Farmvörn með útsýni.

Þannig er hægt að líta til með farminum.

Heilt skilrúm á milli ökumanns- og hleðslurýmis með glugga gerir ökumanni kleift að kíkja aftur í og líta þannig til með farminum. Ásamt festiaugum á gólfi hleðslurýmisins uppfyllir skilrúmið reglur um öruggan frágang farms. Skilrúmið getur varið ökumann og farþega frammi í gegn farmi sem rennur af stað og er um leið hljóðeinangrun og vörn gegn óhreinindum. Þegar kalt er úti hitnar ökumannsrýmið hraðar, þökk sé skilrúminu. Skilrúmið er úr svartlökkuðu plötustáli með föstum glerglugga og er auðvelt í þrifum. Það er skrúfað fast við gólf bílsins og nær alveg frá lofti og niður á gólf.

Lorem Ipsum