Yfirlit
Yfirbygging
Tæknilegar upplýsingar
Innanrými
Hönnun og búnaðarlínur
Myndband
Hafa samband
eVito sendibíll
    Jupiter Red
    Steel Blue
    Pebble Grey
    Granite Green
    Light Ivory
    Grey Metallic
    Hyacinth Red Metallic
    Rock Crystal White
    Obsidian Black Metallic
    Brilliant Silver Metallic
    Selenite Gre Metallic
    Model eVito sendibíll
    Verð frá 9.390.000 kr.
    Ytra byrði Aðlaðandi hönnun með hönnunareinkennum Mercedes-Benz.
    LeftRight

    Yfirbygging

    Close X
    Næsta
    Fyrra
      Vito-speglapakki Hægt er að auka öryggi í akstri með glýjuvörn í baksýnisspegli og hliðarspeglum og rafdrifinni aðfellingu hliðarspegla.
      Krómað grill Falleg krómuð áferð á ristum grillsins skapar einstakt yfirbragð.
      Snjallt LED-ljósakerfi Sjálfvirk LED-aðalljósin snúast sjálfkrafa lóðrétt og lárétt, allt eftir akstursaðstæðum hverju sinni.
      Mercedes-Benz merki Vörumerkinu er varpað með ljósi á jörðina hjá opnum hliðardyrunum.

      Aðgengi & hleðslurými

      Close X
      Næsta
      Fyrra
        Rafknúnar rennihurðir Rafknúnar rennihurðir bjóða upp á opnun og lokun með hnappi, án þess að ökumaðurinn þurfi að stíga út eða farþegarnir að snerta rennihurðina. Þetta hefur í för með sér umtalsvert aukin þægindi, sérstaklega þegar rennihurðin er oft notuð.
        Afturhleri Þökk sé stóru opi hleðslurýmisins er einnig auðvelt að hlaða og afferma fyrirferðarmikla hluti og farangur gegnum afturdyrnar. Krómaða Mercedes-stjarnan í miðjum afturhleranum gefur afturhlutanum afgerandi útlit.
        Tvískipt afturhurð, opnast um 180°, enginn gluggi Tvískipta afturhurðin auðveldar hleðslu og affermingu fyrirferðarmikils farangurs, þökk sé gleiðu opnunarhorni afturdyranna. Lyftarar geta einnig nálgast bílinn vegna þess að samhverfu hurðirnar tvær geta opnast um allt að 180°.
        Þakbogar Svartur þakbogi býður upp á viðbótarpláss fyrir farangur og gefur bílnum einstakt útlit. Hámarksburðargeta þakboganna er allt að 100 kg og hæð þeirra er 48 mm. Hægt er að panta samhæfa þverbita og aukahluti frá Mercedes-Benz.
        Þakhleðslupakki Þakhleðslupakkinn býður upp á einfaldan og öruggan flutning stiga á þaki bílsins. Með þakfarangursgrindinni, keflinu, stigafestingunni og tveimur festingarólum er hægt að setja þetta upp og festa hratt og örugglega.
        Þverbitar fyrir þakboga Þverbitarnir bjóða upp á fljóta og sveigjanlega festingu ýmissa flutningalausna frá Mercedes-Benz, svo sem skíða- og snjóbrettafestinga, reiðhjólafestinga eða farangursboxa. Þverbitarnir eru úr áli og með lás og er sérstaklega hannaðir til að falla fullkomlega að yfirbyggingu ökutækisins.
        Rennihurð, hægra megin Rennihurðin hægra megin veitir aukinn aðgang að bílnum. Þetta gerir hleðslu og affermingu hraðari og sveigjanlegri, og það sama á við um að stíga inn í og út úr bílnum, til dæmis við þröngar aðstæður í miðborgum. 961 mm hleðslubreidd og 1252 mm á hæð.

        Hönnun og búnaðarlínur

        Close X
        Strapline Content
        Tæknilegar upplýsingar og mál Tæknilegar upplýsingar og mál eVito-sendiferðabílsins.
        LeftRight
        LeftRight
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Technical Data
        LeftRight
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Technical Data
        LeftRight
        Lengd hleðslurýmis 5140 mm
        Flatarmál hleðslurýmis 2830 m
        Rúmmál hleðslurýmis 6 m³
        Hámarksfarmþungi 763-842
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        LeftRight
        Lengd hleðslurýmis 3006 mm
        Flatarmál hleðslurýmis 6.6 m3
        Rúmmál hleðslurýmis 6 m³
        Hámarksfarmþungi 763-842
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Sub Title Strapline
        Innanrými Ótrúlega notadrjúgur.
        LeftRight

        Innanrými

        Close X
        Næsta
        Fyrra
          Stafrænn baksýnisspegill Mun stærra sjónsvið stafræns baksýnisspegilsins getur veitt aukna yfirsýn yfir umferðina fyrir aftan bílinn í akstri með því að koma í veg fyrir að farmur eða farþegar aftur í bílnum byrgi ökumanni sýn.
          Sjálfvirk THERMOTRONIC hita- og loftstýring Sjálfvirka THERMOTRONIC hita- og loftstýringin skilar betra lofti í innanrými bílsins og bætir líðan ökumanns og farþega, sérstaklega þegar ekið er í miklum hita. Hún stýrir hitastigi, loftflæði og loftdreifingu sjálfkrafa á tveimur svæðum þannig að ökumanni og farþega í framsæti líður jafn vel með mismunandi stillingum.
          Tvöfaldur glasahaldari í miðju ökumannsrými Tvöfaldi glasahaldarinn býður upp á hentuga geymslu fyrir drykki. Hann er í miðju ökumannsrýminu, innan seilingar fyrir ökumann og farþega í framsæti.
          Hiti í sæti fyrir ökumann Rafknúinn hiti í sæti hitar upp kalda fleti sætisins þegar svissað er á bílinn til að auka þægindi og vellíðan þegar kalt er í veðri eða í svölu kvöldlofti.
          Leðurklætt stýri Leðurklætt stýrið gefur ökumannsrýminu fágað yfirbragð. Þægilegt leðrið býður upp á gott grip og haganleg lögun stýrisins eykur enn á þægindin.

          Ökumannshús

          Close X
          Næsta
          Fyrra
            Ljósaborði í hleðslurými Ljósaborðinn í hleðslurýminu er hafður hátt þannig að hleðslurýmið er lýst upp með lágmarksskugga. LED-lýsing tryggir litla orkunotkun og býður upp á langan endingartíma.
            Brautakerfi fyrir festingu farms Brautakerfi fyrir festingu farms býður upp á viðeigandi og sveigjanlega festingu fyrir farm. Hægt er að festa farm við tvær festibrautir í gólfi hleðslurýmisins með aukabúnaði á borð við bindiaugu og stroffur.
            Klæðning í hleðslurými, efri hlutar Klæðning á efri hluta hliðanna í hleðslurýminu ver yfirborðið betur gegn skemmdum. Klæðning, sem er gerð úr spónaplötum og máluð grá, skapar áreiðanlegt og stílhreint útlit og bætir hljómburð í innanrými bílsins.
            Geymslurými undir sæti Þegar flytja þarf mjög langa hluti kemur geymslurými undir framsætunum í góðar þarfir við að lengja hleðslurýmið. Auðvelt er að raða hlutum undir sætin úr hleðslurýminu, jafnvel þótt skilrúm sé til staðar.
            Festibrautir á hliðum Hægt er að nota festibrautir á hliðum til að festa miðlungsháan, fyrirferðarmikinn farm til að koma í veg fyrir að hann renni til eða velti. Þetta ver jafnt farm sem hleðslurými gegn skemmdum.
            Klæðning í innanrými upp í loft (viður) 5 mm þykk viðarklæðningin á hliðum hleðslurýmisins sem nær upp í loft ver málminn í hleðslurýminu gegn skemmdum, t.d. við hleðslu eða affermingu. Krossviðarplöturnar ná frá gólfi hleðslurýmisins og upp í þakgrindina. Afturhlerinn og afturhurðir eru klædd hálfa leið upp og stoðirnar eru óklæddar.
            Plastklæðning á gólf Hægt er að klæða hleðslurýmið með slitsterku og burðarþolnu svörtu gólfefni úr plasti. Vatnsheld og samfelld plastgólfklæðning ver undirliggjandi málmflötinn gegn skemmdum.
            Farmpakki Farmpakkinn auðveldar hleðslu og affermingu, auk þess að bjóða upp á aukið öryggi við flutning farms. Undirstaða pakkans er harðgert viðargólfið. Það ver málmfleti og viðarklæðningu hleðslurýmisins.
            Skilrúm í fullri breidd Skilrúm í fullri breidd við miðstoðirnar ver ökumann og farþega í framsæti fyrir farmi og veitir vörn milli ökumannsrýmisins og hleðslurýmisins. Það ver ökumannsrýmið gegn óhreinindum, ryki og hávaða. Hönnun skilrúmsins býður upp á fjölbreytta stillingu á sætisbaki ökumannssætisins.
            Skilrúm í fullri breidd með glugga Skilrúm í fullri breidd með glugga við miðstoðir veitir yfirsýn yfir hleðslurýmið eða út um glugga á afturhleranum eða afturhurðunum, ef þeir eru til staðar. Skilrúmið ver ökumann og farþega í framsæti fyrir farmi og veitir vörn milli ökumannsrýmisins og hleðslurýmisins.
            Þægindapakki fyrir ökumannsrými Þægindapakki fyrir ökumannsrými býður upp á fjölbreyttan búnað til að auka þægindi í akstri fyrir ökumann og farþega. Þetta felur m.a. í sér þægilegt loftslag í innanrými með sjálfvirkri THERMOTRONIC-hita- og loftstýringu og aukamiðstöð með fjarstýringu.
            Þægindapakki fyrir ökumann Þægindapakki fyrir ökumann sameinar úrval búnaðar sem hannaður er til að gera aksturinn ánægjulegri og til að létta undir með ökumanninum. Þar á meðal er að finna gagnleg aðstoðarkerfi fyrir akstur, bílastæði og stýringu, svo sem aðalljósaaðstoð, regnskynjara og sjálfvirka bílastæðaaðstoð.
            Sætaþægindapakki Sætaþægindapakkinn býður upp á enn meiri þægindi, sérstaklega á lengri ferðum: Bæði ökumannssætið og farþegasætið eru með sætispúða sem hægt er að stilla fram/aftur sem og fjögurra stefnu stuðning við mjóbak. Við þetta bætist einstaklega haganleg lögun sem tryggir að sæti uppfylla kröfur AGR-herferðarinnar (Aktion Gesunder Rücken) e.V., sem leggur áherslu á heilbrigði baka.
            Tveggja sæta bekkur fyrir farþega í framsæti Tveggja sæta bekkur fyrir farþega í framsæti skilar viðbótarsæti í ökumannsrýminu. Bæði sætin á bekknum eru búin þriggja punkta öryggisbelti, öryggisbeltaviðvörun og höfuðpúða með hæðarstillingu. Bekkurinn er með heilli sessu sem hægt er að fjarlægja.
            Innanrýmis- og stemningslýsing í sendibíl Fjölbreytt lýsing tryggir góða birtu í innanrými bílsins og umhverfi hans. Sem dæmi um þetta eru útgangsljós á framhurðum og lýsing í fótrými ökumanns og farþega í framsæti. Einstaklega endingargóð og orkunýtin LED-ljós eru notuð í hluta af lýsingunni.
            Miðstokkur með 1-DIN rauf Miðstokkurinn er með 1-DIN rauf fyrir uppsetningu hluta á borð við ökurita, geisladiskarekka eða annan 1-DIN búnað. Hægt er að nota geymslurýmið fyrir ofan 1-DIN raufina til að geyma hluti eins og pappíra, skjöl eða lykla í seilingarfjarlægð frá ökumanni og farþega í framsæti.
            Miðstokkur með geymsluhólfi Opið geymsluhólf í miðstokknum býður upp á geymslu hluta eins og pappíra, skjala eða lykla í seilingarfjarlægð frá ökumanni og farþega í framsæti.
            Geymslunet á sætisbaki ökumannssætis og sætis fyrir farþega í framsæti Geymslunetið á sætisbaki ökumannssætisins og sætis farþega í framsæti býður farþegum í aftursæti upp á aukið geymslurými fyrir kort, tímarit eða áþekka hluti.
            Hanskahólf með lás Hanskahólf með lás býður upp á örugga geymslu fyrir persónulega muni eða skjöl. Því er læst með handvirka neyðarlyklinum sem er innbyggður í rafræna lykilinn.

            Equipment Lines

            Close X
            Strapline Content
            Búnaður Helsti búnaður eVito sendibílsins.
            LeftRight

            Tækni

            Close X
            Næsta
            Fyrra
              85 kW rafmótor / 60 kWh rafhlaða (nýtanlegt) Afkastamikill rafmótor sem skilar að hámarki 85 kW (116 hö.) og allt að 360 Nm togi býður upp á einstakan togkraft og lipran akstur.
              Háspennurafhlaða (60 kWh) Akstur á rafmagni getur verið þetta kraftmikill: Háspennurafhlaða með allt að 60 kWh nýtanlegri rýmd býður upp á stutt hleðslustopp þar sem hraðhleðslugeta með jafnstraumi er staðalbúnaður.
              Forstillt hita- og loftstýring Forstillt hita- og loftstýring tryggir að þín bíður þægilegt hitastig í innanrými þegar þú sest inn. Þetta skilar sér í áberandi auknum þægindum, sérstaklega þegar mjög heitt eða kalt er í veðri. Forstillt hita- og loftstýring virkar bæði þegar verið er að hlaða bílinn og þegar hann er ekki tengdur við hleðslustöð.
              Hita- og loftstýring með orkusparnaðarstillingu Tilvalið fyrir hraðsendinga- og póstþjónustu: Stillingin gerir þér kleift að hámarka drægi sendiferðarafbílsins þíns. Hún greinir aukna eða óþarfa þörf á hita eða kælingu, t.d. þegar sífellt er verið að opna dyr eða ekið er með opna glugga, og takmarkar úttak hita- og loftstýringarinnar í samræmi við það.

              Stafræn upplifun

              Close X
              Næsta
              Fyrra
                Foruppsetning fyrir fjarstýringar- og leiðsöguþjónustu Foruppsetningin fyrir fjarstýringar- og leiðsöguþjónustu skapar tæknileg skilyrði fyrir notkun stafræns aukabúnaðar sem er sérstaklega þróaður fyrir sendiferðarafbíla. Þetta felur einnig í sér forstillta hita- og loftstýringu sem gerir þér kleift að setjast inn í þægilegt hitastig í upphafi ferðar.
                Foruppsetning fyrir fjartengda þjónustu plús Foruppsetning fyrir fjartengda þjónustu plús veitir þér tækifæri til að nota bílinn þinn á enn betri og sveigjanlegri máta. Aðgengi að fjölbreyttum stafrænum aukabúnaði gerir bílinn enn öruggari, þægilegri, auðskipulagðari og sparneytnari.
                Foruppsetning fyrir umferðarupplýsingar í rauntíma Þú vilt ekki verða fyrir töfum vegna umferðarteppa og þú vilt alltaf aka bestu leiðina til að komast eins fljótt og auðið er á áfangastað. Foruppsetning fyrir umferðarupplýsingar í rauntíma býður upp á tæknilegar forsendur fyrir móttöku nýrra og nákvæmra umferðarupplýsinga sem skilar sér í sjálfvirkri uppfærslu leiðsagnar og nákvæmlega reiknuðum komutíma.

                Charging

                Close X
                Næsta
                Fyrra
                  11 kW riðstraumshleðsla / 80 kW jafnstraumshleðsla 80 kW hleðslugeta gerir þér kleift að hlaða rafhlöðuna á hraðhleðslustöð með jafnstraumi og að bæta við drægið á skjótan máta. CCS-hleðslukerfi með CCS-hleðslutengli (Combo 2) gerir þér einnig kleift að hlaða bílinn þinn í heimahleðslustöðvum með allt að 11 kW hleðslugetu og riðstraumi.
                  11 kW riðstraumshleðsla / 50 kW jafnstraumshleðsla 50 kW hleðslugeta gerir þér kleift að hlaða rafhlöðuna á hraðhleðslustöð með jafnstraumi og að bæta við drægið á skjótan máta. CCS-hleðslukerfi með CCS-hleðslutengli (Combo 2) gerir þér einnig kleift að hlaða bílinn þinn í heimahleðslustöðvum með allt að 11 kW hleðslugetu og riðstraumi.
                  Mercedes-Benz heimahleðslustöð Heimahleðslustöðin, með allt að 22 kW[5] hleðslugetu, hleður rafhlöðu eVito um það bil fjórum sinnum hraðar en hleðsla í heimilisinnstungu. Hún er samhæf við alla rafbíla með tengi af gerð 2.
                  Sveigjanlegt hleðslukerfi Þægileg, örugg og skilvirk hleðsla, hvar og hvenær sem er: Með þessu handhæga setti, sem samanstendur af einni snúru og fjölda millistykkja, ertu alltaf með réttu hleðslulausnina við höndina. Engu máli skiptir hvort þú ætlar að hlaða í rafmagnsinnstungu eða á hleðslustöð.

                  Akstursaðstoðarkerfi

                  Close X
                  Næsta
                  Fyrra
                    Aðstoðarpakki Aðstoðarpakkinn er hugvitsamlegt safn fjögurra aðstoðarkerfa sem draga úr álagi við akstur og gera hann öruggari. Þau auðvelda þér t.d. að halda lágmarksfjarlægð frá næsta ökutæki fyrir framan, greina ökutæki á blindsvæðinu og koma í veg fyrir óafvitandi akstur út af akrein.
                    Sjálfvirk DISTRONIC-fjarlægðaraðstoð Sjálfvirka DISTRONIC-fjarlægðaraðstoðin notar ratsjá til að halda sjálfkrafa ákveðinni fjarlægð frá ökutækjum fyrir framan bílinn og léttir þannig undir með þér á þjóðvegum í þungri innanbæjarumferð.
                    Blindsvæðishjálp Blindsvæðishjálp með umferðarskynjara að aftan getur hjálpað til við að koma í veg fyrir slys þegar skipt er um akrein eða við að bakka með sjónrænum og hljóðrænum viðvörununum. Ef blindsvæðishjálp greinir bíl á blindsvæðinu sýnir hún viðvörun með rauðum þríhyrningi í viðkomandi hliðarspegli.
                    Sjálfvirk hemlunaraðstoð Sjálfvirk hemlunaraðstoð getur hjálpað þér að koma í veg fyrir árekstra við bíla sem aka fyrir framan, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk eða til að draga úr afleiðingum þeirra.
                    Aðalljósaaðstoð Aðalljósaaðstoðin kveikir eða slekkur sjálfkrafa á aðalljósunum, allt eftir birtuskilyrðum. Aðstoðarkerfið getur hjálpað ökumanninum og aukið öryggi í akstri, ekki síst þegar birtuskilyrði breytast hratt, til dæmis þegar ekið er í gegnum göng.
                    Aukin háljósaaðstoð Aukin háljósaaðstoð skilar þér bestu mögulegu lýsingu fram fyrir bílinn öllum stundum án þess að blinda aðra vegfarendur. Þannig eru endurtekin skipti úr lágljósum í háljós og til baka úr sögunni. Nú getur þú einbeitt þér að fullu að akstrinum og umferðinni.
                    PRE-SAFE® Fyrirbyggjandi PRE-SAFE® farþegavörn er kerfi sem getur greint mögulega hættulegar akstursaðstæður snemma og hafið fyrirbyggjandi ráðstafanir. Dæmi um slíkar ráðstafanir eru að herða öryggisbelti ökumanns og farþega í framsæti sem og að loka opnum gluggum og þakkerfum.
                    Umferðarskiltaaðstoð Umferðarskiltaaðstoðin getur veitt ökumanni stuðning með því að sýna ávallt á skjá mælaborðsins og á margmiðlunarskjánum greindar upplýsingar um gildandi hámarkshraða og skilti sem banna innakstur og framúrakstur, sem og upplýsingar um þegar þessar takmarkanir gilda ekki lengur. Þetta er sérstaklega gagnlegt þar sem hraðatakmarkanir breytast oft, til dæmis á svæðum þar sem vegavinna stendur yfir.
                    Akreinaskynjarar Akreinaskynjarar geta aðstoðað þig við að koma í veg fyrir slys vegna þess að þú ekur óafvitandi út af akrein. Ef kerfið greinir að bíllinn er að aka út af akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið varar það ökumanninn við með púlsandi titringi í stýrinu. Þetta gefur ökumanninum færi á að stýra aftur inn á rétta akrein.
                    ATHYGLISAÐSTOÐ Athyglisaðstoðarkerfið getur komið að gagni við að koma í veg fyrir dott og eykur þannig öryggi, sérstaklega við akstur á kvöldin og í löngum ferðum. Kerfið gefur frá sér sjónræna viðvörun og hljóðmerki ef það greinir dæmigerð einkenni þreytu eða skorts á athygli og stingur upp á að þú takir þér hlé.

                    Öryggi

                    Close X
                    Næsta
                    Fyrra
                      Sjálfvirk hemlaljós Ef þú þarft að snögghemla geta sjálfvirku hemlaljósin varað ökumenn fyrir aftan bílinn við og þannig komið í veg fyrir aftanákeyrslu. Þau verða virk þegar ESP®-kerfið skynjar neyðarhemlun, allt eftir hemlaþrýstingi og hraða.
                      GUARD 360° þjófavörn GUARD 360° þjófavörn sameinar fjölda öryggiseiginleika sem auka vernd bæði fyrir bílinn þinn og verðmæti í innanrýminu. Þjófavörnin virkjar bæði hljóðviðvörun og sjónrænt viðvörunarmerki þegar það greinir innbrot eða þjófnað.
                      Þjófavarnarpakki Þjófavarnarpakkinn getur auðveldað þér að tryggja öryggi bílsins með því að kveikja á sjónrænum og hljóðrænum viðvörunarbúnaði ef möguleg tilraun til þjófnaðar greinist. Pakkinn samanstendur af þjófavarnarkerfi, innanrýmisvörn og dráttarvörn.
                      Viðvörunarkerfi fyrir þrýstingstap í hjólbörðum að framan og aftan, þráðlaust Viðvörunarkerfið fyrir þrýstingstap í hjólbörðum athugar loftþrýsting í öllum hjólbörðunum fjórum frá 20 km/klst. Það getur varað ökumann við minnkandi þrýstingi í hjólbörðum og þannig aukið öryggi í akstri og endingu hjólbarða.
                      Þjófavarnarkerfi Þjófavarnarkerfið býður upp á mikla vörn gegn þjófnaði á bíl og farmi. Það er virkjað sjálfkrafa þegar ýtt er á fjarstýringu samlæsingarkerfisins. Þegar þjófavörnin er virk gefur hún frá sér hljóð um leið og einhver hurðanna er opnuð eða tekin úr lás innan frá.
                      Neyðarsímtalakerfi Mercedes-Benz Neyðarsímtalakerfi Mercedes-Benz getur sparað lífsnauðsynlegan tíma í neyðartilvikum. Samskiptaeining með SIM-korti hringir sjálfkrafa neyðarsímtal þegar slys greinist og styttir þar með mögulega þann tíma sem það tekur viðbragðsaðila að komast á vettvang. Einnig er hægt að hringja neyðarsímtal handvirkt til að leita aðstoðar.
                      Hljóðviðvörunarkerfi Hljóðviðvörunarkerfið gerir öðrum vegfarendum, svo sem gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki, vart við rafbílinn og getur þannig komið í veg fyrir árekstur. Þegar ekið er á milli 0 og upp í u.þ.b. 30 km/klst. heyrist hljóð sem gerir fólki auðveldara með að heyra í rafbílnum, til dæmis á svæðum þar sem aðgangur ökutækja er takmarkaður.
                      Loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti Komi til áreksturs geta loftpúðar að framan verndað höfuð og efri hluta ökumanns og farþega í framsæti. Þannig veita þeir mikla vernd með því að draga úr hættu og alvarleika meiðsla á höfði, í andliti og á brjóstkassa.
                      Loftpúðar fyrir efri hluta líkama og mjaðmasvæði fyrir ökumann og farþega í framsæti Hliðarloftpúðinn fyrir efri hluta líkama / mjaðmagrind getur verndað efri hluta líkamans og mjaðmagrindarsvæði ökumanns eða farþega í framsæti við hliðarárekstur og dregið úr hættu á meiðslum. Hliðarloftpúðinn er í sætisbaki ökumannssætisins og farþegasætisins að framan.
                      Loftpúði yfir glugga fyrir ökumann og farþega í framsæti Loftpúðar yfir glugga fyrir ökumann og farþega í framsæti veita betri vörn gegn áverkum á höfði og andliti við alvarlegan hliðarárekstur. Loftpúðar yfir gluggum eru í loftklæðningunni báðum megin í bílnum og greinist árekstur blása þeir upp á örfáum millisekúndum og mynda loftpúðatjald yfir hliðargluggunum.

                      Þægindi

                      Close X
                      Næsta
                      Fyrra
                        Sjálfvirk THERMOTRONIC hita- og loftstýring Sjálfvirka THERMOTRONIC hita- og loftstýringin skilar betra lofti í innanrými bílsins og bætir líðan ökumanns og farþega, sérstaklega þegar ekið er í miklum hita. Hún stýrir hitastigi, loftflæði og loftdreifingu sjálfkrafa á tveimur svæðum þannig að ökumanni og farþega í framsæti líður jafn vel með mismunandi stillingum.
                        Hálfsjálfvirk TEMPMATIC-loftkæling Hálfsjálfvirka TEMPMATIC-loftkælingin eykur vellíðan með viðkunnanlegu hitastigi í innanrýminu og hefur mikilvæg áhrif á hæfni ökumanns. Loftkælingin stýrir hitastigi innanrýmisins sjálfkrafa.
                        Hiti í sæti fyrir farþega í framsæti Rafknúinn hiti í sæti hitar upp kalda fleti sætisins þegar svissað er á bíllinn til að auka þægindi og vellíðan þegar kalt er í veðri eða í svölu kvöldlofti.
                        Bakkmyndavél Bakkmyndavélin aðstoðar þig við að leggja í stæði og bakka með því að sýna svæðið beint fyrir aftan bílinn sem þú hefur ekki beina sjónlínu á. Þar af leiðandi er hægt að komast hjá tjóni við að leggja og bakka. Auk þess auðvelda sjálfvirkar hjálparlínur og 180° yfirsýn þér að ná áttum þegar þú bakkar.
                        Bílastæðapakki með bakkmyndavél Bílastæðapakki með bakkmyndavél auðveldar þér að leggja í og aka úr stæði, hvort sem þú leggur upp við kantstein eða á ská, eða ekur beint í stæði eða aftur á bak, auk þess að auðvelda þér að stjórna bílnum við þröngar aðstæður. Með þessu er hægt að spara tíma og róa taugarnar, auk þess sem kerfið hjálpar til við að koma í veg fyrir óþarfa skemmdir þegar lagt er í stæði.
                        Þægileg sæti fyrir ökumann og farþega í framsæti Þægilegt sæti ökumanns með þægilegum höfuðpúða og armpúða er hægt að stilla á átta vegu til að uppfylla einstaklingsbundnar þarfir og stuðla að afslappaðri akstri, jafnvel þegar eknar eru langar vegalengdir.
                        Þægileg sæti fyrir ökumann og farþega í framsæti Þægilegt sæti ökumanns með þægilegum höfuðpúða og armpúða er hægt að stilla á átta vegu til að uppfylla einstaklingsbundnar þarfir og stuðla að afslappaðri akstri, jafnvel þegar eknar eru langar vegalengdir.
                        Stuðningur við mjóbak fyrir ökumann og farþega í framsæti Fjórar stefnustillingar fyrir stuðning við mjóbak styðja við hryggjarliði í mjóbaki og draga úr álagi á bak. Þetta er sérlega jákvætt í lengri ökuferðum. Stilla má tvo loftpúða í sætisbakinu að þörfum ökumanns eða farþega í framsæti hvors fyrir sig og styðja þannig við góða setstöðu hvers og eins.
                        Hraðastillir Hraðastillirinn léttir undir með þér með því að halda fyrirframvöldum hraða án þess að þú þurfir að hreyfa við eldsneytisgjöfinni. Stöðugur hraði eykur sparneytni í akstri. Innbyggður hraðatakmarkarinn gerir þér kleift að stilla hámarkshraða sem auðveldar þér að halda þig innan hraðatakmarkana, svo dæmi sé tekið.
                        PARKTRONIC PARKTRONIC kemur að gagni við að koma í veg fyrir skemmdir á bílnum við að leggja og bakka. Ef bíllinn nálgast greinda hindrun fær ökumaðurinn sjónrænar og hljóðrænar viðvaranir. Fyrst kvikna gul ljós og síðan kvikna rauð ljós og hljóðviðvörun heyrist þegar hindrunin færist enn nær.
                        Upplifðu hvernig er að keyra um á eVito Panel Van. Reynsluakstur Bókaðu reynsluakstur, við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

                        Consumer Information

                        Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.