Yfirlit
Útfærslur
Yfirbygging
Innanrými
Tækni
AMG
Hafa samband
    Selenite Grey
    Polar White
    Obsidian Black Metallic
    High-Tech Silver Metallic
    Emerald Green
    Sodalite Blue Metallic
    MANUFAKTUR Hyacinth Red Metallic
    MANUFAKTUR Alpine Grey Solid
    MANUFAKTUR Diamond White Bright
    Tegund GLE SUV
    Verð frá 14.790.000 kr.
    Útfærslur
    LeftRight

    Mercedes-Benz

    Close X
    Næsta
    Fyrra
      GLE 350 de 4MATIC Plug-in Hybrid

      GLE 400 e 4MATIC Plug-in Hybrid

      Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ bleu
      Mercedes-AMG GLE 53 e 4MATIC+ Plug-in Hybrid

      Mercedes-AMG

      Close X
      Næsta
      Fyrra
        Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Starting from XXX or XXX per month

        Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Starting from XXX or XXX per month

        Mercedes-EQ

        Close X
        Strapline Content

        Mercedes-Maybach

        Close X
        Strapline Content
        Yfirbygging Yfirbygging á GLE Nýi GLE-bíllinn veitir innblástur með nýjungum í útlitshönnun: Framhlutinn hefur verið endurbættur með nýju grilli sem undirstrikar hið kraftmikla SUV-yfirbragð bílsins. Hægt er að bæta við léttum 22 tommu álfelgum og björtum þakglugga sem gerir akstursþægindin augljós við fyrstu sýn. Láttu það eftir þér að dást að fáguðum smáatriðum: stemningslýsingin varpar Mercedes-Benz mynstri á jörðina þegar dyrnar eru opnaðar.
        LeftRight

        Lines and Styling

        Close X
        Left Right

        Helstu áherslur á hönnun & búnaði

        Close X
        Næsta
        Fyrra
          Ný hönnun framhluta Glæsilegt yfirbragð: GLE kynnir með stolti nýja hönnun á framhluta bílsins. Ný hönnun á grilli AMG-línunnar með Mercedes-Benz mynstri úr krómi er eitt af mest áberandi einkennum GLE og dæmigerð fyrir SUV-hönnunina. Ný lögun á loftúttökum gerir hönnunina enn áhrifaríkari.
          Léttar 20 tommu álfelgur Kemur þér á áfangastað á þægilegan máta: mikið úrval léttra álfelgna með nýju útliti – 19 - 21 tommu – fullkomnar hina sportlegu og fáguðu hönnun GLE-bílsins.
          Panoramic glerþak Eins og að vera úti undir berum himni: Þú getur stillt þakgluggann rafrænt að vild og hleypt inn fersku lofti. Hægt er að laga stærð opsins sjálfkrafa að aksturshraða. Jafnvel þegar þakglugginn er lokaður hleypir hann fallegri birtu inn í innanrýmið.
          Vörpun Mercedes-Benz vörumerkis Sestu inn á eftirtektarverðan hátt: Það er ákveðin upplifun að stíga inn í og út úr nýja GLE-bílnum. Hægt er að velja að bæta við fágaðri LCD-tækni sem varpar Mercedes-Benz mynstri á jörðina þegar dyrnar eru opnaðar.
          Afturljós Bjartur innblástur: Ný hönnun á ljósabúnaði með tveimur láréttum röndum að aftan undirstrikar enn frekar glæsilega SUV-eiginleika GLE-bílsins.
          MULTIBEAM LED aðalljós Sjálfvirku MULTIBEAM LED aðalljósin á GLE-bílnum eru með nýrri hönnun og LED-ljósum sem hægt er að stjórna aðskilið og tryggja frábært skyggni. Auk mjúkrar birtu sem er þægileg fyrir augun býr kerfið yfir ótal fleiri snjöllum stillingum fyrir ljósabúnaðinn.
          Næturpakki Helstu eiginleikar:

          - Demantsgrill með Mercedes-Benz mynstri, innfelldri Mercedes-stjörnu og einfaldri gljásvartri rist með króminnfellingum og svartri umgjörð
          - Léttar, gljásvartar 50,8 cm (20") AMG-álfelgur með fimm tvöföldum örmum, ásamt allt að 55,9 cm (22 tommu) léttum AMG-álfelgum sem eru í boði sem aukabúnaður.
          - AMG-framsvunta með sportlegum loftinntökum og gljásvörtum lista
          - Gljásvartar innfellingar í loftinntökum á framstuðara
          - AMG-aftursvunta með svartri innfellingu með dreifaralögun og gljásvörtum lista
          - Gljásvört hliðarspeglahús
          - Skyggt, hitaeinangrandi gler fyrir aftan miðstoð
          - Mattir, svartir þakbogar
          - Svartir glugga- og hliðarlistar
          Innanrými Innanrými í nýjum GLE Fyrsta flokks þægindi og efnisval í hæsta gæðaflokki voru höfð að leiðarljósi við hönnun innanrýmis nýja GLE-bílsins til að skapa fágað og notalegt umhverfi. GLE er búinn nýju þriggja arma aðgerðastýri og nýjustu kynslóð MBUX sem er auðvelt að stjórna og eykur enn á þægindin við akstur í hverri ferð.
          LeftRight

          Lines and Styling

          Helstu áherslur á hönnun & búnaði

          Close X
          Næsta
          Fyrra
            Nýtt aðgerðastýri Þú getur stjórnað ýmsum eiginleikum bílsins með nýja leðurklædda aðgerðastýrinu, svo sem leiðsögn, síma og afþreyingu, án þess að sleppa stýrinu. Þessi nýja gerð stýrisbúnaðar með snertihnöppum er ekki bara frábær í notkun heldur einnig einstök í útliti.
            Miðstokkur Alltaf með fulla stjórn: Hár miðstokkur með tveimur handföngum er skemmtileg útfærsla fyrir torfæruakstur. Fyrir utan þægindin gefur leðurklætt innanrýmið líka fágað yfirbragð. Hægt er að stjórna margmiðlunarvirkni án umhugsunar með innbyggðu snertiborði.
            Nýir litir á áklæði Nýi GLE-bíllinn er fáanlegur með tveimur nýjum litasamstæðum – drapplitað/svart og brúnt/svart. Þetta gæðaáklæði gerir öllum farþegum kleift að njóta þæginda í hverri ferð.
            Innréttingar í innanrými Að innan má segja að í GLE mætist fágað yfirbragð og framsækin einkenni jeppana: til dæmis er hægt að velja nýja MANIFAKTUR-lakkáferð. Enn einn hápunktur í hönnuninni: ný köntuð loftunarop með krómuðum ristum.
            MBUX Nýjasta kynslóð upplýsinga- og afþreyingarkerfa: MBUX-margmiðlunarkerfið er með nýtt notendaviðmót og gerir innanrými GLE enn stafrænna og snjallara. Það er nú enn þægilegra í notkun þar sem hægt er að stýra því með rödd, snertingu eða hreyfingum.
            Búnaður Helsti búnaður í nýjum GLE
            Næsta
            Fyrra
              Head-up display - Sjónlínuskjár Útlitið fyrir sportlegan og áreynslulausan akstur er gott: með sjónlínuskjánum breytist framrúðan í spennandi stafrænan stjórnklefa. Þú hefur alltaf góða yfirsýn yfir mikilvægustu upplýsingarnar. Þú getur því veitt akstrinum og umferðinni fyrir framan þig fulla athygli. Þú getur stillt hæð og birtustig skjásins að vild.
              Snertiskjár Glæsilegur breiðskjárinn í ökumannsrýminu er glæsilegt hönnunaratriði.
              MBUX-leiðsögn með auknum raunveruleika MBUX með auknum raunveruleika tengir saman sýndarheim og raunheim og leiðir þig á öruggan máta í gegnum hinar flóknustu umferðaraðstæður. Grafískar leiðbeiningar og upplýsingar um umferð birtast með myndum í beinni úr myndavél framan á bílnum sem veitir betri yfirsýn yfir aðstæður og staðsetningu.
              Þráðlaust hleðslukerfi og tenging við snjallsíma Samþætting snjallsíma tengir farsímann þráðlaust við upplýsinga- og afþreyingarkerfið með Apple CarPlay™ og Android Auto. Þannig hefurðu þægilegan aðgang að mikilvægustu forritunum í snjallsímanum þínum. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum á fljótlegan og auðveldan hátt, svo sem Spotify. Þú getur einnig hlaðið samhæfa snjallsíma þráðlaust á meðan þú keyrir í bakkanum frammi í með þráðlausa hleðslukerfinu.
              USB-tengi Hladdu snjallsímann þinn eða spjaldtölvuna á fljótlegan hátt: Alls eru fimm USB-C-tengi í bílnum svo þú og farþegar þínir getið auðveldlega hlaðið snjalltækin ykkar á leiðinni. Einnig er hægt að bæta við tveimur 100 vatta USB-tengjum til viðbótar í aftursæti.
              Burmester® surround-hljóðkerfi Alveg einstakur hljómburður. Upplifðu fyrsta flokks hljómburð með hágæða Burmester® 3D surround-hljóðkerfi. 13 kraftmiklir hátalarar og 590 vatta kerfi skapa áhrifamikinn hljómburð í bakgrunninum ásamt fjölrásastuðningi fyrir Dolby Atmos®-hljóð. Þú getur stillt hljóðið sérstaklega fyrir fram- og aftursæti til að gera upplifunina enn sterkari.
              Umferðarskiltaaðstoð Hefur auga með þér: umferðarskiltaaðstoðin tengir kortagögn saman við upplýsingar frá myndavél og greinir hraðatakmarkanir og upplýsingar um hvar leyfilegt er að fara fram úr og hvar ekki. Þar að auki sýnir búnaðurinn hvar innakstur er bannaður og varar þig við ef þú ert um það bil að beygja inn á akrein á móti umferð.[1]

              [1] Akstursaðstoðin okkar og önnur öryggiskerfi eru hjálpartæki og leysa þig ekki undan ábyrgð þinni sem ökumaður. Farðu eftir upplýsingunum í notendahandbókinni og þeim kerfistakmörkunum sem þar er lýst.
              Bílastæðapakki með 360° myndavél Við getum hjálpað þér að finna bílastæði. Sjálfvirka bílastæðakerfið og 360°-myndavélin geta hjálpað þér að leggja í og bakka úr stæði. Kerfið getur meira að segja greint laus bílastæði um leið og þú keyrir hjá. Sú fulla yfirsýn sem fæst með 360°-myndvélinni ásamt yfirlitsmynd ofan frá er sérstaklega tilkomumikil.[1]

              [1] Akstursaðstoðin okkar og önnur öryggiskerfi eru hjálpartæki og leysa þig ekki undan ábyrgð þinni sem ökumaður. Farðu eftir upplýsingunum í notendahandbókinni og þeim kerfistakmörkunum sem þar er lýst.
              Ítarlegur akstursaðstoðarpakki Við nálgumst sjálfstýringu með öruggum hætti: Ítarlegi akstursaðstoðarpakkinn aðstoðar þig við að haga hraða og stýringu eftir aðstæðum og dregur úr hættu á árekstri. Pakkinn inniheldur fjölmörg aðstoðarkerfi, svo sem sjálfvirka DISTRONIC-fjarlægðaraðstoð og bílalestarstillingu. Það getur dregið úr hættunni á slysum og verndað þannig bæði farþega og aðra vegfarendur. Þar með kemstu á leiðarenda á öruggan og afslappaðan hátt.[[1]

              [1] Akstursaðstoðin okkar og önnur öryggiskerfi eru hjálpartæki og leysa þig ekki undan ábyrgð þinni sem ökumaður. Farðu eftir upplýsingunum í notendahandbókinni og þeim kerfistakmörkunum sem þar er lýst.
              Aðstoð við stýringu eftirvagns Sparaðu tíma og taugar þegar þú bakkar: allir ökumenn, líka þeir sem eru óvanir að bakka með tengivagn, geta nú gert það á öruggan og afslappaðan máta með tengivagnaaðstoðinni – jafnvel við erfiðar aðstæður.[1]

              [1] Akstursaðstoðin okkar og önnur öryggiskerfi eru hjálpartæki og leysa þig ekki undan ábyrgð þinni sem ökumaður. Farðu eftir upplýsingunum í notendahandbókinni og þeim kerfistakmörkunum sem þar er lýst.
              Sjálfvirk DISTRONIC-fjarlægðaraðstoð Þú vilt ekki vera án þægindanna sem sjálfvirka DISTRONIC-fjarlægðaraðstoðin felur í sér við akstur í bílalest. Hún stillir hraða bílsins sjálfkrafa út frá hraða bílsins fyrir framan. Þú getur valið um nokkrar öruggar fjarlægðarstillingar. Við venjulegan akstur þarftu þar með ekki stöðugt að hemla eða auka ferðina eftir umferðarhraða. Það auðveldar þér að slaka á og njóta ferðarinnar.[1]

              [1] Akstursaðstoðin okkar og önnur öryggiskerfi eru hjálpartæki og leysa þig ekki undan ábyrgð þinni sem ökumaður. Farðu eftir upplýsingunum í notendahandbókinni og þeim kerfistakmörkunum sem þar er lýst.
              Sjálfvirk hemlunaraðstoð Framsýnn og skynsamur akstur: Sjálfvirk hemlunaraðstoð aðstoðar þig við að komast hjá aftanákeyrslum, hvort sem er við kyrrstæða bíla eða á ferð, og sama á við um gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Helsti kostur kerfisins er ekki bara fjarlægðar- og árekstrarviðvaranir heldur hemlunaraðstoð í samræmi við aðstæður ásamt sjálfvirkri neyðarhemlun.[1]

              [1] Akstursaðstoðin okkar og önnur öryggiskerfi eru hjálpartæki og leysa þig ekki undan ábyrgð þinni sem ökumaður. Farðu eftir upplýsingunum í notendahandbókinni og þeim kerfistakmörkunum sem þar er lýst.
              ENERGIZING AIR CONTROL Dragðu djúpt að þér andann og slakaðu á: ENERGIZING AIR CONTROL fylgist með loftgæðunum fyrir þig með aðstoð skynjara sem greina loftgæði og fíngerðar agnir. Tvöföld sía dregur úr magni fíngerðra agna og annarra loftborinna mengunarefna í andrúmsloftinu á áhrifaríkan hátt. Bíllinn skiptir sjálfkrafa á milli ferskloftsstillingar og hringrásarstillingar eftir því hvað mælingar segja.
              AIR-BALANCE Pakki AIR-BALANCE-pakkinn er heillandi upplifun fyrir skilningarvitin og eykur á vellíðan þína. Veldu ilm sem þér finnst henta bílnum þínum og eykur enn frekar á loftgæðin inni í bílnum. Þú getur sett ilmgjafann í hanskahólfið og hlaðið hann með ilmi við þitt hæfi úr Mercedes-Benz Customer Solutions-vörulínunni. Mercedes-Benz ilmurinn „Forest Mood“ er hluti af staðalbúnaði.
              Hitaþægindapakki Einstök þægindi um borð í bílnum: Hitaþægindapakkinn sér til þess að hita ákveðna hluta innanrýmisins upp í rétt hitastig á augabragði. Ylurinn umlykur þig frá öllum hliðum – sætin, sætisarmarnir í miðstokknum, framhurðirnar og klæðning í hurðum gefa frá sér hita.
              Þægindapakki fyrir aftursæti Með þessum pakka verða aftursætin að fyrsta farrými. Þú getur aukið enn frekar á þægindin fyrir farþega þína í aftursætinu með því að bæta við aukaþægindum á borð við stærri sætisarma og miðstokk. Aðgengi er mjög gott að ýmsum geymslurýmum, tengjum og MBUX-spjaldtölvunni fyrir aftursæti sem einnig er hægt að fjarlægja. Farþegar þínir í aftursætunum geta hvílst á þægilegan máta, þökk sé fáguðum bólstruðum armpúða í miðju. Áferð höfuðpúðanna er sérlega mjúk með viðbótarpúðum svo að hægt sé að hvíla höfuðið, hnakkann og axlirnar og slaka vel á í sætinu.
              PRE-SAFE® Impulse Side Öryggi þér við hlið: PRE-SAFE® Impulse Side getur búið þig og farþega í framsæti undir árekstur frá hlið með því að færa ykkur til hliðar og draga þar með úr hættu á meiðslum. Kerfið getur fært þig frá þeirri hlið sem snýr að slysinu og í átt að miðju bílsins. Þetta getur haft jákvæð áhrif við hliðarárekstur.
              GUARD 360° Plus þjófavörn GUARD 360° Plus-þjófavörnin býður upp á alhliða vöktun á umhverfi bílsins. Þjófavarnarkerfið og afvirkjun lykils í neyðartilvikum gerir þér kleift að bregðast skjótt við. Árekstrarskynjari Mercedes me varar þig við í gegnum forritið. Þar að auki eykur kerfið líkurnar á að bíllinn finnist ef honum skyldi verða stolið.[1]

              [1] Til að nota Mercedes me-þjónustuna þarftu að búa til Mercedes me-auðkenni og samþykkja notkunarskilmálana fyrir Mercedes me-þjónustuna. Þjónustan sem sýnd er og framboð hennar og virkni ræðst helst af gerð bílsins, framleiðsluári, völdum aukabúnaði og landi.
              Hliðarloftpúðar í aftursæti Hliðarloftpúðar í aftursæti vernda efri líkamshluta farþega sem sitja lengst til hliðar við hliðarárekstur. Ásamt stöðluðum gluggapúðum auka þeir öryggið enn frekar og minnka hættuna á eða koma í veg fyrir meiðsli. Loftpúðarnir blása út á milli hurðar og farþega.
              Torfærupakki Með torfærupakkanum geturðu lagað eiginleika aldrifsins og fjöðrunarkerfisins sérstaklega að akstursskilyrðunum. Með dæmigerðum eiginleikum fyrir torfæruakstur, svo sem breytilegri fjöðrun, færðu virkan stuðning við krefjandi aðstæður. Þetta auðveldar þér akstur upp og niður brattar brekkur og á lausri möl eða sleipu undirlagi.
              DYNAMIC SELECT Þinn bíll, þitt aksturslag. Með DYNAMIC SELECT geturðu valið aksturslag GLE-bílsins á einfaldan hátt með einum hnappi. Þú notar akstursstillingar til að aðlaga eiginleika vélar, skiptingar, fjöðrunar og stýris eftir akstursaðstæðum. Í GLE SUV er hægt að velja sparnaðar-, þæginda-, sport-, torfæru- og sérvalda stillingu.
              4MATIC aldrif 4MATIC aldrifið nýtir aflið frá kraftmiklum vélunum á áhrifamikinn hátt. Kerfið er alltaf virkt og bætir sérstaklega grip og aksturseiginleika við erfið akstursskilyrði. Kerfið kemur sér sérstaklega vel í bleytu eða þegar snjór og hálka er á veginum. Það er líka traustur grunnur fyrir sportlega akstursánægju.
              Mercedes-AMG GLE. Nýja hönnunin geislar af óstöðvandi löngun til aksturs, jafnvel við fyrstu sýn. Sportlegt yfirbragðið er ekki bara tryggt með hinni sérstöku hönnun á framsvuntunni með AMG-grilli og allt að 55,9 cm (22 tommu) felgum. Annar AMG-eiginleiki sem hægt er að bæta við er ljóskastari sem varpar AMG-merkinu á jörðina þegar framdyrnar eru opnaðar. Nýju aðalljósin lýsa ökumanninum vel í myrkri og afturljósin tryggja að aðrir sjái bílinn vel.
              LeftRight

              Yfirbygging

              Innanrými

              Helstu áherslur á yfirbyggingu

              Close X
              Næsta
              Fyrra
                Nýr AMG framendi (GLE 53 4MATIC+) Fylginn sér: Nýr AMG framendi með AMG-grilli, MULTIBEAM LED-aðalljósum með nýju einkennandi yfirbragði og nýrri útfærslu á loftinntökum með þotuvængjahönnun, ásamt svartri áferð með næturpakkanum.
                Léttar AMG álfelgur með fimm tvöföldum örmum (GLE 53 4MATIC+) Svipmikill: Léttar 21 tommu mattar, svartar AMG-álfelgur undirstrika einstakt útlit bílsins.
                AMG merki á vélarhlífinni (GLE 53 4MATIC+) AMG-merkið á vélarhlíf Mercedes-AMG GLE undirstrikar hinn sögulega uppruna bílsins.
                AMG hönnun að aftan (GLE 53 4MATIC+) Kraftmikill: Ný afturljós, AMG-afturhluti og breytilegt AMG Performance-útblásturskerfi eru hluti af staðalbúnaði og undirstrika ásamt tveimur útblástursrörum sportlegt útlit bílsins.
                AMG framendi (GLE 63 S 4MATIC+) Sterkur: AMG-framendinn með AMG-grilli, svörtum loftinntökum og MULTIBEAM LED-aðalljósum með nýju einkennandi yfirbragði undirstrika sportlegt útlit GLE 63 S 4MATIC+.
                AMG felgur (GLE 63 S 4MATIC+) Til að auka enn á glæsilegt útlitið: fínpússaðu útlit bílsins með 22 tommu Himalaya-gráum AMG-felgum. Hin sérstaka blanda efna sem valin var við hönnunina gerir það að verkum að felgurnar eru bæði léttar og einstaklega sterkar.
                AMG merki á vélarhlífinni (GLE 63 S 4MATIC+) Byggður á sögulegum grunni: AMG-merkið á vélarhlífinni sýnir á skýran hátt að bíllinn er hluti af AMG-fjölskyldunni.
                AMG-hönnun að aftan (GLE 63 S 4MATIC+) Áhersla á breidd: Þeir eiginleikar sem eru mest einkennandi og áberandi fyrir GLE 63 S 4MATIC+ eru AMG-aftursvunta með dreifara, AMG-vindskeið og tvö trapisulaga útblástursrör með breytilegu AMG Performance-útblásturskerfi.
                22 tommu AMG felgur Bættu tækni úr akstursíþróttum við fágaða hönnunina með því að bæta við þrykktum AMG-felgum. Einstakir eiginleikar efnanna gera hönnunina létta en á sama tíma sérstaklega sterka sem bætir aksturseiginleikana enn frekar.
                Stemningslýsing með vörpun AMG-vörumerkisins Eiginleiki sem höfðar til tilfinninga þinna. Lýsingin gerir aðkomuna að Mercedes-AMG alltaf heillandi: Þegar fram- og afturhurðir bílsins eru opnaðar varpast AMG-vörumerkið á jörðina.

                Helstu áherslur á innanrými

                Close X
                Næsta
                Fyrra
                  Nýtt AMG stýri Með stjórn á öllu: AMG Performance stýrið er klætt nappaleðri sem er gatað á gripsvæðinu. Þar við bætast aðgerðarofar í AMG stýrinu og silfurlitaðir álflipar til að stýra styrk orkuendurheimtar á mörgum stigum. Búnaður sem gerir ökumanni kleift að virkja sérstakar akstursstillingar á fljótvirkan og öruggan hátt.
                  Burmester® surround hljóðkerfi Alveg einstakur hljómburður. Upplifðu fyrsta flokks hljómburð með hágæða Burmester® 3D surround-hljóðkerfi. 13 kraftmiklir hátalarar og 590 vatta kerfi skapa áhrifamikinn hljómburð í bakgrunninum ásamt fjölrásastuðningi fyrir Dolby Atmos®-hljóð. Þú getur stillt hljóðið sérstaklega fyrir fram- og aftursæti til að gera upplifunina enn sterkari.
                  Panoramic sólþak Eins og að vera úti undir berum himni: Þú getur stillt þakgluggann rafrænt að vild og hleypt inn fersku lofti. Hægt er að laga stærð opsins sjálfkrafa að aksturshraða. Jafnvel þegar þakglugginn er lokaður hleypir hann fallegri birtu inn í innanrýmið.
                  Fyrsta flokks AMG áklæði AMG sportsæti með AMG merki og sérhannað AMG sætaáklæði úr ARTICO leðurlíki með MICROCUT örtrefjaefni og rauðum saumum sjá til þess að andrúmsloftið er sportlegt í innra rýminu. Einnig er í boði svart eða grátt nappaleður ásamt sérhönnuðu AMG sætaáklæði og AMG merki í hnakkapúðum.

                  Aukabúnaður
                  Upplýstir AMG hurðasílsar Jafnvel að komast inn og út verður upplifun í sjálfu sér. Hágæða hurðasílsar úr ryðfríu stáli eru upplýstir með „AMG“ letri.
                  Hlutar innréttingar úr MICROCUT örtrefjaefni Sportlegt innra rýmið er fullt af spennandi andstæðum sem blasa við í fyrstu sætaröðinni. Hurðaspjöld, mittislína, mælaborð og miðjustokkur eru með klæðningu úr hágæða MICROCUT örtrefjaefni sem að hluta til er með rauðum saumum.
                  Hafa samband
                  Upplifðu hvernig er að keyra um á nýjum GLE. Reynsluakstur Bókaðu reynsluakstur, við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

                  Skráning á póstlista

                  Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.