Citan sendibíll | Útbúnaður og fylgihlutir | Mercedes-Benz
Citan-sendibíll, útbúnaður

Nákvæmlega það sem þú þarft: Útbúnaður og fylgihlutir fyrir Citan-sendibílinn þinn.

Yfirlit yfir fjöldann allan af útbúnaði.

  1. Útbúnaðarpakkar
  2. Innanrými

    Tveggja manna farþegasæti með föstu sætisbaki

    Tveggja sæta farþegabekkurinn býður upp á pláss fyrir þriðju manneskjuna í ökumannsrýminu. Bæði sætin eru með hæðarstillanlegum höfuðpúðum og þriggja punkta öryggisbeltum. Hægt er að fella sessuna, sem er í einu lagi, fram og þar undir sætisbekknum er auka geymslupláss.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, tveggja manna farþegasæti með föstu sætisbaki

    Leðurklætt stýri

    Leðurklætt stýrið gerir stjórnrýmið flottara. Þægileg og stöm áferð leðurklæðningarinnar eykur þægindin svo um munar auk þess sem stýrið fer einstaklega vel í hendi.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, leðurklætt stýri

    Lýsing í hleðslurými með LED-tækni

    Lýsing með LED-tækni í hleðslurýminu lýsir það vel upp svo auðveldara verður að athafna sig þegar dimmt er úti og betur sést til þegar verið er að ferma og afferma bílinn.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, lýsing í hleðslurými með LED-tækni

    Festing fyrir snjallsíma

    Festingin fyrir snjallsímann gefur kost á að nota hin ýmsu fartæki í bílnum. Hún er fest á mælaborðið í seilingarfjarlægð frá bílstjóra og passar fyrir farsíma og snjallsíma sem eru frá 57 mm til 95 mm breiðir.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, festing fyrir snjallsíma

    Geymsluhólf í mælaborði

    Hagnýta geymsluhólfið með loki í mælaborðinu hefur mikið pláss til að geyma hversdagslega hluti sem á að vera auðvelt að grípa til, eins og snjallsímann, spjaldtölvuna, veskið eða lykla á ferðinni.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, geymsluhólf í mælaborði

    Armpúði með geymsluhólfi

    Armpúðinn með rúmgóðu geymsluhólfi er á milli ökumannssætis og farþegasætis. Þegar geymsluhólfið er lokað er hægt að styðja handleggnum þægilega við mjúkbólstraða púðann.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, armpúði með geymsluhólfi
  3. Ytra byrði
  4. Þægindi
  5. Tækni

    Dráttargeta 1500 kg

    Með valfrjálsa dráttarbeislinu getur nýi Citan-sendibíllinn dregið allt að 1500 kg – sem kemur sér vel þegar flytja þarf meiri farm endrum og eins.

    Citan-sendibíll, dráttargeta 1500 kg


    Sex gíra beinskipting

    Sex gíra beinskiptingin skilar einnig sínu á meiri hraða með þýðgengri aflrás og sparlegri eldsneytisnotkun. Þægilegt er að skipta um bíl og ef skipt er snemma upp um gír er hægt að aka á sparneytinn hátt.

    Citan-sendibíll, sex gíra beinskipting
  6. Öryggi

    Virk hemlunaraðstoð

    Virka hemlunaraðstoðin getur aðstoðað við að koma í veg fyrir árekstur við ökutæki fyrir framan og slys á gangandi vegfarendum sem fara yfir götuna eða dregið úr áhrifum slysa.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, virk hemlunaraðstoð

    Virkur akreinavari

    Virki akreinavarinn getur aðstoðað þig við að komast hjá óhöppum með því að greina þegar óvart er farið út af réttri akrein, gefa viðvörun og grípa hugsanlega inn í stjórnun bílsins. Þú hefur samt stjórnina allan tímann: kerfið grípur ekki inn í aðstæður ef þú stýrir, hemlar eða eykur hraðann á virkan hátt.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, virkur akreinavari

    Blindsvæðisvari

    Með blindsvæðisvaranum nýturðu meira öryggis í akstri – sérstaklega við að skipta um akrein. Hann greinir svæðið sem hliðarspeglarnir sýna ekki með ratsjártækni. Þannig getur hann gefið viðvörun með merkjum og hljóðum til að koma í veg fyrir hugsanlega hliðarárekstra við aðra vegfarendur.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, blindsvæðisvari

    Umferðarmerkjagreining

    Umferðarmerkjagreiningin auðveldar þér að fara eftir hraðatakmörkunum og öðrum reglum. Það eykur öryggið.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, umferðarmerkjagreining

    Háljósaaðstoð

    Háljósaaðstoðin kveikir og slekkur sjálfkrafa á háu ljósunum miðað við aðstæður í umferðinni og leysir bílstjórann undan því að þurfa að stjórna ljósstyrknum handvirkt. Kerfinu er stjórnað með myndavél aftan við framrúðuna sem fylgist stöðugt með umferðinni fyrir framan bílinn.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, háljósaaðstoð

    Loftþrýstingsvöktun í hjólbörðum á fram- og afturöxli, þráðlaus

    Loftþrýstingsvöktun í hjólbörðum fylgist með loftþrýstingi í öllum fjórum dekkjum. Hún getur varað ökumann við þrýstingsfalli í hjólbörðum og eykur þannig öryggi í akstri og líftíma hjólbarðanna. Kerfið birtir viðvörunarmerki þegar loftþrýstingur minnkar að einhverju marki eða þegar mikill mismunur er á loftþrýstingi.

    Aukabúnaður.
    Citan-sendibíll, loftþrýstingsvöktun í hjólbörðum á fram- og afturöxli, þráðlaus

Upplifðu Citan-sendibílinn núna.

Tákn fyrir Panta reynsluakstur

Panta reynsluakstur.

Skráðu þig núna og aktu af stað
Frekari upplýsingar
Tákn fyrir Finna söluaðila

Finna söluaðila.

Í nágrenni við þig
Frekari upplýsingar
[*] Frekari upplýsingar um uppgefna eldsneytisnotkun og uppgefna sértæka CO₂-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, CO₂-losun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem hægt er að fá ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH (www.dat.de).