Citan-sendibíll

Skrefið tekið inn í heim Mercedes-Benz Vans.

Með Citan BASIC býðst þér Mercedes-Benz sendibíll sem hefur allan mikilvægasta búnaðinn og fer létt með að sjá um öll þín daglegu verkefni á öruggan og áreiðanlegan hátt. Um leið sannar hann gildi sitt með miklum gæðum og hagkvæmni sem og framúrskarandi fjölhæfni og breiðu notkunarsviði. 

Citan BASIC stendur sig vel frá öllum hliðum séð: drifið er áreiðanlegt og langlíft, hleðslugetan mikil, hleðslurýmið er stórt og hönnun öryggisbúnaðar víðtæk, ökumannsrýmið er skipulagt á vinnuvistvænan hátt með góðu aðgengi að stjórnbúnaði, þægilegum sætum og hentugum geymsluhólfum. Allt miðar þetta að því að verkin farist þér vel úr hendi. Vandaður frágangur sem er svo einkennandi fyrir Mercedes-Benz og þægileg áferð og viðkunnanlegt útlit efnis sem einnig er auðvelt að þrífa eru enn frekari atriði sem skila árangri í daglegri notkun bílsins.