Þjónusta og viðhald Mercedes-Benz. Settu nýja Mercedes-bílinn þinn í hendurnar á þeim allra bestu fyrir þjónustu, viðhald og viðgerðir: traustum Mercedes-Benz samstarfsaðila. Þjónusta sem hentar þínum þörfum og skilar þér einnig skipulagi og stjórn á kostnaði. Á sama tíma geturðu viðhaldið verðmæti bílsins með því að nota ósvikna Mercedes-Benz varahluti.
Svona getur viðhald verið þægilegt. Mercedes-Benz þjónustan er unnin samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Þú þarft ekki einu sinni að leiða hugann að reglulegu viðhaldi.

Sjálfvirk áminning um viðhald er staðalbúnaður í Mercedes-Benz. Með reglubundnu viðhaldi er mögulegt að koma í veg fyrir skemmdir og sinna viðhaldi í tíma.
Button
  Ábyrgð fyrir ný ökutæki Vel tryggt frá upphafi.

  Frá 1. September 2005 hefur tveggja ára ábyrgð fyrir ný ökutæki verið gild um alla Evrópu fyrir alla Mercedes-Benz fólksbíla.

  Starfandi umboðsaðilinn í hverju landi fyrir sig gefur hið samningsbundna ábyrgðarloforð. Ábyrgðin gildir frá dagsetningunni sem afhending ökutækisins fór fram á eða sem önnur nýskráning ökutækis fór fram án takmarkana á kílómetrafjölda. Hún fullkomnar hina lagalegu efnisgallaábyrgð og gefur þér öryggistilfinningu því þú veist að þú ert tryggð/ur fyrstu tvö árin.

  Mercedes-Benz ábyrgðin fyrir ný ökutæki nær til aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss.
  Button
  Ábyrgð fyrir notuð ökutæki Gæðastimpillinn fyrir notuð ökutæki.

  Ef þú festir kaup á notuðu ökutæki frá okkur, er það ekki einungis fagmannlega sannprófað, heldur fylgir með því í flestum tilfellum líka Mercedes-Benz Evrópuábyrgð með gildistíma í minnst tólf mánuði.

  Hún tryggir einnig þann hreyfanleika sem þú þarfnast ef bilun á sér stað, sama í hvaða Vestur-Evrópulandi þú ert. Við gerum við bílinn þinn án þess að þú þurfir hvorki að borga krónu í launakostnað né – upp í allt að 100.000 km keyrslu – fyrir efniskostnað. Við endurgreiðum einnig launakostnað fyrir ökutæki með hærri kílómetrafjölda að fullu.

  Ef ökutækið sem þú óskar þér – hvort sem það er með eða án stjörnu – er ekki með Mercedes-Benz Evrópuábyrgðinni, spyrðu einfaldlega eftir henni hjá söluaðilanum þínum.
  Button
  All categories Choose the right accessories for your Mercedes.