Mercedes-Benz Citan | Mercedes-Benz Transporter

Nýr Citan. Feels giant.

Nýr Citan: Hlaut verðlaunin International Van of the Year Award 2022.

Mercedes-Benz Citan setur ný viðmið: Kostir hans á sviði skilvirkni, öryggis, sjálfbærni og umhverfisverndar sannfærðu alla 25 meðlimi alþjóðlegu dómnefndarinnar. Nefndin prófaði 14 nýjar bílgerðir í flokki léttra atvinnubíla og gaf þeim einkunn. Niðurstaðan var einróma: Citan hreppti fyrsta sætið!

Nettur sendibíll með mikla möguleika.

Nýr Citan er sannkallaður Mercedes-Benz, með hönnun sem einkennir vörumerkið og þægilegu innanrými sem gott er að vera í. Sestu inn og uppgötvaðu kostina við valfrjálsa margmiðlunarkerfið MBUX (Mercedes-Benz User Experience) og snjöllu tengimöguleikana. Þegar þú ert á ferðinni geta fjölmörg framsýn aðstoðarkerfi aðstoðað þig við aksturinn. Með nýju útbúnaðarlínunum BASE og PRO getur þú útbúið netta sendibílinn þinn nákvæmlega eins og þú þarft að hafa hann. Þetta er bara lítill hluti nýjunganna. Fáðu frekari upplýsingar!

eCitan: Nýjasti meðlimur eVans-fjölskyldunnar.

Rafdrif í öllum flokkum sendibíla

Á síðari árshelmingi 2022 verður eCitan hleypt af stokkunum, sem er hrein rafbílsútgáfa Citan-bílsins. Drægið samkvæmt WLTP er frá 285 til allt að 300 kílómetrar. Þannig uppfyllir bíllinn kröfur þeirra sem nota hann í atvinnuskyni; oft sem sendibíla eða flutningabíla í þéttbýli. Á hraðhleðslustöðvum er hægt að hlaða rafhlöðuna upp í 80 prósent á innan við 40 mínútum. Stór kostur er að það þurfti ekki að gera neinar málamiðlanir þegar kom að stærð hleðslurýmisins og hleðslugetu miðað við hefðbundnu útgáfurnar. Dráttarbeisli verður einnig í boði fyrir eCitan-bílinn.

Nýja MBUX-margmiðlunarkerfið

Upplýsinga- og afþreyingakerfið í nýja Citan er með lausn á nánast öllu: Viltu komast fljótar á áfangastað með hjálp nýjustu umferðarupplýsinga og hlaða símann þinn þráðlaust? Eða viltu stjórna valfrjálsa MBUX-margmiðlunarkerfinu með snertiskjá í háskerpu, hnöppunum á aðgerðastýrinu eða með raddstýringu? Allt er mögulegt. 
Citan, MBUX
 • MBUX-margmiðlunarkerfi 7 tommu

  MBUX-margmiðlunarkerfi 7 tommu

  Þú stjórnar kerfinu með 17,8 cm (7 tommu) snertiskjánum í háskerpu á sama hátt og þú hefur vanist að stjórna snjallsímanum þínum. Önnur leið til að stjórna eru takkarnir á aðgerðastýrinu.
 • Tenging fyrir snjallsíma

  Tenging fyrir snjallsíma

  Með tengingunni fyrir snjallsíma getur þú stjórnað tilteknum öppum í snjallsímanum þínum í margmiðlunarkerfinu.
 • USB-tengi af C-gerð

  USB-tengi af C-gerð

  Með USB-tenginu af C-gerð geturðu notað innbyggt margmiðlunartengi og til dæmis spilað tónlist úr snjallsímanum þínum í bílnum.
 • Raddstýring

  Raddstýring

  Nóg er að segja „Hey Mercedes“ til að kveikja á raddstýringunni og stjórna margmiðlunarkerfinu þannig á þægilegan hátt.

Hápunktar nýja Citan

Citan, þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki

Þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki