Citan-sendibíll

Fagmannlegt útlit og enn frekari virkni.

Með Citan BUSINESS PRO býðst þér Mercedes-Benz sendibíll sem ber af þegar kemur að traustlegu útliti og enn frekari virkni. Um leið sannar hann gildi sitt við að klára verkefni dagsins með miklum gæðum, framúrskarandi fjölhæfni og breiðu notkunarsviði.

Með glæsilegu útliti og fjölbreyttu notagildi býður Citan BUSINESS PRO upp á margs konar útbúnað til viðbótar við Citan BASIC sem eykur þægindi til muna.
Glæsilegt yfirbragðið byggist til dæmis á 40,6 cm (16 tommu) hönnunarfelgum og hurðarhúnum sem eru lakkaðir í sama lit og bíllinn sem og lakkaðri hlífinni á brautum rennihurðanna. Hæðarstillanlegt ökumannssæti, loftkæling, Mercedes-Benz-hljóðkerfi og LED-lýsing í innanrými auka þægindi í akstri og við vinnuna. Plastgólfið í hleðslurýminu kemur í veg fyrir óþarfa skemmdir og auðveldar þrif í hleðslurýminu.