Heading
Close X
Yfirlit
Nýttu þér kosti upprunalegra varahluta frá Mercedes-Benz.
Í upprunalegu varahlutunum frá Mercedes-Benz kemur saman gervöll fagþekking okkar sem bílaframleiðanda: Þeir eru sérhannaðir fyrir Mercedes-Benz-bíla og íhluti þeirra og gangast undir strangar og ítarlegar prófanir. Því hver og einn sendibíll samanstendur af þúsundum upprunalegra hluta frá Mercedes-Benz sem vinna fullkomlega saman. Þannig er tryggt að samspil allra íhluta í bílnum verði eins og best er á kosið.
Í ítarlegum prófunum verða upprunalegu varahlutirnir líka að standa fyrir sínu – líka við aðstæður þar sem mikið mæðir á. Aðeins þegar strangar kröfur Mercedes-Benz eru að öllu leyti uppfylltar er gefið leyfi fyrir sölu varahlutanna.
Upprunalegir varahlutir frá Mercedes-Benz eru besti valkosturinn þegar litið er til aksturseiginleika, þæginda og virðis bílsins – því þeir bjóða upp á framúrskarandi virkni, endingu og álagsþol.
Kostirnir í fljótu bragði:
Öryggi þitt er í forgangi hjá okkur. Þess vegna vinnur Daimler AG markvisst gegn vörufölsun. Því ólíkt eftirlíkingum af úrum eða lúxushandtöskum tefla eftirlíkingar varahluta ekki einungis orðspori eiganda vörumerkisins í hættu, heldur einnig öryggi viðskiptavina.
Virðast vera ekta.
Við fyrstu sýn er oft lítill sýnilegur munur á sviknum og ósviknum varahlutum. Þannig er oft varla hægt að greina falsaðan varahlut frá upprunalegum varahlut frá Mercedes-Benz eftir útlitinu – en engu að síður getur hann reynst mjög hættulegur. Munurinn á sviknu og ósviknu getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi þitt. Það kemur greinilega fram í ítarlegum vöruprófunum sem Daimler framkvæmir reglulega á mismunandi fölsunum. Niðurstöðurnar eru hreint út sagt skelfilegar. Þess vegna er Mercedes-Benz með teymi sem vinnur gegn vörusvikum og hefur uppi á eftirlíkingum um allan heim.
Í mörgum tilvikum er lítill sýnilegur munur á upprunalegum varahlut og eftirlíkingu og verðið gefur heldur ekki alltaf nógu glögga mynd. Þú getur hins vegar gætt að því hvar þú kaupir varahlutina.