Yfirbygging
Traustur förunautur bæði í fríinu og daglega lífinu.
Marco Polo hentar vel í daglega lífinu: Hann er svo lipur í akstri að þú tekur varla eftir útilegubúnaðinum um borð. Þegar hækkanlega þakið er niðri er hæð bílsins undir tveimur metrum. Þannig kemstu auðveldlega inn í venjulega bílskúra, bílastæðahús, bílakjallara og þvottastöðvar. Ef þess er óskað aðstoða fyrsta flokks aðstoðarkerfi þig við að bakka og leggja í stæði – jafnt í daglega lífinu sem á ferðalögum.