Mercedes-Benz varahlutir Nýttu þér kosti upprunalegra varahluta frá Mercedes-Benz.


Framúrskarandi gæði, sannreynt öryggi og mikill áreiðanleiki.

Nýttu þér kosti upprunalegra varahluta frá Mercedes-Benz.

Í upprunalegu varahlutunum frá Mercedes-Benz kemur saman gervöll fagþekking okkar sem bílaframleiðanda: Þeir eru sérhannaðir fyrir Mercedes-Benz-bíla og íhluti þeirra og gangast undir strangar og ítarlegar prófanir. Því hver og einn sendibíll samanstendur af þúsundum upprunalegra hluta frá Mercedes-Benz sem vinna fullkomlega saman. Þannig er tryggt að samspil allra íhluta í bílnum verði eins og best er á kosið.

Í ítarlegum prófunum verða upprunalegu varahlutirnir líka að standa fyrir sínu – líka við aðstæður þar sem mikið mæðir á. Aðeins þegar strangar kröfur Mercedes-Benz eru að öllu leyti uppfylltar er gefið leyfi fyrir sölu varahlutanna.

Upprunalegir varahlutir frá Mercedes-Benz eru besti valkosturinn þegar litið er til aksturseiginleika, þæginda og virðis bílsins – því þeir bjóða upp á framúrskarandi virkni, endingu og álagsþol.


Kostirnir í fljótu bragði:

  • Þeir passa fullkomlega, enda sérsniðnir fyrir Mercedes-Benz-bíla
  • Gæði upprunalegu varahlutanna frá Mercedes-Benz eru sannreynd með ítarlegum prófunum til að tryggja hámarksöryggi
  • Mikill áreiðanleiki og ending til að tryggja rekstraröryggi
  • Sterk efni veita mikla vörn gegn sliti
  • Fljótleg, sérhæfð og stöðluð uppsetning til að komast hjá löngum biðtíma
  • Hagkvæmni í rekstri og bílarnir halda verðmæti sínu til lengri tíma

Afhverju ættirðu að sætta þig við verð eða gæði?

Öryggi þitt er í forgangi hjá okkur. Þess vegna vinnur Daimler AG markvisst gegn vörufölsun. Því ólíkt eftirlíkingum af úrum eða lúxushandtöskum tefla eftirlíkingar varahluta ekki einungis orðspori eiganda vörumerkisins í hættu, heldur einnig öryggi viðskiptavina.

Virðast vera ekta.

Við fyrstu sýn er oft lítill sýnilegur munur á sviknum og ósviknum varahlutum. Þannig er oft varla hægt að greina falsaðan varahlut frá upprunalegum varahlut frá Mercedes-Benz eftir útlitinu – en engu að síður getur hann reynst mjög hættulegur. Munurinn á sviknu og ósviknu getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi þitt. Það kemur greinilega fram í ítarlegum vöruprófunum sem Daimler framkvæmir reglulega á mismunandi fölsunum. Niðurstöðurnar eru hreint út sagt skelfilegar. Þess vegna er Mercedes-Benz með teymi sem vinnur gegn vörusvikum og hefur uppi á eftirlíkingum um allan heim.

Mercedes-Benz GenuineParts, overview.
Title
Strapline Content
Title
Strapline Content
Title
Strapline Content
Svona getur þú varist. Í mörgum tilvikum er lítill sýnilegur munur á upprunalegum varahlut og eftirlíkingu og verðið gefur heldur ekki alltaf nógu glögga mynd.

Þú getur hins vegar gætt að því hvar þú kaupir varahlutina.

Þú skalt því treysta á viðurkennda sölu- og þjónustuaðila Mercedes-Benz þegar kemur að upprunalegum varahlutum frá Mercedes-Benz.

Hafðu varann á þegar um vafasamar vörur eða grunsamleg tilboð er að ræða. Eftirlíkingar eru oft boðnar til sölu á internetinu. Áberandi og ágengar auglýsingar um hagstæð tilboð geta verið merki um að um fölsun sé að ræða.
Button
Title
LeftRight

Svona getur þú varist.

Í mörgum tilvikum er lítill sýnilegur munur á upprunalegum varahlut og eftirlíkingu og verðið gefur heldur ekki alltaf nógu glögga mynd. Þú getur hins vegar gætt að því hvar þú kaupir varahlutina.

  • Þú skalt því treysta á viðurkennda sölu- og þjónustuaðila Mercedes-Benz þegar kemur að upprunalegum varahlutum frá Mercedes-Benz.
  • Hafðu varann á þegar um vafasamar vörur eða grunsamleg tilboð er að ræða. Eftirlíkingar eru oft boðnar til sölu á internetinu. Áberandi og ágengar auglýsingar um hagstæð tilboð geta verið merki um að um fölsun sé að ræða.
  • Tilkynntu um eftirlíkingar til vörumerkjateymis Daimler AG. Þannig hjálpar þú okkur að vinna markvisst gegn vörufölsunum og tryggja þannig öryggi þitt og annarra viðskiptavina.
    Upprunalegir hemlar frá Mercedes-Benz: Stutt hemlunarvegalengd. Mikil ending. Í neyðartilvikum er mikilvægt að geta stöðvað bílinn undir eins: Upprunalegur hemlabúnaður frá Mercedes-Benz er fullkomlega samhæfður og sniðinn að öryggisbúnaði bílsins, til dæmis ABS og ESP. Hann var þróaður sérstaklega fyrir bílinn þinn. Það tryggir mikla hemlunargetu og stutta hemlunarvegalengd – án tilkeyrslu í lengri tíma og einnig við mjög mikið álag. Hágæðaefni heldur sliti og tæringu jafnframt í lágmarki. Það borgar sig fyrir þig – með minni kostnaði og auknu öryggi. Button
    Upprunaleg loftsía frá Mercedes-Benz: Hreint loft fyrir hrein vélarafköst. Með hreinu lofti vinnur vélin með skilvirkari og sparneytnari hætti: Upprunalegu loftsíurnar frá Mercedes-Benz hreinsa bæði einstaklega vel og hleypa miklu lofti í gegnum sig. Þannig er útilokað að ryk og óhreinindi komist inn í brunahólfið. Og vélin getur skilað miklu afli með lítilli eldsneytisnotkun. Loftsían tekur auk þess lengi við og viðhald getur því farið fram með reglulegu millibili. Það er bæði gott fyrir bankareikninginn og umhverfið. Button
    Upprunalegar olíusíur frá Mercedes-Benz: Standa vörð um vélina. Upprunalegar olíusíur frá Mercedes-Benz búa yfir mikilli hreinsigetu og sjá þannig til þess að óhreinindi séu fjarlægð úr olíurásinni með áreiðanlegum hætti. Þannig er komið í veg fyrir skemmdir á innspýtingu og vél bílsins. Mikil gæði síanna tryggja langan endingartíma. Þannig skilar vélin alltaf sem bestum afköstum – sem skilar þér ávinningi með minni eldsneytisnotkun. Button
    Upprunalegir stuðarar frá Mercedes-Benz: Sniðnir að bílnum til að veita hámarksvernd. Gleymdu óhappinu fljótt: Upprunalegir stuðarar frá Mercedes-Benz eru sniðnir að bílnum. Auk þess gegnir upprunalegi stuðarinn frá Mercedes-Benz veigamiklu hlutverki á bílnum við framanákeyrslu auk þess sem hann ver vélina, ökumanninn og gangandi vegfarendur. Upprunalegi framstuðarinn frá Mercedes-Benz er sérhannaður til að verja íhluti fremst í bílnum og leggur sérstaka áherslu á hámarksöryggi, litla loftmótstöðu og skilvirkni. Button
    Upprunalegir höggdeyfar frá Mercedes-Benz: Öryggi og þægindi í akstri, líka á slæmum vegum. Njóttu hámarksþæginda og -öryggis jafnvel á slæmum vegum: Upprunalegu höggdeyfarnir frá Mercedes-Benz eru einstaklega sterkbyggðir og vandaðir og geta því tekið við hörðum höggum og dregið úr áhrifum þeirra. Þú nýtur ávinningsins af mikilli endingu og bíllinn helst á réttri braut. Höggdeyfarnir eru einnig fullkomlega samhæfðir við hjólbarðana og undirvagninn – sem sparar þér möguleg útgjöld. Þeir vinna jafnframt einstaklega vel með öryggisbúnaði bílsins. Button
    Upprunaleg smurolía frá Mercedes-Benz. Upprunalega smurolían frá Mercedes-Benz er sérþróuð af sömu sérfræðingum og smíðuðu vélina. Í smurolíunni fara saman nýsköpun og áralöng reynsla fræðimanna og verkfræðinga okkar.

    Upprunalega smurolían frá Mercedes-Benz er samsett úr einstaklega öflugum þáttum og íblöndunarefnum og uppfyllir þannig staðlaðar gæðakröfur og gott betur. Olían okkar sér til þess að vélin í Mercedes-Benz-sendibílnum þínum geti unnið með áreiðanlegum hætti.

    Athugaðu olíuhæðina reglulega og gættu þess að vera alltaf með nægilega mikið af upprunalegri smurolíu frá Mercedes-Benz í skottinu til þess að geta fyllt á eftir þörfum. Þú færð upprunalegu smurolíuna frá Mercedes-Benz hjá þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
    Button
    Hjólbarðar og dekk frá Mercedes-Benz. Upprunalegu dekkin frá Mercedes-Benz eru sett saman úr upprunalegum felgum frá Mercedes-Benz og hjólbörðum sem henta fullkomlega fyrir bílinn. Með dekkjum sem eru sniðin nákvæmlega að aksturseiginleikum og drifbúnaði sendibílsins nýtur þú ávinningsins af fyrsta flokks öryggi, áreiðanleika, endingu og þægindum.

    Njóttu frítímans þíns. Við sjáum til þess að bíllinn þinn sé á hárréttum dekkjum.
    Button
    Title
    Test 1 Content Button
    Our parts portfolio The right part for every Mercedes-Benz. Whether you need a replacement part for an older Mercedes model or the appropriate service part for a new vehicle, the comprehensive portfolio of parts from Mercedes-Benz has a custom-fit option for every vehicle and every budget. Of course, with all of our parts lines, you can be sure that each part meets our stringent specifications.
    Mercedes-Benz GenuineParts Would you like to use only certified new parts in your Mercedes-Benz when it comes to maintenance or the replacement of wear parts? Then we recommend that you use genuine Mercedes-Benz parts. They combine all the know-how of Mercedes-Benz as a vehicle manufacturer, are specially developed for your vehicle and optimally adapted to the other components of your vehicle.

    Your advantages at a glance:
    - Excellent quality, precision and durability
    - Tested and inspected in accordance with strict Mercedes-Benz specifications for high safety and reliability
    - Specially developed for the respective vehicle
    - Worldwide, rapid availability

    For further information on Mercedes-Benz Genuine Parts, please contact your local Mercedes-Benz Service Partner.
    Button
    Mercedes-Benz Genuine Remanufactured Parts The Mercedes-Benz Genuine Remanufactured Parts range offers a wide choice of replacement parts for all the most popular classes of vehicle - from the starter motor and steering through to the engine and electric drive systems. Each part goes through a meticulous process of remanufacturing, inspection and testing in accordance with stringent Mercedes-Benz standards. The outcome is Genuine Remanufactured Parts at a beneficial price, with the quality of a new part.

    Your advantages at a glance:
    - Quality of a new part in accordance with Mercedes-Benz quality standards
    - Attractive price-performance ratio thanks to remanufacturing
    - Genuine parts warranty of 24 months
    - Reliable availability and short replacement times
    - Sustainable thanks to savings of resources, energy and CO2 emissions

    You can obtain genuine Mercedes-Benz replacement parts from your local Mercedes-Benz service partner.
    Button
    Strapline Content Button