Meira öryggi við varasamar aðstæður í akstri.

Stöðugleikastýring með gagnlegri aukavirkni.

Rafræna stöðugleikastýringin ESP® hefur aðgang bæði að hemlakerfinu sem og vélarstýringu. Hún er sífellt að meta mæligögn frá skynjara fyrir stýrishorn, skynjurum fyrir snúningshraða hjóla, skynjara fyrir geigunarhraða og hröðun í beygjum og getur aðstoðað ökumann ef bíllinn skyldi verða óstöðugur í akstri. Á broti úr sekúndu getur ESP®-kerfið gripið inn í með rafeindabúnaði vélar og hemlakerfi og veitt ökumanni stuðning í formi hemlunarkrafta sem koma stöðugleika á stefnu bílsins á ný.

ESP®-kerfið býr yfir frekari virkni sem getur aukið öryggi í akstri við ákveðnar aðstæður. Þar á meðal er ABS-hemlalæsivörn, ASR-spólvörn og BAS-hemlunaraðstoð sem getur aukið átak til hemla þegar hún greinir nauðhemlun og stytt þannig hemlunarvegalengdina. Þegar ESP® eða spólvörnin grípur inn í blikkar ESP®-vísirinn í hraðamælinum.

Lorem Ipsum