LED aðalljós
    - Rennihurð á vinstri og hægri hlið með glugga
    Progressive Helstu áherslur:
    - Svart gegnheilt grill
    - 16" álfelgur
    - Black-tinted glass in the rear
    - LED aðalljós
    - LED þokuljós
    Innanrými Innanrými í T-Class. T-Class heillar þig samstundis því í honum mætist fullkomleiki formsins, áhersla á smáatriði og notagildi. Boðið er upp á mikið úrval lita og margar útfærslur af felgum fyrir báðar búnaðarlínurnar, Style og Progressive. Það er því minnsta mál að aðlaga bílinn nákvæmlega að smekk hvers og eins.
    LeftRight

    Lines and Styling

    Helstu áherslur á hönnun & búnaði

    Close X
    Næsta
    Fyrra
      Fjölnotastýri úr leðri Leðurklætt stýrið skapar fallegra yfirbragð í ökumannsrýminu. Þægilegt leðrið býður upp á gott grip og haganleg lögun stýrisins eykur enn á þægindin.
      MBUX-margmiðlunarkerfi með leiðsögn og stafrænu útvarpi Nýttu þér alla möguleika stafræna og útvíkkanlega MBUX-margmiðlunarkerfisins sem er einfalt í stjórnun: með hugvitssamlegum leiðsagnaraðgerðum, raddstýringu gegnum Hey Mercedes, fjölbreyttum tengimöguleikum og víðfeðmu upplýsinga- og afþreyingarkerfi með tengingu við snjallsíma eða stafrænu útvarpi.
      ARTICO leðuráklæði/MICROCUT örtrefja Artico leðuráklæðið er fágað í útliti, slitþolið og lítur út eins og ekta leður,Microcut örtrefjaefnið gefur einnig mjúka áferð.
      KEYLESS-GO ræsing Ræstu bílinn þinn á auðveldan hátt með því að ýta á hnapp - án þess að þurfa að setja lykilinn í. Með KEYLESS-GO er nóg að hafa lykilinn með sér inni í bílnum. Það sparar þér tíma og þú getur byrjað ferðina strax.
      Hurðakarmar og mælaborð í NEOTEX Byltingarkennd fagurfræði: Nýstárlegt NEOTEX á hurðakörmum og mælaborði.
      Pure - staðalbúnaður Helstu áherslur:
      - Svart áklæði
      - Aðgerðarstýri
      - MBUX margmiðlunarkerfi með 7" háskerpu snertiskjá
      - Hiti í framsætum
      - Hraðastillir
      - Bakkmyndavél
      Progressive Helstu áherslur:
      - Atrico leðuráklæði
      - Keyless-Go lykillaus aðgangur
      - Bílastæðaaðstoð
      - Íslenskt leiðsögukerfi
      - Niðurfellanleg borð aftan á framsætum
      - Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma
      - Svartir háglans fletir á innréttingu
      Afturbekkur, stillanleg fram-aftur & 1/3:2/3 skipting Hægt er að aðlaga aftursætisbekkinn að rýmisþörfum þínum í örfáum einföldum skrefum - annað hvort fyrir allt að þrjá farþega eða með bakið niður fyrir aukafarangur. Auk þess er hægt að færa allan bekkjarstólinn fram um 150 mm og auka þannig farangursrýmið eða fótarýmið að aftan.
      i-Size barnastólafesting á aftursætum Með i-Size barnastólafestingunni eru ungir farþegar eins öruggir og mögulegt er.
      Farangurshlíf Verndaðu farangursrýmið þitt og farangur gegn hnýsnum augum og sólarljósi. Hlífin bíður upp á alls þrjá stillingarmöguleika.
      Net yfir farangur Netið skilur farangursrýmið frá farþegarýminu og getur verndað farþega ökutækis gegn léttum hlutum. Það fer eftir þörfum þínum, þú getur fest það annað hvort fyrir aftan framsætin eða aftan við aftursætið.

      Aukabúnaður
      Tenging eftirvagna Hægt er að setja dráttarkrók sem gerir þér kleift að flytja kerru upp að tilgreindri hámarksþyngd.

      Aukabúnaður
      Langbogar á þaki Notaðu þak ökutækisins til að flytja farm. Langbogana er hægt að brjóta út á fljótlegan og auðveldan hátt, þannig getur þú aukið flutningsgetu og notagildi ökutækisins þíns á auðveldan hátt.

      Aukabúnaður
      Búnaður Helsti búnaður í T-Class.
      Næsta
      Fyrra
        Íslenskt leiðsögukerfi Með leiðsögupakkanum er hægt að breyta MBUX-margmiðlunarkerfi bílsins í leiðsögukerfi sem skilar sér í afslappaðri akstri með hugvitssamlegri leiðsögn. Kerfið nýtir hraðvirka leiðsögn á hörðum diski og nýjustu gögn af netinu til að koma þér hratt á áfangastað.

        Fylgir Progressive útfærslu.
        MBUX-margmiðlunarkerfi með leiðsögn og stafrænu útvarpi Nýttu þér alla möguleika stafræna og útvíkkanlega MBUX-margmiðlunarkerfisins sem er einfalt í stjórnun: með hugvitssamlegum leiðsagnaraðgerðum, raddstýringu gegnum Hey Mercedes, fjölbreyttum tengimöguleikum og víðfeðmu upplýsinga- og afþreyingarkerfi með tengingu við snjallsíma eða stafrænu útvarpi.
        Tenging við snjallsíma Tenging við snjallsíma tengir farsímann við margmiðlunarkerfið í gegnum Apple CarPlay® eða Android Auto®. Þannig ertu með greiðan aðgang að mikilvægustu forritunum í snjallsímanum þínum. Þú getur einnig notað forrit frá þriðja aðila, á borð við Spotify, á fljótlegan og auðveldan hátt.
        Foruppsetning fyrir umferðarupplýsingar í rauntíma Þú vilt ekki verða fyrir töfum vegna umferðarteppa og þú vilt alltaf aka bestu leiðina til að komast eins fljótt og auðið er á áfangastað. Foruppsetning fyrir umferðarupplýsingar í rauntíma[1] býður upp á tæknilegar forsendur fyrir móttöku nýrra og nákvæmra umferðarupplýsinga sem skilar sér í fullkomlega sveigjanlegri leiðsögn og nákvæmlega reiknuðum komutíma.
        Sjö loftpúðar eru staðalbúnaður Miðjuloftpúði, hliðarloftpúði fyrir efri hluta líkama og loftpúðar yfir gluggum við fram- og aftursæti gera sitt, ásamt loftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti, til að draga úr hættu og alvarleika meiðsla við árekstur.
        Akstursöryggispakki Akstursöryggispakkinn inniheldur fjögur akstursaðstoðarkerfi sem geta dregið úr álagi á ökumann og gert aksturinn öruggari. Þessi kerfi eru sjálfvirk hemlunaraðstoð, blindsvæðishjálp, sjálfvirkir LKA-akreinaskynjarar og hraðatakmörkun eða umferðarskiltaaðstoð, þegar leiðsögupakkinn er einnig til staðar.
        Umferðarskiltaaðstoð Umferðarskiltaaðstoð auðveldar þér að fara eftir hraðatakmörkunum og öðrum leiðbeiningum á umferðarskiltum. Kerfið getur greint mikilvæg umferðarskilti, þar á meðal fyrir hraðatakmarkanir og takmarkanir á framúrakstri, sem og önnur umferðarskilti á borð við viðvaranir um takmarkanir sem eiga aðeins við í rigningu, og sýnir þau síðan á mælaborðinu. Það greinir einnig hvenær hraðatakmarkanir eiga ekki lengur við.

        Aukabúnaður
        Háljósaaðstoð Háljósaaðstoðin kveikir og slekkur sjálfkrafa á aðalljósunum í samræmi við aðstæður í umferðinni og léttir þannig álaginu af ökumanninum við að þurfa stöðugt að skipta handvirkt á milli háljósanna og lágu ljósanna. Kerfinu er stjórnað með myndavél innan við framrúðuna sem greinir stöðugt aðstæður í umferðinni fyrir framan bílinn.

        Aukabúnaður
        KEYLESS-GO KEYLESS-GO sér til þess að þú þarft aldrei að taka upp bíllykilinn. Bíllinn greinir þig sem eigandann með vistaðri aðgangs- og akstursvottun og tekur úr lás þegar þú nálgast eða ýtir á hnappinn á hurðarhúninum þrátt fyrir að þú sért ekki með lykilinn í hendinni.
        Bílastæðapakki Þessi pakki býður þér upp á val: Þú getur lagt bílnum sjálf(ur) eða látið hann sjá um það. Þessi aðstoð hefst um leið og byrjað er að leita að og velja bílastæði. Þegar bílastæði er fundið geturðu lagt á öruggan máta með stuðningi bakkmyndavélarinnar eða notið aðstoðar sjálfvirka bílastæðakerfisins þegar bílnum er bakkað í stæðið.

        Aukabúnaður
        Sjálfvirk THERMOTRONIC hita- og loftstýring THERMOTRONIC býður upp á tveggja svæða hita- og loftstýringu með aðskilinni hita- og loftstýringu fyrir ökumann og farþega í framsæti. Hægt er að stilla hitastig, loftstreymi og loftdreifingu sjálfkrafa ef þess er óskað. Loftunarop við aftursæti sjá síðan til þess að farþegar í aftursæti njóta einnig þægilegs andrúmslofts.
        Speglapakki Speglapakkinn býður upp á sjálfvirka glýjuvörn í baksýnisspeglinum og sjálfvirka aðfellingu hliðarspegla, sem og umhverfislýsingu, til að auka þægindi og öryggi meðan á akstri stendur og þegar stigið er inn í og út úr bílnum.
        LeftRight

        Yfirbygging

        Innanrými

        Helstu áherslur á yfirbyggingu

        Close X
        Strapline Content

        Helstu áherslur á innanrými

        Close X
        Strapline Content
        Reynsluakstur Upplifðu hvernig er að keyra um á T-Class. Bókaðu reynsluakstur, við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

        Skráning á póstlista

        Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.